Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Sumt breytist sem betur fer ekkert og ég er eitt af ÞVÍ !

Góðan daginn kæra blog. Nú er komið nýtt ár og maaargir dagar og einhverjar vikur síðan sidst  Joyful og er það nú bæði vegna þess hvað það er MIKIÐ að gera hjá mér og líka af því að það er ekki svo mikið að gerast hjá mér og mínum  annað en svipað og síðustu vikur og mánuði Cool Má reyndar alveg monta mig af elsta mínum sem stóð sig svo vel á fyrstu önninni sinni í HR og var hæstur í sínum bekk.... og GAMLAN hún ÉG !!! Hafði það líka á seinni sprettinum og komst í gegnum klásusinn, svona ef það hefur farið framhjá einhverjum ehhehe..... en VÁ ...það þýðir samt ekki að ég geti farið að slaka á og slappa af ..ónei, ennþá meira og erfiðara núna en jafnframt líka skemmtilegra svo það hjálpar...

 

en......þetta er ekki það sem ég var að fara blogga um heldur að ég breytist greinilega ekki mikið með árunum og ekki einu sinni mánuðunum... nema hvað það gerðirst nú e-ð skrítið við mig frá nóvember og þar til núna.... allt í einu eru fötin mín e-ð ekki alveg eins og þau eiga að vera en það er komið í vinnslu ... er að vinna í því...næ því aftur á rétt ról og enn betra eftir nokkrar vikur  W00t  ....

 

já...á ég að byrja enn einu sinni á blogginu ? ...Veit að systur mínar og vinkonur gætu fengið kast við að lesa þetta hahahaha..hehe... nefni engin nöfn , en þeim finnst ég stundum lengi að koma mér að aðalatriðunum ...... en í mínu litríka lífi..eru einmitt litlu smáatriðin þau atriði sem skipta mig hvað mestu máli Whistling...Say No More about that í bili...en þannig er ég nú bara og þá hefst sagan :

 

Bílalager fjölskyldunnar , eða mín og minna sona er alveg eðal lukkugripir að því leiti að þeir eru oftar en ekki, EKKI í lagi ...nema elsku MUSSO er farinn að standa uppúr og bilar bara ekki , nema annaðslagið Tounge ég er bara virkilega farin að taka ástfóstri við þessa elsku ....nema stundum..hann er pínu svona eins og bíllinn HERBIE!  ER semsagt með sjálfstæðan vilja og smá dintóttur...t.d. leyfir hann mér ekki að opna sig bílstjóramegin ef hann er læstur svo ég þarf að opna farþegamegin og ýta á centralopnun áður en kemst inn í hann á réttum stað.. .. Ekki hægt að drepa á honum, því honum finnst svo æðislegt að vera í gangi og neitar að drepa á sér þegar hann á að gera það ..er bara eins og óþekkur krakki sem vill ekki fara að sofa ..svo ég verð að stíga beint á bremsuna og kæfa hann þannig til að hann slökkvi á sér...Þarf ég nokkuð að taka fram að hann er beinskiptur ......

Jæja ..nú er ég komin aðeins útfyrir aðalatriði sögunnar...ekki skrítið að ég sé oft lengi að lesa námsbækurnar...þarf alltaf að lesa allt annað en aðalatriðin fyrst ...og á erfitt með að sía úr , af því eins og ég sagði áðan...þá finnst mér  ALLT vera jafn merkilegt hehe..... já ok. áfram ...vegna bileríis á bíl BR. fékk hann lánaðan bíl RBR bróður síns sem á annan bíl fyrir sunnan , sem notabene..hefur bilað líklega oftar en hinir til samans....Pinch.... og bíllinn sem hann var með í láni..BR semsagt er núna með ónýtt púst svo  það er ekki vogandi að hafa hann á götum úti vegna of mikillar athygli..kannski maður prufi það samt að taka rúnt ef mér finnst ég vera farin að fá of litla athygli  ( að vísu ekki mikil hætta á því meðan ég á minn eðal Mússa ) :D...en jája´..þá lánaði ég honum elsku MUSSÓ annaðslagið og þá minnkar olían nú "aðeins" hraðar en ef ég er að nota hann eingöngu og ég tók eftir því í gær að ljósið var  byrjað að loga ..vildi vita hvað það hefði verið lengi búið að loga ..til að vita hvort mér væri óhætt að treyna aðeins að fara og fylla á ....svo ég hringdi og les honum smá pistil , að vera tæma bílinn án þess að láta vita að ljósið væri farið að loga og sonurinn í símanum skilidi ekkert hvað ég var að æsast ...ég æstist nú bara enn frekar við það ... að hann skyldi ekki taka eftir  og skoða betur í mælaborðið þegar hann er að keyra af því mér fannst hann ekkert vita um hvað ég var að tala !!!! 

Elsku kallinn minn...Það var ekki von...því eftri smástund þegar hann komst að fyrir mér ....þá heyrist á hinum enda línunnar......" HELDURÐU AР ÞÚ SÉRT AÐ TALA VIÐ RÉTTA MANNESKJU? " Devil hahahahaha....þá fattaði ég að ég var að tala við RBR sem er í Reykjavík og hefur ekki snert bílinn síðan í jólafríinu ehhehe.... svo ég bauð honum bara góðan daginn og skipti um gír....og gleymdi svo að tala við hinn...fer svo á bílnum í vinnuna í morgun og ætlaði að taka olíu ...EKKI BENSÍN! á leiðinni heim ...en varð olíulaus!!!!!! en takið eftir EKKI VITLAUS...tók þessu með þvílíka jafnaðargeðinu..en hringdi samt í BR. og truflaði hann þar sem hann var staddur með vinum sínum að horfa á landsleikinn ... og sagði honum að REDDA ÞESSU...og skildi ELSKU MÚSSÓ eftir  og gekk heim ! 

 

Eins go ein góð vinkona mín sagði fyrir langalöngu..svo þetta er ekkert nýtt fyrir mér og sannar enn að fyrirsögnin passar ...Elsku Dolla mín! Þú og bílar eigið ENGA sAMLEIÐ!!!!! Bwahahahahaa... So TRUE!

 

 

Þetta er því það sem ég er að meina að ég breytist ekki...vegna fyrri reynslu af logandi olíuljósi  og dauðum bíl (músso) ...ætti ég að hafa lært eitthvað af reynslunni...eeeen...ég er ekki svo góð í þeim lærdómi .....og er því - EINS OG ÉG ER!!! 

Hasta la vista los todos amigos Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband