Gaman að heyra þetta :)

 Sá tvítugi hringdi í mig í vinnuna í gærkvöldi til að segja mér að hann væri að fara inn í Eyjaförð  til að fara í göngur í morgun... þegar ég kom heim af vaktinni fyrir miðnætti var hann ásamt vini sínum sem hefur mörg sumur verið í sveit þarna á bænum að leggja í hann....

Vinurinn semsagt margoft tekið þátt í göngum síðustu ár en minn maður í sitt fyrsta Smile fyrir utan björgunarverkið í njónum í fyrra.

Var að enda við að tala við smalann minn og hann segist aldrei hafa gert neitt jafn erfitt.... endalaust upp í fjall ..upp kletta ...niður kletta...upp aftur...mýrar og móar...segist ekki hafa gengið á jafnsléttu í allan dag Whistling 

Kindurnar ekkert alveg á því að þurfa kom heim í þessu góða veðri sem er núna og stungu stundum af upp í fjall aftur Tounge en hann  er núna að bíða eftir að verða sóttur á bíl sem festi sig í mýri og  björgunarsveitabíll er að losa  Woundering

Hann hlakkar nú mest til að komast úr gönguskónum, fá  kjötsúpuna sem býður heima á bæ og komast í sturtu og fá PLÁSTRA á allar blöðrurnar elsku kallinn minn... KissingÞað er ekki tekið út með sældinni að fara í fyrstu göngurnar sínar...segir þetta miklu erfiðara en þegar bjargaði kindum úr snjónum í fyrra ...

...en...alveg hellingur af kindum koma heim af fjöllum í dag og það var jú tilgangurinn Cool...blöðrurnar jafna sig eftir nokkra daga ....Flottur Bjarki minn, mútta gamla er  ánægð með þig og þú mátt vera það líka InLove

hér kemur smá sem ég sá á spjalli á feisbúkk hjá húsmóðurinni á bænum sem er að bíða eftir mannskapnum með tilbúna kjötsúpu þar sem hún svarar spurningu hvort hafi gengið vel:

"Jú ótrúlega vel held ég. Þó svona með venjulegum skakkaföllum.... vaðið í á... lenda í skriðu... fastur bíll... og uppgefinn mannskapur en jú þetta er puð en samt tekst að manna þetta á hverju ári... einhvern veginn"....

Hún segir hafa gengið ótrúlega vel að redda mannskap svona á virkum degi með mjög litlum fyrirvara...hefði bara vantað einn, þá hefði verið fullmannað... þökk sé vinnuveitendum og skólastjórnendum!

ÞETTA ER GAMAN AÐ HEYRA ...vona að hafi gengið vel allstaðar í öllum sveitum í smöluninni Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband