Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

ER hægt að taka tíma út fyrirfram?

Mér finnst rigningin góð...trallalallala........

En reyndar ekki alltaf...nú er bara svona ekta kúruveður og þar sem ég þarf að reyna sofna og læra svo þegar ég vakna aftur og ekki er það blessuð sólin sem heldur aftur af því.   Var semsagt á næturvakt og fór svo í skólann ótrúlega spræk bara og er eiginlega of spræk enn  til að sofa en verð nú að reyna plata sjálfa mig í að sofna svo ég geti vakað í dag og lesið.

 

Ég hefði ALDREI trúað því fyrir "nokkrum árum" þegar ég var síðast í skóla þegar manni dugði að renna yfir námsefnið rétt fyrir próf og metnaðurinn ekki meiri en svo að manni var sama hvaða einkunnir komu í hús svo framarlega sem þær kæmu manni í næsta áfanga! 

En nú er sko öldin önnur og hugsunin með....sit tímunum saman við lestur og skrif og finnst það svo langt frá að vera leiðinlegt ...vildi bara svo gjarnan geta gert samning við einhvern sem því gæti stjórnað ...að fá að taka út fyrirfram nokkra aukatíma í sólarhringinn ( nokk sama þó það kosti mig  einhverjum vikum eða mánuðum styttri veru síðar meir, þegar uppgjör færi fram, myndi samt ekki tíma  að taka þetta út fyrirfram í árum samt )  svo ég geti lært meira , því mér finnst ég ekki komast yfir nóg efni þó ég sitji við þetta tímunum saman.

 

En þrátt fyrir allt , þá finnst mér þetta ótrúlega skemmtilegt og veit að það mun bara verða skemmtilegra eftir því sem önnunum fjölgar og  maður kominn meira og betur inn í hlutina ......... annars ekki mikið að frétta þar sem ég  er bara í þessu streði  fram að prófum og ÞÁÁÁ KOMA SKO JÓLIN ! ...Held að það verði það skrítnasta við þetta hjá mér  , sem er svo mikil jólasnúlla að ég  verð ekkert komin í þann gírinn fyrr en bara rétt fyrir jól ..bara svona eins og það var í denn...allt gert á Þorláskmessu!...Neinei, verð nú komin í frí um miðjan des og byrja þá á að gera piparkökukirkjuna mína fínu og flottu ...meira um hana síðar ...því nú ætla ég að faa undir sæng og hlusta hvernig droparnir bylja á þakinu....

Regndroparnir stórir niður þeir falla....

göturnar við þeim taka og til baka þá skalla...

gegnum rúðuna get ég séð  þá alla ....

man hvað þótti gaman einu sinni að drullu malla ...............

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband