flugvallarsérfræðingurinn

Whistling Góðan daginn.... Hef það yndislega gott á koníaks- / kaffipallinum hennar Guðnýjar syst í Skodje.....nýkomin frá Moa alveg við Alesund þangað sem við systur fórum til að kaupa hvítvín og Bacardi Cherry fyrir helgina ... fyrst FRÍHÖFNIN klikkaði svona svaðalega Cool...

Jæja, veit ekki hvort ég legg í , en ætla samt að segja frá flugvallarsögu nr. 2!   Var snemma í því bara..kláraði að setja það síðasta í töskurnar og loka og  röltum af stað á leigubílastöð rétt á Bokstavvejen ..kvaddi góða vininn minn þar,  sem heldur áfram sinni leið Wink og ég minni....

jæja..leigubílstjórinn kom mér á rétta lestarstöð og ég fer inn og kaupi miða í RÉTTU lestina  takið eftir...voru 2 sjálfsalar og ég er sem betur fer farin að vera duglegri að lesa leiðbeiningar hehe... svo það stóð á þeim fyrri..gildir EKKI í fluglestina...þá var hinn...og út úr sjálfsalanum sprettur kort með segulrönd og ég geymi það sem betur fer vel... ég fer úr lestinni á RÉTTUM stað líka sko! hugsaði að nú getur ekkert klikkað....hvað gerist þá??... Jú, þurfti nú aldrei að sýna kortið í lestinni en það er ekki hægt að komast inn í flugstöðina af lestarpallinum, nema nota þetta kort..fullt af hliðum en sama hvað ég reyndi..aldrei opnuðust hliðin! ..ég reyndi allavega 3svar og  í því síðasta gerðist ekkert..frekar en hinum, nema það kviknaði á rauðu blikkandi ljósi og sírenur fóru í gang !!! ÉG er að segja ykkur það að ég fæ GREINILEGA ekki næga athygli með að vera bara á ferðinni svo ég þarf að kalla á hana með svona löguðu...ef ekki kölluð upp í hátalarakerfi ..þá set ég sírenur í gang hehe...en það varð til þess að einkennisklæddur starfsmaður kom mér til bjargar Police og ég varð MJÖG FEGIN þegar ég sá að kortið virkaði ekkert betur hjá honum híhí...ég var þrátt fyrir allt ekki alger BRIDGET JONES...þannig að hann hleypti mér í gegn með lykli !

Jæja, inn kemst ég  og trítla mð mínar töskur  og finn STRAX hvert skal stefna...varð að vísu að hringja eitt símtal í systir sem keypti flugið til að vita með hvaða flugi ég ætti að fara...Jammjamm... það var ekki nóg að vera með flugnúmer..en  fínt að vita að ég flaug með SAS og þá gat ég farið á rétt borð og innritað mig í sjálfsala..allir eiga að gera það sjálfir svo nú er ég búin að læra það líka..þvílíkt sem maður er orðinn veraldarvanur sko Joyful...get tekið að mér fólk í kennslu í þessu sko :P..

jammajamm..þetta gekk bra ...nafna mín tók við töskunni..henni fannst voða sniðugt að ég væri nafna sín Cool...og svo var leitin mikla...en ég flaug nú auðvitað í gegnum hana...og fer upp og þar er FRÍHÖFNIN strax til hægri þegar kemur upp ....og ég hef nú verið þarna áður að koma frá Íslandi til Álasund svo ég vissi nú að ég var á réttum stað... og ég dúllast lengi ..var með svo góðan tíma sko ! og dúllast í fríhöfninni..búin að finna þetta fína vín bæði til að færa systur og mági mínum honum JIM... fann nefninlega viskíflösku sem heitir Jim eitthvað..svo fylli ég uppí körfuna með allskyns nammeríi handa krökkunum þeirra..(gleymdi nú að kaupa íslenska nammið í Leifstöð úr sögu 1 ) ...

ég fer svo að borga og er beðin um boarding pass sem ég skelli á borðið..búin að týna allt upp úr körfunni..... þá segir afgreiðslustelpan " Ertu að fara til Álasund ? " ....Já  segi ég .... " EEEN það er innanlandsflug"...já ég VISSI það nú..er ekki alger sko ! ... Tounge...þá segir hún..því miður , þá máttu ekki versla hér ! HA! ég sem var svona lukkuleg með að geta sprangað bara inn í fríhöfnina þarna og verslað... þannig að ég mátti fara til baka..og bara beint á móti..semsagt hefði ég beygt til vinstri hefði ég komið í innanlandsdeildina...en hvað gerist þá ????...

já sagan er sko ekki búin þarna....nú fer hún fyrst að byrja....mér fannst allt búið að ganga svo vel... NEI! þá eru komnir tveir öryggisverðir við hliðið inn...sem voru ekki þar þegar ég kom..og ég ætlaði bara að ganga þarna út..nei takk...það er ekki leyfilegt og þó ég segði þeim að ég hefði "aðeins " ruglast og lent í fríhöfinni...mátti ég ALLS ekki undir neinum kringumstæðum ganga þarna út ..þó að ég þyrfti bara örfá skref og þá væri ég komin á réttan stað...þeim fannst það samt voða leiðinlegt en sögðu að ég yrði að fara aftur gegnum fríhöfnina..bara ÁN þess að kaupa neitt...og fara "ALL THE WAY DOWN..(það var engin smá leið)...og svo beygja til vinstri og þar upp og svo til vinstri ... og svo aftur niður og fara aftur í gegnum tollskoðun og leitina og allt uppá nýtt , nema innritunina !...

Þarna var ég aðeins farin að stressast og líta á klukkuna en það voru samt enn rúmir tveir tímar í brottför svo ég var ekki alveg að missa mig nema ef nú væru örugglega komnar svo  miklar biðraðir eins og búið er að vera víst þarna útaf verkfalli sem í gangi ... en það slapp..ég orðin hálf sveitt af "hlaupunum"...þakkaði mikið fyrir að vera búin að æfa STRUNSGÖNGU í Oslo Grinundanfarna daga ...( vissi að það væri ástæða fyrir því  að ég væri alltaf labbandi svona hratt hehe...til að ég gæti reddað mér í svona aðstæðum..þetta er enginn Akureyrarflugvöllur ..) krææææst..og hvað haldiði þá... við hliðið ..þar sem maður fer í leitina og einn vörður sem skiptir manni niður á hlið.... hann segir ...nei þú komin AFTUR!!! Police HANN þekkti mig  maðurinn...svo annaðhvort er ég svona ógleymanleg og eftirtektarverð ..þó sé ekki að gera neinn skandal...eða þá að það er búið að senda svona interpól mynd af mér í öll tölvukerfi og vara fólk við að þessi sé vís til alls..varúð og takið eftir henni Bandithehehe.....en hann bauð mig bara velkomna aftur  og glotti þegar sagði honum stutt söguna..þetta er pottþétt að koma fyrir annaðslagið ( ...ekki bara ég sko Tounge ) hehe.... jæja ....

úff púff..... var dauðhrædd um að nú   færi að ýla á mig í leitinni eins og var hjá nokkrum fyrir framan mig  og þurfti að fara leita á fólki og strjúka það upp og niður...ég hugsaði mest um að ef þyrfti að gera það við mig...þá væri ég örugglega hálfsveitt öll eftir þessa strunsleit mína að réttum byrjunarstað aftur..því það var auðvitað ekki hægt  fara venjulega leið til baka ..Wink..en slapp sem betur fer...

Nú komst ég upp ...! og VINSTRI SNÚ!...þar gat ég loks sest niður og fengið mér morgunmat sem ég breytti í lunch ..því klukkan var orðin það margt ..en enn átti ég einn og hálfan tíma í flug og gat SLAKAÐ á og  naut þess að gera mannlífsrannsóknir eftir að hafa verið POTTÞÉTT á því kl. hvað flugið væri og við hvaða hlið  ég ætti að vera ehhe...mætti halda að ég hefði aldrei ferðast áður sem er ekki rétt..en ég hef aldrei þurft að gera neitt áður..alltaf bara staðið til hliðar með börnin eða bara sjálfa mig og  látið aðra græja og svo bara elt og fylgt hehe... .þannig að nú er ég orðin svo heimsvön og til í allt ..að ég ætla að taka að mér skipulagðar ferðir að hjálpa fólki að komast í gegnum flugvelli heimsins :) ...Skipulagðar..jaa...allavega óvissuferðir..því það eina sem er pottþétt hjá mér í mínu lífi..er að ekkert er pottþétt..óvissuferðir a´hverjum degi allt árið ..og það er það sem gerir allt svona dásamlegt ... lifi enn eins og ég hef lifað, eftir uppáhalds mottóinu mínu " ÞETTA REDDAST" og alltaf gerir það það....InLove

Og hingað er ég komin og nýt lífsins í dásamlegu veðri ....ÉG ELSKA LÍFIÐ Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég get svarið það Dolla, pant ekki ferðast milli landa með þér.... ég var orðin sveitt á bakinu og undir brjóstum fyrir allan peninginn við að lesa þetta og komin með heddara.

Helga Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 20:42

2 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

ekki einu sinni í óvissuferð ?

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 10.6.2012 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband