Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Skógarpúkar á kvöldgöngu

BESTI í heimsókn og ætlaði ég með hann í Kjarnaskóg að rölta einn hring (20 mín)..en það varð smá óvissuferð eins og mér einni er lagið að "skipuleggja"Cool og enduðum á að vera í 1 tíma og 15 mín í kvöldsólinni sem varð að logandi eldhnetti þegar leið á...Vááá - það var FLOTT ...

Ilmandi Kjarnaskógur-upp Kirkjusteinsbrekkuna uppá hamrana-þar yfir og upp(rosalegt að sjá hvernig snjóþunginn hefur beygt og brotið trénFrown...fannst við stödd í einhverjum ævintýraskóg í teiknimyndabók þar sem ég beið eftir að logandi gyllti eldhnötturinn sem miðnætursólin er á þessum tíma næði að reisa þau við aftur eins og hendi væri veifað....en gerðist ekki ...

Gengum svo  til norðurs ...aðeins lengra en ég hélt að við ætluðum...en sú leið var ófær vegna mýrarbleytuWoundering...þarf aðeins að þorna betur áður en maður getur farið að þræða leiðina niður meðfram læknum  og gilinu...

Komum svo niður rétt sunnan við Hamra-fylgdum stígnum aftur í Skóginn og kláruðum hringinnSmile 

Ekki nema tvær kanínur sem urðu á vegi okkar og önnur þeirra hélt hún væri héri  Tounge  ...Sáum líka skugga frá tveimur skógarpúkum milli trjánnaWink.....

En þvílík dýrð sem veðrið er og lognið og ilmurinn af trjánum og blómunum...Mmmmmmm ...Love is in the air...Love it InLove

Sofna nú sæl og mun sofa vel ..enda early wake-up í fyrramál... Vinnudagar framundaneftir góða helgiSmile

Adios y Buenos noches


Ójá ! Oui, je vais !

 

 

 Vvúúllle -Vúúú Whistling???  

Finnst að maður eigi að eyða sumrunum á Greece...Þar hvorki kroppur né heili frís...Cool Finnst eins og þar ég muni eiga heima...þó víðar ég leiti um alla geima...Tounge Svo margar FALLEGAR strendur...tala nú ekki um heitar hendur...Joyful Margar eru þessar Bjútífúl draumaeyjar...þar allir eru brúnir peyjar og gylltar meyjar...GrinLangar leiðir þar ég sæist glóa...eins og hér heima gera bæði Spói og Lóa...Blush

 

 

 Held að svona fallegan draum ...maður eigi að gefa gaum...Halo Aldrei skal nokkur segja aldrei eða nei... því eftir tvö ár ég mun segja VEI... W00t Í draumi minn smiður byggir á strönd ...setur á verkið sína góðu hönd...Smile undir klettum mun reisa lítið en falleg hús ...og mun að launum fá endalaust knús ......... InLove


 

Hvar væri ég stödd án drauma minna ....meðan þarf vinnunni að sinna.... ósofin í miðju næturvaktaríi...ég bíð eftir mínu fríi...Shocking læt hugann reika...og nota tímann til að leika Heart

ps. Er í sumarfríi frá facebook og kem sjálfri mér skemmtilega á óvart ...er ekki með fráhvarfseinkenni ...C U later...aligeiter Wizard


Stórkostleg upprisa

Það verður að segjast að miðsonurinn kann að endurheimta hin ýmsu heimilistæki frá dauðum Smile í vetur var það blandarinn sem ég get ekki verið lengi án, svo ég fór og keypti nýjan.... en um leið og hann var kominn á heimilið (sá nýji) prufar Bjarki að setja þann úrbrædda í gang og auðvitað rauk hann í gang og hefur virkað síðan Tounge og ég fór með hinn fyrir skilanefnd og fékk inneignarnótu Cool ... Sama gerist í hádeginu í dag eftir að hafa næstum jarðað blessað gamla góða sjónvarpið mitt og Hr. Langflottastur búin að bjarga mér um nýtt og flott...bara eftir að redda fari fyrir það norður...þegar Bjarki spyr af hverju ég þurfi að fá nýtt sjónvarp... ég segi honum og SÝNI að gamli imbinn er game over Blush ... þá dettur nú snillanum í hug að athuga með hvort allt sé tengt og ég segist allavega ekkert hafa tekið neitt úr sambandi ...en samt  hafði nú skarttenginu tekist að mjaka sér aðeins of langt út svo það var nú allt bileríið hehe... er semsagt  að fara horfa á fréttirnar meðan ljúffengur réttur er að marinerast í krydderíi ...Mmmmm , hlakka svo til að fara borða eftir nýja matseðlinum ...sem ég vona að verði til að koma í veg fyrir hausverki og aðra krankleika .... I Believe so Wink

kemur á óvart þó hafi vitað í hvað stefndi

Ég vissi að það kæmi að þessu....Blush vissi líka að það væri ekkert svo langt í það...Undecided búin að vita lengi að það stefndi í þetta...Woundering átti von á að það gæti gerst hvenær sem er...Gasp Var búin að fá aðvaranir nokkrum sinnum...Frown Þetta kom mér semsagt ekkert á óvart....Cool eeeen.... samt fær maður óþægilegan sting í hjartað...Pinch ég vildi að þetta hefði ekki gerst alveg strax.... GetLost vildi fá smá lengri tíma... vildi að ég hefði verið viðbúin... að ég hefði verið búin að gera e-ð til að þetta yrði ekki eins óþægilegt...Cool en líklega á ég bara að vera hvíldinni fegin... þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa hanga inni og horfa á imbakassann í góðu og fallegu veðri... ég verð bara úti að njóta þess sem fyrir augu og eyru verða... þarf ekki að hanga inni og rýna á e-ð í gegnum kassann... hann er semsagt búin að syngja sitt síðasta... blessuð sé minning hans, hvort sem hún lifir eða deyr... amen...................................................index_1205045.jpg

Varðhelgi framundan :)

Sólin er að  bræða frosnu snjókornin sem hulið hafa jörðina og lífga við kossana  þegar heitar varir snertast.....En kaldir kossar án vara geta líka orðið brennheitir þegar lærist að kveikja neistann sem þarf....... þá getur verið gott að kæla þá með ís...sem er fljótur að bráðna..Eins gott að það eru nokkrar ísbúðir í bænum þegar slíkar hitabylgjur skella á.... styttist í besta koss sem er hvorki án vara né Varða InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband