Lítil jólastelpa á Húsavík

 

Nú var ég að hlusta á Jólalög með Björgvin Halldórs og þegar myndbandið fór að rúlla og ég hlustaði á textann með, þá varð ég aftur Dolla litla í Holtagerðinu sem man hvernig MAMMA gerði embarassed   

           Hér koma nokkrar minningar sem rifjuðust upp fyrir mér við að hlusta á þetta lag: Sjá svunturnar í videoinu...mamma saumaði næstum alveg eins þannig jólasvuntur á okkur systur, og saumaði líka oft jólafötin og fallega náttkjóla og einu sinni fengu dúkkurnar eins náttföt og við(mömmurnar) ...man þegar vorum að máta og títuprjónarnir aðeins að stingast í mann smá og mamma raðaði þeim á milli varanna á sér....svo flottir með allskonar litin kúlur á endanum smile ...afram streyma fram minningar...mamma er í eldhúsinu með svuntuna og hnoðar í deig og fletur út... Hakkavélin tekin upp og pabbinn fær að vera með og snúa sveifinni og mamman tekur á móti brúnum rákuðum ræmum sem hún sker svo í hæfilega bita. Úr þessu verða svaka góðar kökur með hvítu smjörkremi sem við systur fengum að smyrja á milli. Aðrar gerðir sem töfruðust framúr hakkavélinni eftir snúninga sveifarinnar hjá pabba og mamma lagði fallega lagaðar rákóttar vel lyktandi ræmur sem hún mótaði í hringi... Mmmmm, namminamm...uppáhaldsjólasmákökurnar mínar  VANILLUHRINGIRNIR sem mér hefur ALDREI tekist að gera jafn góða og fallega og hún ...enda enginn pabbi að snúa sveifinni á hakkavélinni sem ég á ekki einu sinni til smile   ..Er líka löööngu hætt að reyna við þá embarassed

         Áfram snýst sveifin og nú eru það loftkökurnar sem birtast úr græjunni og mér fannst alltaf jafn skrítið hvernig gátu orðið svona holóttar að innan.... Þetta er ein af fáum sortunum hennar múttu sem ég hef aldrei prufað að gera...fæ gæsahúð og hroll þegar finn í huganum sykurleðjuna sem þær eru hehe... , svo voru það hálfmánarnir, spesíurnar, sykurkökurnar, man ekki hvað þær heita, en með skrautsykri ofaná...mömmukossarnir, jú, þá fengum við systur aftur að taka þátt og smyrja á milli ( sleiktum örugglega aðra hvora skeið og laumuðum upp í okkur sjálfar...mmm, namminamm, get alveg enn í dag borðað kremið eintómt hihi....), þá má ekki gleyma Blúndunum... Þær voru sko og eru enn bestar... magnað að sjá hvernig þær runnu út og urðu örþunnar og fallegar á litinn...sérstaklega fallegar þegar var búið að húða aðra hverja með súkkulaði og búnir til kossar með rjóma á milli...best þegar pabbi setti rjómann, þá var svo mikill rjómi hehe...síðan skellt í poka og í frystinn... Bestar hálffrostnar og ekkert mál að stelast í eina og eina beint upp úr kistunni...gómsæt tilhugsun tongue-out

En hinar kökurnar allar saman fóru í þessa fínu jólakökubox sem voru „innsigluð" með límbandi sem var erfitt að spretta upp án þess að sæist, nema maður tæki það alla leið og setti svo alveg nýtt í staðinn hehe...

Svona gat maður setið og staðið í kringum mömmuna og fylgst með henni við kökubaksturinn....innocent

         Þegar varð aðeins eldri man ég eftir að mamma opnaði aurabauka okkar systra sem við vorum búnar að safna í sérstaklega til að kaupa jólagjafir handa ma og pa og hver annarri.... Pabbi fékk ný axlabönd - nýjan kaffibrúsa - nýja tösku með heilum rennilás undir kaffibrúsann og nestið laughing   Aumingja kallinn...þetta keyptum við til skiptis handa honum ár eftir ár... og hann alltaf jafn glaður og tala nú ekki um „HISSA" á þessum fínu gjöfumembarassed   Englaspil sem klingdi í þegar englarnir snérust við hitann af litlu fallegu kertunum man ég eftir að við keyptum einu sinni handa mömmu smile... eitt sinn man ég að hafa heyrt hana tala um að sig vantaði þeytara...og  ég fór og keypti þessa „fínu" handsnúnu þeytara með sveif á hliðinni og veit ekki hvort var notað nokkurn tímann, hehe...og annað sinn langaði mig svo svakalega í flottan nestisbrúsa með fallegri mynd að mér fannst snilldarhugmynd að gefa MÖMMU einn slíkan , svo það yrði tryggt að maður fengi að drekka úr einum slíkum hehe... Eins og með pabba...þá fór hún vel með undrunina og varð rosaglöð og „hissa" þegar hún opnaði þessar gjafir ehhe... cool Sorry mamma ...

        Nokkrum dögum fyrir jól vorum við Helga systir látnar taka allt fína postulínið og gömlu bollastellin hennar mömmu, öskubakkana sem voru sumir hin mesta prýði og alla glerstjaka sem fundust. Þetta máttum við nú vaska upp og fórum í sérstakar svuntur til þess og svo var þvegið ...yfirleitt ég sem fékk það í gegn að vera þvottavélin og Helga þá fékk það hlutverk að þurrka og múttan setti aftur hvern hlut vandlega inn í skápana sem voru ekki einu sinni í gleri og  ekkert af þessu fíneríi sást ...fyrr en það var tekið út fyrir næstu jól og skellt í „jólabaðið „ og upp í skáp aftur ...  á meðan við vöskuðum upp voru  pabbi og mamma að bera tekkolíu á húsgögnin svo að  handrið á sófum , stólum og borð urðu háglansandi og ilmuðu þvílíkt vel... smile Pabbi sem alltaf hefur verið svo sniðugur í höndunum  og góður föndrari  bjó til kirkju úr frauðplasti sem hann málaði svo fallega með rauðu þaki og gerði glugga og setti ljós inn í ...mamma breiddi síðan úr bómull undir hana og bjó til snjókirkjugarð sem var svo skreyttur með Mjallhvít og Dvergunum Sjö... Þetta var svo fallegt og skemmtilegt og hátíðlegt að aldrei hvarflaði að manni að leika með þetta fínerí , heldur bara dáðst að. innocent

        En þá er allt í einu komin Þorláksmessudagur og hann var sko tekinn snemma... Maður vaknaði við að komið var inn til að taka af rúmum og allt þvegið og sett utanum nýtt og strokið alveg spes fyrir jólin. Þarna sá pabbi alfarið um ryksugið í öllu húsinu, enda voru TEPPI allstaðar nema í herbergjum og inn á baði og eldhúsi..... Hann fór líka á háaloftið og sótti kassana 

 

 kiss

en hér er annað lag sem kemur manni í back to the future gírinnog auðvelt að láta hugann reika svona afturábak :

   https://soundcloud.com/ing-lfurj-hannsson/j-l-upps-lum

Nú er þetta lengsta blogg sem ég hef skrifað og má alveg lesast í mörgum hlutum ...en aðallega var ég að skrifa niður þessar hugleiðingar fyrir mig sjálfa þar sem þær birtust mér í huganum ... ekki hugsað svona um gamla tíma í mörg ár ... Gleðileg jól til allra sem hver eru með sínu sniði... mitt snið er að það er engin regla á neinu né einu .. en það er líka regla hehe...  það er svo efni í annað blogg síðar ...  cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir þessa upprifjun Dolla, gaman að endurupplifa en ótrúlega margt sem ég man ekki! Og annað sem ég man...

Helga Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 00:03

2 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

já, ...ég ætlaði einmitt að setja þetta blog  á H8 síðuna okkar systra og múttu og biðja ykkur að bæta í hvernig þið munið þetta   

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 13.12.2013 kl. 00:17

3 identicon

Virkilega fallegt og hugljúft að lesa,og óska þér og þínum gleði og gæfu um jól og komandi nýtt ár.

Númi bjó á árunum 1980-1990 í Holtagerði með sinni fjöldskyldu,og það var frábært að búa og ala upp börnin þarna.

Númi (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 01:25

4 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Takk fyrir það Númi  

Ég er svo heppin að mamma og pabbi búa enn í Holtagerðinu svo ég get alltaf sagst vera komin  "HEIM" þegar ég skrepp austur og gisti í "mínu" herbergi sem er gestaherbergið í dag ...

...Já það er svo gott að eiga svona notalegar minningar  sem hægt er að rifja upp

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 13.12.2013 kl. 09:46

5 identicon

Jólin ykkar og jólin mín - bara alveg eins! Nákvæmilega eins (nema ég held að pabbi hafi ekki verið alveg jafnduglegur í jólabakstrinum - hann pottþétt hræði þó í jafningnum/sósunni á aðfangadagskvöld til að mamma gæti skroppið frá eldhúsinu og tekið rúllurnar úr hárinu...) Dásamlegar minningar og við laglega heppnar að hafa notið svona jóla, sko ekki öllum gefið!

Stella (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 10:46

6 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

  Já Stella mín.... so true   Það sem maður man tekur sko enginn frá manni ... þessvegna eru góðar minningar svo mikivægar

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 13.12.2013 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband