Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Er þetta HÆGT ?

JAHÁ!...

Ég bíð enn eftir svari frá þeim....þessi útreikningur hlýtur að miðast við einstakling..ég er skráð einstæð með eitt barn( þó sé með tvö á heimilinu sem eru í skóla en það eldra of gamalt...Það er miklu ódýrara auðvitað að gefa honum að borða núna í vetur  eftir að hann varð 19 ára Woundering ).. ok..en þegar ég deili upphæðinni sem ég fæ í lán frá útreiknistofu þeirra hjá LÍN á 9 mánuði...fæ ég 134.400 !!!  rétt um 600.000 fyrir hvora önn!  Djókið í þessu að það skuli vera hagstæðara að vera á bótum ! ..ÉG er ekkert enn búin að kyngja þessu , bíð eftir svari , þeir þurfa "smá" tíma til að svara, 5-10 virka daga segja þeir Wink ÉG er svo þolinmóð og bíð svo blíð Halo  Ég fæ ég ekki námslán yfir sumarið ..eðlilega ekki, en má samt ekki hafa nema 750.000 kr. í árslaun til að skerðist ekki lánin!!! Og það er enginn að segja að þetta sé styrkur eða bætur...mun borga þessi lán  með fullum vöxtum og verðbótum Shocking Hver getur borgað húsaleigu og það sem henni fylgir  fyrir utan allt annað sem þarf að borga  fyrir þær krónur?? Ekki ég allavega , þessvegna vann ég meira..ekki til að hafa afgang..nei til ða geta borgað sem ég ÞARF ..og manni er refsað fyrir það.. Ætla að fara tékka á örorkubótum bara... með fullri virðingu fyrir þeim sem eru á þeim með réttu... en  legg ekki út í þá sálma meira hér í augnablikinu ...Grrrr...VAr búin að róa mig niður eftir sjokkið á mánudaginn...en skapið rauk aðeins upp aftur við að lesa þetta hehe... OK..  dagurinn ekki alveg ónýtur samt ..gekk super bra í prófinu í morgun Grin og  ætla að vera sátt með það  a.m.k. meðan bíð eftir svari Cool

 

  www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/30/namslanin_toluvert_laegri_en_baetur/

 

Og smá promiss... Skal ekki koma með svona tuðablogg aftur  ..allavega ekki alveg strax  Whistling

 

 

 


Endurfædd og er Betri en ný

Þá er hún komin til mín aftur þessi elska...og það var ekki seinna vænna... þar sem skólinn byrjar á mánudag og þá verðum við báðar að vera ready for djobb Smile 

Að vísu var hún pínu fúl við mig eftir svona langan aðskilnað og það að ég skildi ekki bara getað sætt mig við sig eins og hún var svo hún neitaði nú bara að láta "ljós sitt skína" þegar ég tóka hana svona glöð uppúr töskunni og sá hvað hún leit vel út... Búið að pússa hana og shæna svo hún leit út alveg eins og ný, en ég varð auðvitað að fara með hana aftur og þeir skildu nú ekkert menirnir í búðinni..hvað þá   blessaði tölvudoktorinn. Þeir fá hrós dagsins frá mér fyrir þjónustulipurð ...örugglega hugsað" er nú kéllingin mætt enn og aftur ..

Tounge en ég sagði þeim að það væri bara svona svaka gaman að koma þarna til þeirra ..gæti bara ekki slitið mig frá þeim og þeir bara brostu sínu ljúfasta og dr.opnaði tölvuna og kveikti...og hvað haldiði???  Jú, það var ekkert annað en að hún startaði sér á no time..aldrei séð hana svona hraða áður...  svo ég sagði að það væri greinilega ekki sama hver klappar henni...(skil það reyndar vel því ég er reyndar þannig líka...mér er ekkert sama og vil ekkert að hver sem er klappi mér eða strjúki Whistling en síðan er hún ekkert nema blíðan og gerir allt sem hún á að gera og þarf ekki einu sinni að hugsa sig um ...svo eins og ég sagði..hún er sko miklu betri en ný þessi elska InLove...þar sem hún var aldrei í lagi þegar hún var það ...ný semsagt Wink

 En meira af viðgerðinni.... ÖLL gögnin mín sem voru allar myndirnar mínar...öll gögnin úr skólanum síðan í fyrra...ljóðin mín sem ég hef dúllast við en ekki komið frá mér enn....lögin og það sem fylgir ipodinum og just name it...allt bara ...þeir afrituðu það og settu í tölvuna aftur án þess að ég þyrfti að borga krónu fyrir...  Svo NÝHERJI fær sko hrós dagsins fyrir Alemnnilegheit, þjónustulipurð, sanngirni, ábyrgð sem er ALVÖRU( ný 3ja ára ábyrgð á harða diskinum t.d. ) ...á mörgum stöðum þarf að borga aukalega nokkur þúsund fyrir klukkutímann til að fá afrit af gögnum sínum Woundering 

Takk strákar mínir ég mun halda áfram að versla hjá ykkur hér eftir ef þarf á tölvubúnaði að halda Grin

En svo alveg að allt öðru..þá átti ég svo notalegt spjall í gærkvöldi og leið svo vel fyrir svefninn o genn betur þegar ég vaknaði enég steinsvaf og man ekki einu sinni brot úr draumunum mínum, sem yfirleitt eru svo ÝKTIR og FYRIRFERÐARMIKLIR að ég er oft útkeyrð þegar ég vakna...  en some friends are friends forever ..sama hvað langt líður milli .. Takk fyrir  spjallið Cool  


"fæðingargalli"

Þá er ég búin að fá fréttir af "sjúklingnum" mínum sem er búin að vera í rannsóknum og í ljós kom að hún er með "fæðingargalla" sem útskýrir af hverju hugsunin í henni var alltaf svona slow...very slow ...og þeir sem þekkja mig vita að þá er ekki von á góðu, þar sem ég þarf að láta hlutina gerast NÚNA eða ekki Cool ...eins og stundum í skólanum í fyrra..þá tók hún uppá því að ræsa sig annaðhvort ekki nema láta skjóta sig niður  fyrst  eða vera hálfan tíma að vakna ...þá var nú orðið lítið gagnið af henni þann hluta fyrirlestursins ...og tæknivædda ég sem aldrei áður hafði átt fartölvu og varla snert  slíka hélt bara að ég kynni bara ekki nógu vel á hana og væri sálf  e-ð BILUÐ!

ÉG!!!! ónei...það er ég nú aldeilis ekki og svo langt í frá Halo En nú hlakka ég til að fá hana eldspræka og til í allt...sérlega þar sem ég verð líka miklu sprækari en í fyrra svo við verðum að haldast í hendur og það verður þá frekar hún sem mun skjóta mig niður þennan veturinn heeh.102906437-260x260-0-0_lenovo_lenovo_thinkpad_edge_13_0217_core_i3_380um.jpg..

kemur í ljós..en ég ætla að vera frk. ofvirka núna..Já Komiði blessuð og  Góðan Dag Smile

En semsagt..þá kemur alltaf að því að maður sé heppin og í þessu tilviki er ég það þar sem þessi sjúkdómsgreining gerir það að verkum að "sjúkratryggingarnar " ná yfir heilaígræðsluna  ...en hefði þurft að skipta um hjartað þá þyrfti ég sjálf að borga þessa sjúkrahúsdvöl og viðhald og uppihald.... Wink og við verðum aftru saman verý sún ...Virkilega farin að sakna hennar Lenovo minnar InLove

Þá er bara að fara gera tékklista og merkja við fleiri Lucky atriði sem þurfa að gerast hjá mér núna á næstunni ...Frestunaráráttan búin að fá að stjórna AÐEINS of lengi eins og stundum áður  ....En þá tek ég í taumana  og fer af stað..gobbedígobbedígobbedígobb......with no horse samt...Ííííhaaa ! Tounge


Það borgaði sig þá að vakna

Buenos dias los todos amigos u amos Wink

Það er nú gott að vita hvað borgar sig að vakna SNEMMA!!! Ekki eins og undanfarna morgna þar sem maður var að dúllast við að vakna langt frameftir því það var svo gott að kúrast...held reyndar alveg að mér hafi líka eða hefði (ef ég hefði ekki ruslast framúr fyrir allar aldir) þótt gott að kúrast í morgun líka nema það beið eftir mér verkefni sem ég er nú búin ða hafa næstum sumarið til að klára.....Sideways já ... ég veit.. það er rétt.... en tímastjórnunin mín er nú ekki alveg alltaf  þannig að hún fari eftir réttri röð endilega.. en oftast samt þannig að það sem á að klárast..það KLÁRAST sko ! ...bara hefði t.d. verið gott að hafa klárað að setja rennilás í peysuna sem er löngu tilbúin ..nema lásinn...í í gær kannski í síðasta lagi því ég vaknaði kl. 6 í morgun ..þó ég hefði mig ekki á mínar tvær fyrr en að nálgast sjö...til að setja blessaðan lásinn í sem tók mig svo enga stund auðvitað...þessvegna hefði ég betur verið búin að því ....en málið er að ég hélt að hún(lobban) færi með fyrstu vél í morgun( hún er á leið í langferð) ...en sumir ..nefni engin nöfn nú frekar en áður hehe....létu mig ekki vita hvenær ég ætti að koma með hana svo hún bíður alveg ready og falleg eftir næstu ferð sem er eftir viku ( svo stopular ferðirnar hér á milli sko )..... en kannski munar ekki svo mikið um viku þegar heilu mánuðirnir eru liðnir hvort eð er Tounge

En ég er allavega komin á fætur og búin að drekka kaffið..DOBBLE strong! og ætti að vera að verða ready to run..run..run...ruuuuuunnn...með hlaupaskvísunni minni af því frestunaráráttan gerði það að verkum að ég vildi frekar sælast en strita í gær...úbbsss...það kemur í hausinn á mér núna... því ég VERÐ að ruslast í það einmitt núna fyrir hádegi í dag...og svo langt hlaup ( á mínum mælikvarða) um helgina...og þá er bara vika í blessaða 10km Hvatvísishlaupið mitt sem ég er löngu farin að sjá eftir að hafa skráð mig í haha Devil....eeeeen...ég stend allavega við það sem ég segi ..og geri það sem ég segist ætla gera...sem er meira en sumir sem ég kannast við..en þar sem það hefur bara þrátt fyrir allt komið mér til góða..á annan hátt  en ég átti von á kannski...og því er það ekkert nema jákvætt þegar upp er staðið eins og flest annað sem manni finnst svo sárt og erfitt og fattar ekki tilganginn fyrr en síðar.... 

En þar sem minn fattari fattar ekki allt endilega á réttum tíma.... þá bíð ég ÞOLINMÓÐ eftir   að hattur og Fattur fari á kreik....Whistling Fattur mun  nefninlega koma þessu til skila .....Cool

og eins þar sem helgin fór dálítið mikið öðruvísi en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér ...þakka ég mínum Sæla  að ég hafi komist í gegnum hana ( ekki viss hreinlega að mér hefði tekist það vel annars)..Setninginn TRAUSTUR VINUR, GETUR GERT KRAFTAVERK á hér vel við...því segi ég það alveg sammála einum sem ég þekki...að það eru ástæður fyrir öllu sem gera mann að því sem maður er... Fattur á bara eftir að útskýra sumt af því betur  Blush

Hasta la vista! Gúddbæ! 

 


Hrunið á heimilinu.....

Þar kom að því ða maður verður var við "hrunið" hér á þessum bæ Errm

hver talvan á fætur annarri bara hrunin eða í það minnsta fársjúkar.... fyrst fór nú heimilistalvan en það er nú langt síðan og hún fór aldrei á sjúkrahús sökum elli... fékk bara hvíldarinnlögn í óákveðinn tíma og hvorki hún né aðrir heimilismeðlimir hafa látið sér  detta í hug að hrófla við hvíldinni.....HVÍLD ER GÓÐ! Vona að ég eigi eftir að læra það einhverntímann Smile

svo fór nú talvan hans Bjarka míns.... hún var í ábyrgð og það var harði diskurinn sem fór og henni var reddað í ábyrgð sem var nú gott og blessað Smile...er einmitt í henni núna svo hún svínvirkar fínt ...

Þá var það P3 talvan ...allt í einu er ekki hægt ða kveikja á henni ...og þar af leiðandi gerist ekkert annað í henni heldur... það er nú komin sjúkdómsgreining á þetta ...ekki spyrja mig samt hvað það heitir...en þeim sem finnst dýrt að opna munninn hjá tannlækni ættu ekki að segja neitt því það kostar næstum 20.000 bara að láta kveikja á blessaðri græjunni...svo hún er komin á hvíldarheimilið með gömlu heimilistölvunni... líka í óákveðinn tíma..allavega svona þar til happdrættisvinningurinn verður hærri en 15.000 kall einsog sidst Blush...neinei..ég er ekkert vanþakklát...vil samt bara fá almennilega vinninga þegar ég vinn e-ð á annað borð ....Halo

Og til að kóróna þetta nú ...þá er mitt hartfólgna viðhald og minn besti vinur  Heart allavega enn sem komið er.... en það er  mín Think Pad (lesist Think BAD)... game over...eða svo nálægt því...en þrátt fyrir að hún hafi fengið sérfræðinga treatment og álit og það á fleiri en einum stað ...finnst ekki sjúkdómsgreining á hana... en hún var samt lögð inn í þriðja sinn til frekari rannsókna þar sem við báðar bíðum og vonum að finnist nú lækning..eða allavega að hún komist í hjartaeða lungna ígræðslu..eftir því hvort kemur í ljós ... Doktorinn sem skoðaði hana áðan var nokkuð sammála sérfræðingunum sem er búinn að skoða hana áður og vildi leggja hana inn...  Hún hefur reyndar alltaf verið ansi slow...tooslow fyrir mig blessunin ...en ég hélt alltaf að það væri bara af því ég hugsa stundum alltof hratt Whistling...en sérfræðingurinn var alveg sammála..sagði að hún væri alltof lengi að hugsa...hvað þá þegar hún bara hættir ða hugsa ... 

Allavega er hún ekki nothæf né dugandi fyrir skólastelpuna mig  og verður því á spítala þar til lækning finnst sem verður að vera áður en skólinn byrjar og það stenfnir nú alveg í það þar sem þetta eru reyndir og góðir doktorar í þessum málum...svo hún sleppur við hvíldarinnlögn..fór beint á bráðadeildina núna og spurning um göngudeild á eftir , en líklega fær hún að koma beint heim af því e´g er nú sjúkraliði og hjúkkunemi og lofa að hugsa vel um hana eins og alla þá sem ég tek að mér í  umönnun  InLove

að öllum líkindum mun ég ekki halda meira framhjá henni hér í blogginu ...þessvegna kemru ekkert blogg fyrr en hún kemur heim  og búin ða jafna sig...ferskari og sneggri en nokkurntímann ...verðru nú ekki amalegt  þegar hún verður komin í takt við mig ...íha!!!

.... mínir gaurar eru út um allt land..Sá elsti kominn í Herjólfsdal ...Heart...Sá næsti verður hér heima á einnimedollu.is...semsagt heima hja´múttu sín hahaha....Heart...og sá yngsti a´Mýrarboltadrullumalli fyrir vestan ..Heart...og allir skemmta sér mjög vel ...... Það mun ég gera líka ...þarf samt að næturvaktast ..en samt hægt að vera til ...

Njótið helgarinnar allir saman nær og fjær............


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband