Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Transcription - Translation

 ÓMÆGAD!....

Nú fyrst er ég farin ða hafa smá áhyggjur af sjálfri mér ...vantar einhvern til að túlka það sem ég ætla nú að skrifa ...afrita og þýða ...Crying

Er semsagt búin að vera lesa  sögu hjúkrunar...allskyns kenningar í hjúkrun...heilbrigðis reglugerðir ..hjúkrunarsiðfræði og lög og allt eftir því ...EEEN...ER svo að lesa eina fyrirsögn  þar sem ég las "SJÁLFSFRÓUN" í hjúkrun! Shocking...Varð nú eiginlega smá klumsa og las þetta aftur ...og hverjum kemur á óvart (af þeim sem þekkja mig allavega) að ég las auðvitað kolvitlaust...því þarna stóð með þessu fína letri SVART á HVÍTU " STARFSÞRÓUN" í hjúkrun...Cool

Somebody..HELP!...einhver sem vill segja mér  hvað heilabúið mitt er að hugsa og hvernig og HVAÐ á ég eftri að lesa út úr prófspurningunum sem verða nokkur hundruð??? 

Á sko eftri að lesa svo miklu  meira og mun flóknara en þetta ...gaman að vita  hvað heilinn minn verður hugsa um þá...vonandi meira um það sem skiptir máli fyrir næstu 3 vikurnar... hitt get ég leyft mér að hugsa um endalaust í fríinu ! Sideways

Jæja, áfram heldur lesturinn um hið margbrotna hjúkrunarstarf og ÞRÓUN þess Whistling


SK án lyfseðils sem virkar STRAX og VEL

Hvað gerir maður ekki  til að bjarga því sem bjargað verður úr þessu ? ....

ÞAð var bara ekki orðið alveg eðlilegt hvað ég var oðin e-ð T....leg...er ekkert að grínast með það að ég  komst jú alveg á fætur en var varla komin í skólann þegar augnlokin urðu þung...þau urðu þyngri...og þyngri....Shocking Var farin að halda að einvher væri að æfa sig í dáleiðslu á mér....Koffín skammtarnir orðnir 2faldir í hvert sinn og oftar en áður en ekkert dugði.......

 Og Þegar ég var oðrin þannig að ég varð að leggja mig  og Sleeping á miðjum degi og lét það eftir mér...fóru nú að kvikna á viðvörunarbjöllum...var að slá unglingnum við í þreytu og svefnþörf...ÞRÁTT FYRIR NÆGAN NÆTURSVEFN Pinch...þá hvarflaði nú alveg að mér að far til læknis og biðja um slenprufugreiningu...það hlýtur að vera til þetta orð...allavega skilst það nú vel ......

Var svo í miðjum líffærafræðitíma fyrir stuttu  þar sem var verið að fjalla um heilann og öll hans undur og stórmerki ....( skil núna hvað ég er stórmerkileg auðvitað) Wink þar á meðal Stúku( sem ég tók eftir að  hefur  afskipti af t.d. TILFINNINGUM ( ég er tilfinningaríkasta vera jarðar stundum Whistling allavega DRAMA QUEEN...), MINNI ( ég er með gleymnari verum sem ég þekki..), og ÞEKKINGARÖFLUN ( ég er nú aldeilis í þekkingarleitinni miklu þessar vikurnar og mánuðina), ...þannig að... mér var hugsað til þess hvernig  eða hvort væri nú ekki hægt að virkja akkúrat þessa stöð W00t og svo kom spurning  úr salnum til kennara þegar komið var að Uppstúkunni, En hún stjórnar eða hefur áhrif á"lífsklukkuna" þ.e. stjórnar svefni og vöku...þá fékk kennarinn spurningu hvort væri ekki hægt ða virkja hana betur ..þ.e. þann hluta sem  heldur manni VAKANDI!  Cool...kennarinn sagði að það væri að öllum líkindum hægt með lyjaáhfrifum og nefndi þekkt dæmi ..t.d. læknanema og fl. sem tóku amfetamín í stórum stílum í prófatíðum og þurftu þar af leiðandi ekkert að sofa...en hvað gerist svo?

 Jú kennarinn benti okkur á það líka að það væri nú ekki þess virði þar sem það gæti aldrei endað öðruvísi en illa....og  því trúi ég líka en akkúrat þarna í þeim töluðu orðum ákvað ég að fara í næsta apótek eftir skóla.......Happy

 Þar bað ég um það STERKASTA- KRÖFTUGASTA-FLJÓTVIRKASTA ......sem til væri við sleni  ( ÁN lyfseðils) og jú ekki stóð á svarinu : EXTRA STRONG RAUTT EÐALGINSENG Devil  .......OG .....ÞAÐ VIRKAR!!!! Nú hef ég sko nógan kraft til að halda mér vakandi allan daginn ...sem er auðvitað eðlilegasti hlutur heims...eða hvað? Á Spáni er nú tekin siesta og það finnst mér vera eðlilegt InLove ...svo nú er að  vita hvort þetta virki bara fyrir  Uppstúkuna eða hvort stöðvarnar í Stúkunni sem mig langar gjarnan að virki aðeins betur hjá mér græði á þessu líka  ....

ÉG má samt þakka fyrir að sofna  fyrir nóttina ............En allavega...Nú eru sko EÐALginseng  dagar hjá mér  og verða  næstu vikurnar ...Say No More 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband