22.6.2011 | 13:54
Hver vill hjálpa mér að leita?
Góðan og blessaðan daginn!
Hvar er hún þessi GULA þið vitið...hringlótt og heit og kemur öllum ( allavega mér ) í sólskynsskap :) Sama hvaða veðurkort ég skoða, þá er hún sýnd í öllu sýnu veldi í dag en get ekki orðið vör við hana samt þegar horfi út !
Vonandi mætir hún í staðinn í næstu viku þegar spáð er RIGNINGU og 3ja stiga hita á N1 mótinu sem hefst þá !!! ÉG er allavega tilbúin að lána afnot af þurrkaranum mínum þá daga sem það fer fram svo hægt sé að setja flottu gaurana í þurra búninga milli leikja ..brrr...þó enginn sé verri þótt vökni í gegn er ekki það besta að vera að keppa allan daginn og vera í kulda og bleytu , þó þeir séu heppnir og þurfa ekki að gista í tjöldum , skólarnir fullnýttir í gistingu .
En nú þegar ég er að komast í algert svartsýniskast yfir þessu veðri ....hvað er að gerast ?? Get svarið það að nú bara í þessum skrifuðu orðum er þvílíkt að byrta til og ég skelli bjartsýnisgleraugunum á mig þegar ég fer út eftir smástund...
Takk takk hver sá sem hana fann , hún er allavega að rembast mikið til að reyna sýna sig og virðist ætla takast það að mesu...Fundarlaun verða afhent Finnandanum þega hann gefur sig fram
En þá er ég rokin út ...því að eins og með margt annað , þá er ekkert tryggt að vari að eilífu svo maður á njóta meðan hægt er ...Það er allavega víst að það byrtir alltaf til aftur þó maður viti aldrei nákvæmlega hvenær
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.