Dolla í ORLOFI

Hei!

Ætla bara að byrja aðeins á byrjuninni Tounge ... lagði nú af stað sólarhring seinna en ætlaði þar sem það tekur nú tíma að undirbúa brottför fyrir eina heila Dollu sko... ætlaði á fimmtudeginum..en alltof margt sem ég átti eftir að gera svo ég lagði af stað rúmlega 2 á föstudeginum 1. júní í þessu líka dásamlega veðri... tú möts hott for mí í bílnum..úffff... en ég ramba til Reykjavíkur city og í Garðabæinn að heimsækja frumburðinn ..ætlaði að bjóða honum út að borða ...hafði ekki hugmynd um hvað gatan heitir sem hann býr í ..en vissi að Hagkaup væri einhverstaðar stutt frá Woundering....og eftir að hafa næstum brotið umferðarreglur... það var sko GRÆNT ljós... en ekki fyrir  þá sem ætluðu að beygja..og það var ég einmitt að fara gera ..um leið og ég sá Hagkaup ..tók ég næstu beygju í einum grænum á mínum eðalvagon  Whistling .. það slapp  ..hringdi í strákinn og sagðist vera hjá Hagkaup og hann sagði bara já keyrðu aðeins lengra og beygðu svo ... !! Ég gerði það ..inn í næstu götu  og hver stóð þar og veifaði annar en Rúnarinn minn Grin ... Reyni bara nokkur að segja að ég sé ekki ratvís :)...

Jæaja..vaknaði kl. sex 2.júní  til að mæta í flug...var búið að tilkynna um seinkun til 9:40 ! sem ég var  bara sátt með ..annars hefði ég þurft að mæta um miðja nótt og ekkert sofið... jæja... ég kemst klakklaust í Leifsstöð eftir að hafa VILLST í HAFNARFIRÐI...( ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í vandræðum í gamla bænum þar ...)Errm og lenti í smá útúrdúr til að komast á réttu brautina svo ég kæmist til Keflavíkur..ok... keyrði í Hafdalinn góða þar sem Mússó minn verður í pössun meðan er á ferðalaginu Smile.... svo er ég rétt komin í Leifsstöð ... komin í gegnum leitina þar sem má'ur máorðið þakka fyrir að fá ða vera á naríunum!! Ég sagði það líka ! ..þar sem ég var sTOPPUÐ vegna þess að ég var með kristal flösku og vatnsbrúsa fullan af herba te sem ég ætlaði að drekka meðan væri að bíða eftri að vélið færi... jæja...þetta var nú tekið af mér ...

Jæja..áfram held ég og  er bara rétt komin í fríhöfnina þegar  kallað er í hátalarakerfinu... að flugi til Oslo sé seinkað um 2 tíma.... ég hugsaði bara..OK.. ekkert mál,  vegna þess að ég var ekki að fara í neitt annað tengiflug og gat verið alveg spök! ..sem ég líka var... MJÖG spök og dúllaði mér extra lengi í snyrtivörudeildinni... þegar ég var búin að versla fór ég og fékk mér sæti á kaffihúsi þarna og keypti mer´aðeins að borða ...ætlaði að vera alveg ready þegar flugið byrjaði...en hafði svo nógan tíma að ég fer bara að hlusta á ljúfa tónlist í ipodinum mínum.... var búin að sjá nokkra norsara á borði stutt frá mér ... og þegar ég byrja að hlusta ..þá sé ég hvar þeir rjúka upp og fara  í átt að rananum!..ég hugsaði..þeir ætla aldeilis að vera tímanlega...svo fór ég bara á klósett og svona dúlla bara... dettur svo i hug að fara að  líta á skjáinn með flugunum... þar er ekki orð um OSLO !!! nema seinnipartinn..viðurkenni nú að þá brá mér aðeins! HA! OSLO CALLING! hvar er það... svo ég fer og ætla inn í ranann til að athuga hvort sé ekki einhver þar sem veit um þetta flug.. og hvaða hlið það á að vera...

Ég er svo ekki fyrr  komin inn í ranann...geng í rólegheitunum inn með flugfreyjutöskuna mína í eftirdragi og sé á fyrsta hliði tvær voða sætar flugfreyjur sem ég ákvað að spyrja nú út í þetta...en ég næ aldrei að opna munninn, því önnur þeirra spyr um leið og ég nálgast " ERT ÞÚ SÓLVEIG " ??? ... uuuuu...JÁ ! segi ég ...Woundering

Já það er verið að leita að þér segja þær ..komdu fljótt hingað..það er búið að kalla þig tvisvar upp og það á að fara að taka töskuna þína út úr vélinni !!!! Vélin átti að vera farin í loftið fyrir hálftíma ! SÆLLLLL!  Nú vissi ég ekki hvert ég ætlaði...  enn varla búin ða átta mig á þessu... já en hérna ...það var svo mikil seinkun á vélinni! ... ÉG VAR SEMSAGT SÚ EINA SEM GAT MISKILIÐ ÞAÐ !Undecided ..þá var það  bara verið að ítreka seinkunina sem var búið að láta vita 2 dögum áður !..en ekki var um neina extra seinkun að ræða takk fyrir .....en ég  dáist nú að þessum elskum hvað þær voru kurteisar og almennilegar við mig og sýndu ekki neinn pirring þó þær hefðu vel getað gert það...InLove

..En ..í alvöru , þá held ég að ég hafi skammast mín í annað skiptið á ævinni þegar ég gekk inn í vélina...ALLIR sjá hver er sökudólgurinn á seinkuninni....  úff..jæja...W00t en flugið gekk VELDIG BRA! og ég náði að redda mér miða í RÉTTA lest ...fann RÉTTU brautina...og fór úr á RÉTTUM stað... og þar var tekið vel ámóti mér og Oslo ævintýrið hefst...Cool ..meira frá því síðar :) ........ 

Ps. Veðrið hefur verið fram úr björtustu vonum... spáin var sko ekki skemmtileg , en þó það gangi á með dembum  og það bara vel blautum...eins og akkúrat núna..en ég hef það gott á fínu netkaffihúsi Smile en þá kemur sól og hiti  á milli sem bjargar þessu... og rigningin er bara alls ekki svo slæm.. enda er ég vopnum  búin þessari líka fínu regnhlíf og regnkápu..en kápuna hef ég nú ekki þurft að nota nema þegar fór í froskagarðinn flotta... 

Bestu kveðjur til allra... ferðasagan heldur áfram síðar... Þessi fjallaði nú bara um að komast á staðinn Happy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert yndisleg Dolla, en ég þakka Guði fyrir að við erum ekki að ferðast saman....við kæmumst aldrei á leiðarenda.. ;)  Love you og njóttu þín í botn þarna úti, hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim :)

BB

Birna Blöndal (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband