Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Fáránlegt að ekkert hefur breyst á 15 árum!

Í dag 12.mai, er alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga og óska ég öllum til hamingju með daginn innocent 

Ég las grein áðan sem skrifuð var árið 2000, fyrir 15 árum af konu sem þá var í mínum sporum, að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur, Elín B. Birgisdóttir. 

Það sem stakk mig við lesturinn, er að það hefur nákvæmlega ekkert breyst á þessum 15 árum og þrátt fyrir að maður sé stoltur af sínu starfi og það er  algerlega til í því sem sagt er að umönnunarstörf séu að mestum hluta unnin af hugsjón, því þeir sem hafa ekki í sér að líkna öðrum og gefa af sér eru ekki best til þess fallnir að sinna veikum, en geta að sjálfsögðu verið góðir í öðru. wink

Ég fékk leyfi hjá höfundi að deila þessari færslu og set hana hér á eftir öðrum til umhugsunar því mér finnst þetta vel hafa getað verið skrifað af mér nú í dag árið 2015, en þetta er skrifað eins og áður kemur fram árið 2000!!!surprised

"Það er hugsjón í matinn elskan.
     Í fréttum stöðvar tvö í síðustu viku var sýnt frá opnun nýrrar líknardeildar fyrir deyjandi krabbameinssjúklinga. Í opnunarræðu sinni sagði ræðumaður nokkur orð sem vöktu mig til umhugsunar. Sagði hann að sú eiginhagsmunahyggja, hjá heilbrigðisstarfsmönnum, sem lýsti sér í sífelldum kröfum um meira handa sjálfum sér, væri eitthvað sem þeir þyftu að taka til endurskoðunnar.
     

Þessi hugsun er reyndar ekki óþekkt, því allt frá því að Florence Nightingale gekk um með lampann margfræga, hefur það verið skoðun margra að hjúkrunarstörf ættu að vera hugsjónarstörf. Að vissu leyti er ég þessu sammála, hjúkrun er hugsjón og enginn getur starfað við hana nema að hafa í sér hugsjón.

     En hér þarf meira að koma til. Allir hjúkrunarfræðingar gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera gagnvart skjólstæðingum sínum og í raun lyfta þeir grettistaki þegar kemur að því að efla lífsgæði og vellíðan sjúklinga sinna.
En þó hlýtur sú ábyrgð sem þeir bera gagnvart þeim börnum sem Guð hefur gefið þeim, að vega meira. Það er frumskylda allra foreldra að fæða og klæða börn sín og veita þeim tækifæri til menntunnar og annara mannréttinda. Það verður ekki gert með hugsjónina eina að vopni. Ef að hjúkrunarfræðingar þurfa stöðugt að vera að hafa áhyggjur af því hvort hægt verði að gefa börnunum eitthvað að borða í kvöld eða hvort hægt sé að kaupa blýant og strokleður fyrir þau í skólann, er hætt við að hugurinn verði oftar heima en í vinnunni.

     Þeir sem til þekkja vita að þegar unnið er með mannslíf, getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar. Það er í sjálfu sér alveg nógu mikið álag á börnin að verða að vera án foreldris síns um jól, páska og aðra hátíðisdaga þegar að aðrir eiga frí, þó að þau hafi eitthvað að borða yfir hátíðirnar.

    Það hefur verið farið stórum orðum um þær háu prósentutöluhækkanir sem hjúkrunarfræðingar hafa fengið á launum undanfarið. En slíkt er í raun bara leikur að orðum, því það þarf ekki mikinn stærðfræðing til að sjá að há prósenta af litlu er ennþá lítið. Meðan að hægt er að borga bankastjórum fleirihundruð þúsund fyrir það eitt að hætta í vinnunni, hlýtur að vera hægt að borga hjúkrunarfræðingum fyrir að vera í vinnunni.

     Ég sem hjúkrunarfræðinemi er því orðin heldur þreytt á því að heyra verðandi starfsfélaga mína kallaða frekjur þegar þeir biðja um mannsæmandi laun fyrir störf sín, þannig að þeir þurfi ekki lengur að hafa fyrirvinnu til að geta stundað þau. Það er ekki lengur hægt að ætlast til að þeir segi við börnin sín: Það er hugsjón í matinn elskan."
Elín B. Birgisdóttir, nemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.


Hah...eins gott að skoða smáa letrið!

     Eftirfarandi skrifar háttvirtur forsetisráðherra og fékk hann nú í fyrsta skipti ansi lengi næstum  stig hjá mér fyrir að viðurkenna vandann! Þetta er djók í orðsins fyllstu að mannslíf eða allavega laun þerra sem hafa mannslíf jafnvel í höndum sér séu ekki metin betur en þetta 280.000 kr á mánuði og mun ég lækka í launum sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur frá því að vera gamall sjúkraliði...Þetta er eitt af fáum djókum sem ég get ekki hlegið að og hef þó góðan húmor! ....eeeen ..þetta er víst skrifað 2012 og þá er hann ekki orðinn foretisráðherra ...væri gaman að sýna honum þennan pistil núna pah!

 

     "Grunndagvinnulaun nýútskrifaðs hjúkrunarfræðings á Landsspítalanum eru nú 280 þúsund. Það er viðurkennd staðreynd að álag á hjúkrunarfræðinga og aðra opinbera starfsmenn hefur stóraukist undanfarin ár. Það er sanngjörn krafa að stofnanasamningar hjúkrunarfræðinga verði endurnýjaðir eins og mælt er fyrir um í kjarasamningum þeirra" http://sigmundurdavid.is/sanngjorn-krafa-hjukrunarfraedinga/


Upp með hendur-niður með brækur - Kreditkortið eða ég mun slá þig í rot!

AF HVERJU...

...Þarf maður að eiga kreditkort?

...Þarf maður að nota kreditkort?

...Er ekki hægt fyrir landsbyggðarfólk að kaupa sér miða á tónleika á netinu nema eiga kreditkort?

...Er það eitthvað verra að staðgreiða vöru /þjónustu sem maður er að kaupa?

     Ég bara spyr vegna þess að ég hef oft lent í því að geta ekki borgað fyrir það sem ég ætla að kaupa þó ég eigi fyrir því ....af því ég er ekki með kreditkort sem virðist hljóma sem eitthvað töfraorð ..bara spurning hvort sé Euro eða Visa? sealed

     Ég lagði og skilaði inn kreditkortinu mínu fyrir bráðum 4 árum þegar ég byrjaði mitt nám í HA, þar sem ég sá fram á að ýmsu yrði að fórna fyrir námið, sem er ekki beint sniðið fyrir fjárhag einstæðra foreldra eða réttara sagt þar sem LÍN er ekki að taka tillit til þess hvort maður sé í sambúð eða ekki. Ég skilaði því inn kreditkortinu mínu á 1.árinu svo ég gæti ekki eytt nema því sem til væri sem sjaldnast var annað en að borga húsaleigu, matvöru og íþróttastarf sonarins. Annað árið var um tvennt að velja í stöðunni...hætta í skólanum eða hætta að vera bíleigandi og mér fannst síðari kosturinn vænlegri fyrir mig þar sem ég vildi klára það sem var byrjuð á og get ekki sagt að ég hafi oft saknað þess, þó auðvitað sé ótrúlega þægilegt að geta skroppið hingað eða þangað, en með hjálp góðra vina og vinkvenna, barna og fjölskyldu sem hafa getað skutlað mér ef á þarf að halda hefur það gengið upp kiss Nú er ég að ljúka námi og útskrifast sem hjúkrunarfræðingur og mun bankareikningurinn ekki fitna mikið við það svo ég mun því hvorki kaupa mér bíl aftur í bráð, né fá mér annað kredidkort, því áfram þurfa launin að duga fyrir því sem verður að borga og hitt má bíða.... ...eeeeen, þó verður maður að fá að njóta einstaka tilbreytingar og fara á góða tónleika, eða það finnst mér cool þrátt fyrir að vera ekki með kreditkort.

     Upphafið af þessari romsu byrjaði einmitt nú í morgun þegar ég ætlaði að kaupa miða á tónleika á midi.is sem verða um miðjan ágúst og búin að finna fínustu sæti...neinei...hvað gerist í síðasta skrefinu? ...Borgaðu með kreditkorti eða enginn miði-Þú ræður money-mouth.... Ég sendi póst hvort ekki væri hægt að millifæra eða borga með netgíró og fékk þetta svar:

„Sæl, Því miður er ekki hægt að kaupa á netinu nema með kreditkorti en þú getur komið á afgreiðslustaði okkar og keypt þar með debit og pening"

Bestu kveðjur / Best Regards xxx-xxx Þjónustuver Midi.is Skaftahlíð 24

 

Ps. Það verður í besta falli búið að selja bestu sætin þegar ég fer næst suður, eða orðið uppselt...hvað þá fyrir fólk sem er ekki jafnoft á ferðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar eða annarstaðar á landsbyggðinni embarassed 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband