Virðing og von...

  "Sérhver einstaklingur hefur sína eigin verðleika og stolt og sérhver manneskja á það skilið að vera sýnd virðing. Virðing er gríðarlega mikilvægur þáttur, sérstaklega innan geðheilbrigðisstofnunar."

 „Virðing: er heilmikil pæling ... ætti að vera GRUNNGILDI innan heilbrigðisþjónustunnar" (tekið upp úr glósum í GHJ)                                                                         

Er einhver sem vill mótmæla þessu...Nei hélt ekki, Winken hjá mér verður  "Geðveikur" dagur í dag - Allavega er geðhjúkrun lestur dagsins og líklega næstu daga líka Smile  Ef eitthvað er sem hefur komið mér mest skemmtilega á óvart í mínu námi... (Heilmikið auðvitað sem hefur komið á óvart ) ... en þá er það geðhjúkrun og allt sem snýr að henni. Þetta er gríðarlega áhugavert og ég skal viðurkenna mína eigin fordóma í garð þessarar tegundar sjúkdóma ...(þó ég sé nú sjálf með ADHD og þekki stórskemmtilegt fólk með hinar ýmsustu raskanir Sideways ) ..sagði t.d. við sjálfa mig fyrir mörgum árum eftir að ég útskrifaðist sjúkraliði að ég skildi sko ALDREI fara að vinna á geðdeild!     Þarna koma strax fram fordómar sem byggjast á fáfræði einni saman ( Það var ekkert eða mjög lítið kennt um slíkt í mínu námi í sjúkraliðanum, en nú í hjúkruninni er þetta strærsti áfanginn  (10 einingar) Happy

En nú verða „geðveikir" dagar framundan hjá mér í próflestri í þessum fræðum - bara varð að koma þessu að því mér finnst þetta með VIRÐINGUNA koma okkur öllum við ...hvar sem er - hvenær sem er- við hvern sem er og alls ekki síst,  sýnum þeim sem eru niðurbrotnir og búnir á sál og oft líkama VIRÐINGU og gefum þeim VON  InLove Þar sem er von..er hægt að halda áfram.

Öhm... ef einhverjum finnst ég vera orðin einum of núna þá er það bara sama gamla skýringin: ég er snarskrítin oft á tíðum og stór"biluð „ á margan hátt... W00t en mér finnst ég heppin að fá að vera ég og geta tekið því sem gerist ...sem er auðvitað margt og mikið eins og hjá öllum...en því miður svo allt of mikið af fólki sem höndlar ekki það sem á dynur vegna síns sjúkdóms sem er alvarlegri en margir aðrir sjúkdómar ... og nú er ég farin að lesa mér meira til um þetta allt saman ...spennó Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband