Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Flugvallasérfræðingurinn snýr aftur.....

Ég er glaðasta, glaðasta, glaðasta, Dollan í heimi...

eftir að vera búin að brasast við að sortera hvað færi með mér suður náði ég að fylla 3 ferðatöskur...Gasp Ein bara með skótaui...já, meina verð nú í 3 mánuði og það þarf fjallaskó, gönguskó, hlaupaskó, spariskó, sandala, götuskó......Smile  síðan var ég sótt af Ingu minni  sem bauð mér í lunch og svo köku og café á eftir og síðan  skutl á völlinn...Cool þar varð hún vitni að  ævintýralegu  inntékki  sem enginn nema ég myndi lenda í ...svo ævintýralegt að það hefur verið  minna mál hjá mér þrátt fyrir allskyns vandræðagang að ferðast milli landa, jafnvel á mínum mælikvarða...Whistling  En... þegar sú sem tékkaði mig inn var komin í vandræði og talaði mann og ANNAN...það endaði svo með að þessi Annan, reddaði mér og miskunnaði sig yfir þessa konu sem klúðraði þegar hún keypti flugið að bóka farangur ...hvað þá að hún væri með 35kg í yfirvigt + þessi 20 sem má hafa .... og sögðu mér bara að þetta væri DÝRT!   ég spurði: „hvað dýrt..." Svarið var: „MJÖG DÝRT!"    obbobbobb...ég sagðist þá vera hætt við að fara með farangurinn..myndi bara senda hann með bíl....Devil. þá var hann svo almennilegur og var heillengi að finna út hvernig hann gæti búið til afslatt fyrir Dolls.... og ég sagðist ekki borga krónu meira en 10.000 ... og slapp með 7500 fyrir farangurinn ...obbobboobbb.... en mikið var hann almennilegur , enda sagði ég honum það og þakkaði liðlegheitin Halo

 Síðan beið Gulla einkabílstjóri á flugvellinum sem tók á móti mér með risa knúsi,  skutlaði mér í íbúðina með útdreginn rauða dregilinn... og við erum að tala um að það var ást við fyrstu sýn að koma þangað...Vá hvað mér mun eiga eftir að líða vel hér í sumar  Heart  Love it !! 


Launin sem borga ekki reikningana gera þetta þess virði

Hvað er að manni að vera læra hjúkrun?

 Þessari spurningu get ég ekki svarað og hef þó spurt mig oftar en einu sinni  í gegnum tíðina... nema það að ég vil gefa af mér þar sem ég get.

Gæti t.d.  ekki unnið bak við skrifborð allan daginn .... en ekki eru það launin sem drógu mann af stað, nema auðvitað þau sem maður fær frá þakklátum skjólstæðingum, slík „laun" ylja manni um hjartaræturnar en borga ekki reikningana samt... þeirra vegna heldur maður þetta þó út og gerir vinnuna þess virði ásamt því að maður vonast til að ástandið batni ...svona áður en maður tekur endanlega ákvörðun að flytja úr landi.  

Í fyrrakvöld fékk ég eitt slíkt komment sem er eitt það besta af mörgum  sem hef fengið .. það snerti við Heartstrengjunum mínum og þó ég hafi sinnt þessum einstakling "ómeðvitað" þannig lagað... bara eins og ég geri...þá mun ég hér eftir hafa þessi "sjálfsögðu" atriði ávallt í huga þegar ég sinni mínum skjólstæðingum í framtíðinni...

Þetta kom frá skjólstæðing sem þarf að þiggja mjög mikla aðstoð og eðlilega er fólk missátt við að verða svo mikið öðrum háð... en hún gaf mér kredit sem mun nýtast mér til áframhaldandi góðra verka sem felast í framkomu og HVERNIG hlutir eru bæði sagðir og gerðir....Munum öll sem eitt sem störfum við þjónustu á öllum stigum og ekki síst þar sem við höfum brothættar, viðkvæmar sálir á okkar ábyrgð sem þurfa svo oft að kyngja stoltinu sem þó þykir sjálsfsögð mannréttindi að halda...já, munum...að þeir sem segja lítið og sjaldan...það er fólk sem oft tekur MEST eftir hvað við segum, hvernig við segjum það og hvernig við komum fram..

Það eru þessi ÓYRTU tjáskipti sem skipta svo miklu máli líka.... fékk pínu illt í hjartað þegar hún sagði mér með tárin í augunum hve misjafn það er að þurfa  þiggja það að láta mata sig...semsagt hvað þeir einstaklingar sem eru að mata gera það á misjafnan hátt, sumir jafnvel þannig að fólk missir matarlystina..

Gleymum ekki að verðum að mæta fólki þar sem það er statt og gefa tíma og góða nærveru.. mikilvægt að við sem erum að aðstoða séum "Á STAÐNUM"  meðan við sinnum skjólstæðingunum, en ekki vinn aá vélrænan hátt. 

en ég ætl

 

Ætla horfa á þennan þátt í kvöld , þó sé á kafi í öðru í augnablikinu :P 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband