Draumaráðningu takk

Fékk martröð í nótt í fyrsta skipti síðan man ekki hvenær svo ég hrökklaðist á fætur áður en klukkan hringdi  og fékk mér muy buenos café og  skveraði svo af  spurningunum sem mig dreymdi í martröðinni að ég hefði gleymt að gera (þarf ekki ða skila þeim fyrr en á mánudagskvöldið ...en er BÚIN að því , var að senda þær frá mér Grin ...þá er ég allavega ekki áhyggjur af því...nóg að taka af öðru!

í þessum draumi var fullt af fólki sem ég bæði þekki og bara kannast við og vissi ekki að væri í skóla, en ÞAU voru sko öll búin með þetta og í draumnum ...þá hafði ég ekki hugmynd um hvaða dagur né dagsetning væri Shocking...komst að því þegar ég talaði við þetta fólk alltsaman .... oboy!

En aðalmartröðin var samt ekki sú  að ég væri búin að missa 10% af einkunn vetrarins með þessu spurningarklúðri heldur það að  mig dreymdi konu sem dó nú í sumar...var á besta aldri en var með hræðilegan sjúkdóm sem ég óska engum að fá... Algerlega yndisleg kona og fjölskylda hennar öll....en í draumnum var hún bundin hjólastól  , alveg lömuð og ég ætlaði að fara með hana e-ð man ekki núna hvert ferðinni var heitið... og sem BETUR fer breiddi ég yfir hana gott og stórt teppi þegar ég var búin að koma henni fyrir ...því ég þurfti að gera e-ð smá áður en við færum af stað...það endaði úr smáu í stórt...því allt í einu var ég komin í fjallgöngu og svo sund  þegar ég mundi eftir henni , aleinni...úti..í hjólastólnum ...og gat ekkert gert til að bjarga sér!   Þetta var sko martröð að upplifa svona afbrot ...úffff...ég stökk uppúr lauginni og á spaninu til hennar... en þá var nú sem betur fer búið að bjarga henni og hún var ekki reið við mig einsog hún hefði með réttu átt að vera sko Blush ... En mikið var ég fegin að vakna og var ótrúlega fegin þegar ég vissi að þetta var draumur og eiginlega enn fegnari að ég var alveg með á hreinu hvaða dagur var og m.a.s. dagsetning hahaha Smile....  í draumnum var kominn minnir mig 23.okt...allavega tuttugasti og e-ð...einsog tíminn sé ekki nógu fljótur að líða.. en eins gott að vera vel vakandi þegar þeir dagar breasta á...eða hvað....

Og nú vantar mig draumaráðningu plís Halo

What‘s going on in my head !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Dolla mín :) Þegar ég var búin að lesa drauminn þinn þá fattaði ég strax að þetta hlyti nú að vera einn af þessum tíbísku kvíðadraumum, sem sagt mikill kvíði hjá þér sem þú ert ekki endilega búin að gera þér grein fyrir í vöku en brýst út svona í draumi, mjög algengt. En til öryggis þá kíkti ég í sálfræði-draumaráðningabókina mína sem heitir Draumar, að muna þá og skilja og er gefin út af virtum erlendum sálfræðingi. Sú bók er mjög góð og byggist ekki á gamaldags draumráðningum heldur sálfræðilegum og svo fylgja reyndar með ráðningar sem höfundur kallar dulrænar merkingar. En allavega þá reyndist mín tilfinning rétt, þetta er mjög líklegast ómeðvitaður kvíði sem brýst svona út í draumi og undirmeðvitundin að reyna að vinna úr honum. En mér finnst athyglisvert þetta með látnu konuna og að hún væri í hjólastól og á þinni ábyrgð á einhvern hátt. Ég held að hún gæti verið að vara þig við, sem sagt að benda þér á það að ef þú farir ekki að hægja aðeins á þér þá gætir þú yfirkeyrt þig, ekki endað í hjólastól eins og hún í draumnum en orðið það orkulaus að þér finndist þú varla geta komist um og gert einföldustu hluti. Eitt í viðbót sem ég fann í bókinni varðandi það að þér fannst þú bera ábyrgð á konunni í hjólastólnum, sálfræðimerkingin hjá honum er sú að einhver manneskja er að hengja sig frekar mikið á þig og ætlast til einhvers af þér sem er Ekki þitt að gera eða hafa áhyggjur af eða bera ábyrgð á. Mundu það Dolla mín að þú þarft að hugsa vel um sjálfa þig fyrst og fremst, hvílast vel, og reyna að koma í veg fyrir það að aðrir sjúgi alla orku úr þér eða ætlist til of mikils af þér!

Vona að þetta komi að einhverju gagni :)

Kossar og knús elsku vinkona :* :)

Ps. Notaður næstu frídaga sem þú færð í hvíld og góða næringu. Ég myndi líka mæla með því að þú farir í blóðprufu til að ath. hvort þig vanti einhver bætiefni/vítamín (segi ég við sjálfa hjúkkuna hahaha).

Elfa (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 15:27

2 identicon

By the way, þetta er frá Elfu. Sá hvergi nafnið mitt þegar ég las yfir bréfið eftir að ég sendi það svo ég ákvað að senda þetta til öryggis hahaha :)

Elfa (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 15:32

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ elskan. Tek algjörlega undir með vinkonu þinni, þetta er typiskur kvíðadraumur og samviskan er að plaga þig, þó svo þú þurfir ekki að hafa samviskubit yfir neinu. Þér er mikið í mun að standa þig vel en ert kannski of upptekin af því að hugsa alltaf um aðra líka, þú átt bara að hugsa um þig og drengina, hinir verða að bjarga sér, hjólastóllinn er bara þarna vegna þess að þú rakst þig á einn slíkan, hefur ekkert með það að gera að neitt komi fyrir þig, það tel ég ekki allavega, farðu bara varlega og hugaðu vel að eigin sjálfi, látna konan í draumi þínum hefur einfaldlega viljað minna þig á að við erum ekki eilíf og þú þarft að gæta þín og þó svo að þú teljir að hinir og þessir séu í þína ábyrgð, þá er svo ekki, það munu aðrir hjálpa til líka. Þetta finnst mér allavega.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.10.2012 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband