Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Nóttin

Svo hljóðlát...Svo stillt...samt betra að sýna aðgát...svo verði ekki villt...

Ekki samt allir á nóttunni  sofa...   Mávarnir sér á MA túninu leika...Langar að vita hvort þeir mér lofa... að breyta þeirra lit, vil hafa þá bleika...InLove

 ÉG horfi á trén þau stara á mig á móti...

ÉG hlusta, því þau  til mín hvísla...

ÉG sé þau fyrir mér skreytt  allskyns jóladóti...

Ég heyri líka að  tístir ein lítil en falleg hrísla...

 

Svona  er  hún hér nóttin....kyrr - falleg - alveg hljóð!

 

 

 


ÉG BARA SPYR

Er sumarið búið ...

Er komið haust ...Woundering

Skil ekki hvert það hefur flúið...  

né hvert það skaust...........Pinch

 

ÉG vona að komi nú aftur fljótt...

Sólin og hitinn til baka...Cool

Þá fer ég  í fjallgöngu ansi skjótt... 

eða í skóginum læt til mín  taka .......... Whistling

  Say No More !

 

 

 

 


Sábado

Er innanum fótboltagaura sem bíða spenntir eftir LEIKNUM!!

Aldrei eða allavega sjaldan sem  mig skortir gaura hér í kringum mig  á þessu heimili en bara gaman að því  Wink flottir strákar allir saman, En   Man united mennirnir ansi samt meira spenntir heldur en sá sem er púllari Tounge... en spurning hvað ég  held mig lengi innan um  þetta allt saman eða hvort ég fái ekki meiri útrás með að fara út að hlaupa Happy  

 Annars fór ég í vinnuna í mrg. Alltaf gaman og gott að hitta fólkið sitt efir langt frí og fór  svo á FRÁBÆRA Vorsýningu hjá Point dans studio ..virkilega flott sýning hjá þeim ..margir hópar á öllum aldri.  

Kvöldið alveg óráðið enn, en allavega verð ég með réttu ráði  ...

 

Áfram  Devil  Rauðu Djöflarnir ......    Say No More.is

 

 


Nú það virkar ekki lengur...

en þá er bara annað :)

Que suerte !

Það var nú ekkert nema heppnin sem skall á þetta heimili í gærkvöldi en nú er minna en 2 vikur í Eagles !! újé W00t  En málið var að  ég var aldrei búin að sækja eða láta senda mér miðana sem biðu bara eftir  því að verða sóttir...svo elsti sonurinn sem á reyndar einn miðann  sótti þá þegar hann var fyrir sunnan fyrir stuttu... Kemur svo ásamt kærustunni sinni í smá heimsókn til múttu sinnar og ætlaði að láta mig hafa miðana í leiðinni - en  Obb obobb ! ENGIR miðar Blush ...Hann tvítékkar og þrítékkar í alla vasa ..hringir  heim þar sem miðarnir voru og nei ekki þar , eðlilega ekki þar sem hann var búinn að setja þá í vasann  svo hann  gengur til baka leiðina sem hann kom og  finnur þá  miðana  sem voru bara að slæpast á grasinu regnblauta við Lundaskóla LoL Þar bara biðu þeir eftir  að VONANDI  RéTTI eigandinn  fyndi þá en auðvitað hefði hver sem er getað fundið þessa fínu happadrættismiða úti á túni  HAHA ! 

 

Ef þetta er ekki heppni mánaðarins veit ég ekki hvað það er... Hefði  mest vorkennt honum greyinu þar sem hann var alveg að fara í flækju yfir þessu  en slapp flott og vel Grin

 Njótið þessara góðu tónlistar og eigið góðan dag Heart 

 

 


Buenos dias

Ekki slæmt að vakna aftur við sólargeisla inn um gluggann  Cool og það sem er enn betra er að  það var ekki einu sinni  erfitt fyrir  örverpið  að drífast á fætur en það er kannskifrekar vegna  spennings fyrir  6.bekks íþróttamótið á milli skóla hér á Ak..Honum finnst auðvitað mikilvægt að verja titilinn fyrir Brekkuskóla Smile vonum það besta ..

 Morguntékkið á facebook búið ... Tounge 

Morgunkaffið .. 1.bolli að byrja gera sig  , þarf einn til  áður en kemst á næsta þrep 

Morguntiltekt ... bíður eftir að koffínið komi mér af stað  svo ég   bulla hér í staðinn Whistling 

Kom við í vinnunni eftir að skutla í skólann og  tók aðeins stöðuna á fólkinu þar ..sýndi þeim  fína tattoo-ið mitt  og eins og  ég vissi ..fannst þeim öllum það  rosalega flott..sem það líka er  - Love it InLove er samt ekki alveg viss um að sé að bera rétt á það..finnst eins og kremið smiti litnum  útfyrir svo er alltaf e-ð að skoða og fikta í þessu sem er notabene BANNAÐ ! EKKERT fikt takk Undecided  Þannig að nú  reynir á ÞOLINMÆÐINA mína sem er svo góð að ég  hefði átt að heita Þolfríður ! Or Not!!

En nú fer  bolli 2 að verða búinn að streyma um kerfið á mér svo  ég  fer að sinna  heimilisverkunum svoég  geti notið dagsins í dag ( mælingar dagur í ræktinni Pinch obbobobb..)svo síðasti frídagur á  morgun  áður en næsta vaktatörn hefst.  

Hasta la vista 


dagur 1

Buenos días....

Þá er ég aftur komin í bloggstuð eftir nokkurra ára hlé..var  m.a.s. búin að gleyma slóðinni svo ég bjó til nýja Wink

 

  Á svona dögum ég hef yfir engu að kvarta...

Snemma í morgun hún vakti Sleeping  mig sólin bjarta...

Engin ásæða til að sjá framtíðina svarta...

Lifi  lífinu í lit, þá  sólin skín   inn í mitt hjarta Heart... 

 

og þar sem koffínskammtur dagsins er langt kominn í minn kropp...ætla ég að virkja hann í annað og segi hér stopp....Whistling

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband