Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Hvar endar maður eiginlega ef þetta heldur áfram?

Ekki mikill bloggtími verið hjá minni undanfarið og er það reyndar ekki núna heldur en  ætla samt...bara rétt til að koma að smá sögu af bókasafninu í skólanum, nánar tiltekið lesstofu þar.

ÉG semsagt var voðadugleg  í gær, búin í skólanum um hádegi og fór ásamt 2 skemmtilegum  í mat ( namminammi góðu TÓMATSÚPUNA- sem ég veit að ég fer og fæ mér aftur næst þegar hún verður í matinn! mmm...var sko kengur í henni ) ..já alveg rétt..ég var ekkert að fara segja sögur úr mötuneytinu...sagan hefst á næstu hæð, á bókasafninu Tounge...ég búin að finna mér minn bás...  en lesstofan er útbúin svona básum /hólfum  í nokkrum röðum og ég fer alltaf alveg inn í innsta bás...samt ekki alveg inn í hljóðlátasta hornið bak við GLERHURÐINA... fyrstu raðirnar eru með tölvum en hitt bara tómir básar þar sem þú getur haft þína eigin tölvu ef vilt.

Einmitt , ég er búin ða dreifa vel úr mér (sæmilega rúmgóðir básar ! ) og tilbúinn í "lærið" og ákvað að ná mér í einn tvöfaldann (kaffið mitt)- ekki verið mál hingað til þó maður skjótist aðeins frá dótinu sínu sem var með frekar miklu sniði þennan dag - talvan, bækurnar, fullt af ljósritum og grifflurnar mínar taskan og úlpan...ég skaust bara til að ná mér í kaffi Wink

Þegar ég kem svo til baka í minn bás....snarstoppa ég, smá ringluð eða bara dáltið mikið ringluð, því básinn var galtómur! ég kíkti aðeins í básana í kring og spurði svo eina hressa sem er oft að læra þarna á svipuðum tíma og ég og spurði hana hvort hún hefði séð einhvern koma og taka dótið mitt...Hún bara hin saklausasta sagði neiHalo og ég spurði hana þá hvort stelpurnar (þessar skemmtilegu í mötuneytinu sem skruppu í búðarráp eftir matinn ) væru komnar ..hefði svooo þokkalega trúað þeim til að prakkarast smá , þessir englar HaloHalo en nei ekki vildi hún kannast við að þær væru mættar og ekki hin heldur sem hlustaði í forundran á þetta skrítna samtal. Þær sögðust svo báðar hafa verið búnar að vera þarna í meira en klukkutíma og ég hefði nú bara ekkert verið þarna !  Þá hélt ég rétt sem sneggvast að ég væri ekki alveg í lagi.....víst er ég í lagi..jú víst..hélt samt í smástund ða ég væri það ekki, því ég mundi nú líklega hvar ég er vön að vera og dreifa úr mér.

Þær spurðu hvort ég hafi ekki bara verið við hina röðina? ég hélt nú ekki og gáði samt og viti menn..alveg  rétt hjá mér ..þar var dótið ekki heldur og  við hinn steypta vegginn í endanum er þetta tölvusvæði sem ég fer aldrei í svo ég þurfti nú ekkert ða gá þar.....þá spyr hún mig aftur þessi hressa sem ég var nú farin að gruna um græsku hvort ég hefði ekki bara farið alveg inn ..þarna í básana bak við glerið og ég  hélt ekki en var samt farin að efast um athygli mína þennan dag og hugsaði að það gæti bara alveg verið að ég hefði farið alveg þangað ..þar sem ekkert hljóð má heyrast  - og loks þegar ég komst þangað inn..hamaðist á grey glerhurðinni eins og rennihurð...hún var e-ð svo þessleg..sá hvergi neitt handfang til að opna hana  sem var þó á ákv. stað og ég komst inn...þá sé ég þessa hressu  komna úr sínum bás og var að  springa úr hlátri og benti mér með handahreyfingu að koma fram ...þá var é gnú búin ða fá það staðfest að það var hún sem var "púkinn " hahaha....hún sagði við  mig " You just saved my day" og  læddist svo  með mér að básnum hjá tölvunum og spurði ..er þetta ekki dótið þitt? og þar var það allt nákvæmlega eins go ég hafði sett það auðvitað og sama fólkið í básunum við hliðina!!! ER þetta hægt? Ég bara spyr.....

 

Við gersamlega fengum hláturskast á safninu þar sem á að vera hljóð og ég auðvitað færði mig og mitt hafurtask í "minn " bás í endanum ..hjá þeirri hressu og við vorum  alltaf að reka upp rokur  með reglulegu millibili ...svo þegar ég mætti á "réttan bás " í morgun , var hún á sínum stað og það þýddi annað kast hahaha......

'I skólanum er svo gaman  Grin  þar við skellihlægjum saman ....

 

                

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband