Beikonvafðar, steiktar eða soðnar?

 

Jááá...hvað er málið með þessa pylsugerðarmenningu á Íslandi í dag... sjoppupulla hjá mér er bara venjuleg  úr pylsupotti með öllu nema steiktum ... fyrir utan það að ég var nú bara ekkert að fara fá mér pylsu. Málið er að ég var að koma úr  heimsókn frá þeim sem er svo gott að vera hjá handan við fjöllin, dalina og heiðarnar... InLove

Birtist þar óvænt eftir skyndihugdettuna að drífast bara wonn, tú , þrí  og elska viðbrögðin sem urðu þegar hann kom heim úr og sá „ Drauginn"  í sófanum í stofunni ... hehe... LoL

En bara vegna þess að ég get ekki hugsað mér að gera flugfélaginu til geðs með að borga 20.000 kr. gjald fyrir eina 45 mín ferð í háloftunum ( myndi frekar leigja mér  þyrlu  útsýnisflug í hálftíma) .... en já...af  því ég vissi ekki um neinn sem var  að fara norður  fór  ég með straeto.is ....  GetLost

Bara frá Ártúnsbrekkunni í Mosó var bæði búið að skipta um rútu og bílstjóra .... Eins og sardína í dós lagði ég af stað áfram( skil ekki þetta með farþegafjöldann...hef séð þessa blá/gulu næstum  og alveg tóma hér og þar um landið )... jæja... eftir að hafa verið 1 og ½ tíma í Borgarnes eftir fullt af stoppistöðvum var nú stoppað og tilkynnt um stopp við Hyrnuna...nema ekki var talað um hve langt stoppið yrði... ég þóttist nú nokk viss um að það yrði í styttra laginu......sem reyndist RÉTT... Tounge

Ég hljóp inn til að pissa ( get ekki alveg hugsað mér að loka mig inni í wc-kassanum í bílnum, þó ég sitji nú alveg þar uppvið ....) en áður en ég hlóp aftur í bössinn fékk ég óviðráðanlega löngun í einn lítinn ís í brauði.... ( svo ég geti byrjað á „taka 8 eða 9 eða 10 „ í heilbrigða lífstílnum mínum þegar kem heim....Whistling

Ókei...ég sé að það er bara engin röð í afgreiðslunni hjá ísnum svo ég dríf mig þangað....unglingspiltur lítur á mig spurnaraugum svo ég segi „ Einn lítinn í brauði takk „ og brosti mínu breiða sem varð að mínu mjóa aðeins síðar Sideways   „já, bíddu aðeins „ segir pilturinn prúði.... fer svo að afgreiða pylsur til manns sem var við hliðina á mér og hafði víst verið búinn að panta þær en drengurinn hefur bara ætlað að vera svona skipulagður og vera bara ready í næsta kúnna eða hvað!... svo byrjar pylsuævintýrið...

Tek það fram að hann var sérlega natinn og vandvirkur við tiltektina á bréfinu og brauðinu og passaði að brauðið opnaðist vel og vandlega í sléttu bréfinu áður en hann byrjaði spurningaleikinn... ( tek það fram að allar sósurnar voru í sjálfsafgreiðslu).... „hérna, hvernig lauk má bjóða þér?".... „alla sem eru í boði var svarið...." hann einbeitti sér af miklum áhuga að dreifa vel úr hráa lauknum um allt brauð og upp á kantana svo þann steikta þar yfir....

welll...ég var farin að horfa örar út um gluggann að ath. hvort sá Blá/guli stæði enn til friðs úti... svo kemur næsta spurning..." Viltu hafa hana beikonvafða, steikta, eða soðna?".... Banditmaðurinn þurfti nú góðan tíma til að skoða úrvalið svo hann gæti ákveðið sig og endaði svo á að segja...." úr pottinum"  (semsagt bara þessar gömlu góðu sjoppupullu)...já...ekki minnkaði vandvirkni drengsins við að koma pylsunni fyrir ofan á lauknum og svo til að kóróna þetta var maðurinn að kaupa tvær pylsur og þá tók sama atferlið við með þessa nr. tvö!...

ég  að reyna hemja mig í þolinmæðinni.... (hef nefnilega heyrt um bæði ungan dreng og aldraða konu sem hafa verið skilin eftir í sjoppu þegar voru á ferðinni með straeto.is :P og því skyldi ekki vera hægt að skilja eina Dollu á ferðinni eftir líka) ...ég  leit enn aftur út um gluggann og sá strætó enn á sínum stað...þá er maður við endann á afgreiðsluborðinu að kaupa e-ð og bað svo líka um ís... þá kallar afgreiðslumaðurinn í pylsugerðarmanninn hvort hann sjái ekki um það bara fyrir sig? ... Jújú segir  sá ungi og klárar að græja pylsuna...spyr svo manninn með ísinn hvernig ís hann vilji!!!..

Þarna  var mín hárfína þolinmæði búin... Cryingog ég sagðist nú hafa verið á undan að biðja um ís!.... strákurinn  spyr þá hvernig ís ég vilji...þá kemur maðurinn sem var að biðja um HINN ísinn... „heyrðu góða ...ég er á undan , er búinn að borga fyrir minn ís!! „ ...Ég svaraði þá bara fullum Sporðdrekahálsi að ég hefði verið búin að biðja um minn ís áður en pylsuævintýrið hófst og ég væri að missa af strætó! hehe....þvílíkur ísslagur...ég fékk í gegn með frekjunni að fá minn ís á undan sem ég hafði svo ekki lyst á eftir að hafa frekjast þetta...en dríf mig í rútuna sem var eins gott, því  það var semsagt búið að skipta um bílstjóra ( sá þriðji síðan lagði af stað hehe... og hann var að loka hurðinni og leggja af stað... Shocking hjúkket, náði inn samt

Hefði nokkuð verið fréttnæmt hefði ég misst af strætó útaf einum ís sem ég hafði svo ekki lyst á !Alien hehe...bara spyr Wink

En get sagt það alveg án gríns að þrátt fyrir að vera  vel yfir 6 tíma hér á milli Rvk - Ak...þá er snilldarsannleikur í því að ég hef ALDREI!!! verið eins fljót á milli Staðarskála og Blönduós...og er bara mætt á Sauðárkrók í þessum töluðu..er búin að vera með nice music in my ears og skrifa þetta blogg þar sem netið er alltaf að detta út ...ætlaði að vera flandra um netheimana á leiðinni...en skellti í þetta blogg í staðinn um ís-slaginn vegna vandvirkni pylsugerðarmannsins... en ég efa það ekki að pylsurnar hafi verið djúsí og nkl. eins og sjoppupullur eiga að vera ...... hann stóð sig vel strákurinn
Smile

en ég er ekki alveg jafn ánægð með nágrannana sem verða með mér á leið til Ak héðan frá Króknum...tveir gaurar ANGANDI af vínlykt svo ég verð bara bílveik med det samme  ...gubb... gott að það er ekki svo langt eftir...bílstjórinn lofaði að virðum komin fyrir midnight Smile  hlakka til að komast heim að sofa ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahah, þú sko. Þetta er snilldar ferðasaga, eða stoppustöðvarsaga. Þú varst alveg í 100% rétti með að koma þínum skoðunum á framfæri. Hahahha

Anna Sigrún Mikaelsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 01:00

2 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

hahaha... já, þetta var bara snilld hehe...

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 20.8.2013 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband