Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
27.11.2013 | 12:45
Rokhelt húsnæði
Hey! Halló! DJÓK???? ...
Nebb... þetta er staðreynd... það er ROK hérna inni hjá mér þó gluggar séu lokaðir... get svo svarið það... er að lesa og blöðin á stofuborðinu fóru af stað (borðið er á miðju gólfi , en ekki undir glugganum) ... og hárlagningin bara fer úr skorðum...ja, allavega ef ég hefði verið búin að greiða mér í dag...er með miss.Grumpy með prófljótuna og lít ekki í spegil í dag ... en án djóks semsakt, þá kemur bara smá stormstrókur eina hringferð um íbúðina í hverri kviðu, get svo svarið það ....
Endilega bara hækka húsaleiguna um önnur 12% á einu bretti eins og í haust ef hún heldur ekki vindi ...en vatnshelt hérna allavega ennþá...það er alltaf e-ð gott við alla hluti .... en í svona mest óþægilegu veðri sem ég veit, af einvejrum orsökum er mér og hefur alltaf verið svo illa við svona rok og þoli illa svona hvin sem smýgur í gegnum mig ... þá sakna ég þess að hafa fang til að halla mér að og faðm til að halda utan um mig og passa mig"
Annars er ég gúddý sko .....
Svo einn góður til að brosa að hér:
Vinir eru eins og jólasería!
Sumir eru svolítið bilaðir aðrir eru bara alls ekkert að virka !
Sumir gefa manni stuð, einn og einn blikkar bara og svo eru þeir sem lýsa upp daginn þinn
Ég er svolítið"biluð,- en virka samt og vonandi lýsi stundum upp dagana hjá sumum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2013 | 10:02
Virðing og von...
"Sérhver einstaklingur hefur sína eigin verðleika og stolt og sérhver manneskja á það skilið að vera sýnd virðing. Virðing er gríðarlega mikilvægur þáttur, sérstaklega innan geðheilbrigðisstofnunar."
Virðing: er heilmikil pæling ... ætti að vera GRUNNGILDI innan heilbrigðisþjónustunnar" (tekið upp úr glósum í GHJ)
Er einhver sem vill mótmæla þessu...Nei hélt ekki, en hjá mér verður "Geðveikur" dagur í dag - Allavega er geðhjúkrun lestur dagsins og líklega næstu daga líka Ef eitthvað er sem hefur komið mér mest skemmtilega á óvart í mínu námi... (Heilmikið auðvitað sem hefur komið á óvart ) ... en þá er það geðhjúkrun og allt sem snýr að henni. Þetta er gríðarlega áhugavert og ég skal viðurkenna mína eigin fordóma í garð þessarar tegundar sjúkdóma ...(þó ég sé nú sjálf með ADHD og þekki stórskemmtilegt fólk með hinar ýmsustu raskanir ) ..sagði t.d. við sjálfa mig fyrir mörgum árum eftir að ég útskrifaðist sjúkraliði að ég skildi sko ALDREI fara að vinna á geðdeild! Þarna koma strax fram fordómar sem byggjast á fáfræði einni saman ( Það var ekkert eða mjög lítið kennt um slíkt í mínu námi í sjúkraliðanum, en nú í hjúkruninni er þetta strærsti áfanginn (10 einingar)
En nú verða geðveikir" dagar framundan hjá mér í próflestri í þessum fræðum - bara varð að koma þessu að því mér finnst þetta með VIRÐINGUNA koma okkur öllum við ...hvar sem er - hvenær sem er- við hvern sem er og alls ekki síst, sýnum þeim sem eru niðurbrotnir og búnir á sál og oft líkama VIRÐINGU og gefum þeim VON Þar sem er von..er hægt að halda áfram.
Öhm... ef einhverjum finnst ég vera orðin einum of núna þá er það bara sama gamla skýringin: ég er snarskrítin oft á tíðum og stór"biluð á margan hátt... en mér finnst ég heppin að fá að vera ég og geta tekið því sem gerist ...sem er auðvitað margt og mikið eins og hjá öllum...en því miður svo allt of mikið af fólki sem höndlar ekki það sem á dynur vegna síns sjúkdóms sem er alvarlegri en margir aðrir sjúkdómar ... og nú er ég farin að lesa mér meira til um þetta allt saman ...spennó
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2013 | 20:07
Fólkið í Blokkinni
'OMÆ....
GAAARG!!! ..... Get svarið það að ég hélt að væru þessar brjálæðislegu frygðar eða fullnægingarstunur frá kk. á efri hæðinni og átti varla orð yfir látunum og var að missa andlitið ... ehhhh.... þegar ég komst að því að þetta er frá BORvélinni hans hahaha... jamm...Borvél..kannski má túlka það á meira en einn hátt...veit allavega ekki í hvað hann var að bora eða með hverju ... Hvað þá hvernig er borað í svona takti eins og hann gerði , en held það hljóti að vera e-ð erfitt því hann var pottþétt að stynja með þessu, ég er ekki aaalveg gaga ...
En eitt er víst... Það er fjör að búa með Fólkinu i Blokkinni sko! Allavega hér af efri hæðinni því sum hljóðin sem þaðan koma oft á tíðum að ég get ekki ímyndað mér hvað er á seyði ! Kannski maður laumist í að fá spaugstofumenn til að lána mér njósnagræjuna sína þegar forvitnin tekur öll völd ...
.... Annars bara over & out ... er farin í prófalestur tu-tu! Oooog eitt enn.... Njótið þess að vera til ALLTAF... y know why
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2013 | 17:16
Vetrartíð
Ég sit við gluggann og horfi á myrkrið taka yfir svo snjókornin verða ekki jafn sýnileg í gegnum glerið.... Ljósið kveikt og tendra á kerti því nú er maraþonvika í ritgerðarvinnu..... Jamm, er lifandi Didda veit ég var búin að lofa smá bloggi meðan var i burtu ...sorry.
Búin að vera í sumarfríi síðustu sex vikurnar í 100% vinnu í verknáminu sem var afskaplega lærdómsríkt á báðum stöðunum sem ég var á , bæði sá, upplifði og heyrði svo margt sem ég hef ekki séð , upplifað og jafnvel ekki heyrt áður og mun alltaf búa að sjálf sem mín eigin persóna og ekki síður sem hjúkrunarfræðingur .....
Var í dekri hjá mínum kærasta og besta allan tímann...það sem þessi maður gerir mikið fyrir mig bara með því að vera til og vera hann sjálfur er heppin og veit af því ....er samt strax farin að sakna hans.... En var nú sko líka farin að sakna sonanna tveggja heima og var gott að sjá þá þegar sóttu mig á völlinn og koma heim til þeirra...Fékk samt að hitta þann elsta nokkrum sinnum Það er semsagt "Back To Real Life Now" með ritgerðarvinnu , fyrirlestrum , vinn, heimilishaldi og mjög áríðandi vinkonuhittingi very soon, en ekki samt fyrr en eftir næstu helgi þegar verð búin að losa mig við stóru ritgerðina og ekki byrjuð í prófalestrinum...Líka mikilvægar vinkonur aðrar sem ég verð að fara hitta og sjá....
En já, heyrði lagið Vetrarsól með Bó og fannst það í stíl við veðrið á Íslandi þessa dagana ...alltaf verið mikið uppáhalds hjá mér síðan ég heyrði það fyrst og fann í tölvunni hjá mér nokkarar vetrarmyndir frá Akureyri , aðallega síðan í fyrra og hittifyrra, en líka nokkrar gamlar og góðar ....
Blogga ekki næst fyrr en eftir próf nema e-ð stórkostlega "Dollulegt" komi upp.... sem reyndar er alltaf að gerast ehemm...brussu og seinheppnisgangurinn hefur ekkert yfirgefið mig svo ég hef ekkert breyst og er ennþá þessi asni sem skrapp aðeins frá ... kannski kem með söguna frá augnbrúnalituninni ... eða þegar fór með "gallaða" kvittun í World Class til að fá nýja hehehe.... kræst Sjáum til about that ... Over & Out...Hasta la vista...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)