Hvaða fjöll verða tekin og hvenær

Mikið er það nú dásamleg tilfinning að vera í sumarfríi ..náði m.a.s. að fá smá sumarfíling í skjólinu fyrir norðanáttinni í gær eftir að kom heim af ættarmóti Cool en  hjá Afdal Ættinni  var þetta skemmtilegasta ættarmót haldið á Steinsstöðum sem er mjög flottur staður til að halda svona , fín aðstaða og NOTALEG gisting innanhúss í eldgömlu en kósý húsi , þar sem herbergin eru svo rúmgóð og fín..fundum ekki fyrir því að vera 4 í 3ja manna herbergi, hefðum auðveldlega getað verið 5 og jafnvel 6! En já, semsagt mikið gaman og mikið grín þar sem 4 kynslóðir skemmtu sér vel í 2*100 ára afmæli afa ög ömmu..(Þau voru án efa bæði á svæðinu sveimandi yfir okkur Halo ) en það var semsagt haldið uppá 200 ára afmæli þeirra fyrr á laugardeginum með kaffihlaðborði þar sem allir komu með einhverja dásemd til að innbyrða og svo  mjög góður matur frá staðarhaldara í félagsheimilinu um kvöldið. 

En nú er komið  að því að ég fari aðeins að skipuleggja hvað ég ætla mér að gera í fríinu annað en þvælast um helgar í hinum og þessum mótum að öllu tagi..ætla aðallega að nota hina dagana í gönguferðir um fjöllin..verð nú að bæta fyrir síðasta sumar Winken þá var bara gengið á 3 fjöll! Reyndar meira hásininni að kenna en áhugaleysi..vona að hún ( hásinin) verði til friðs núna..ætla byrja  á einvherju góðu fjalli í þessari viku og svo allavega 2 í næstu viku.. 

 Allavega eitt ákveðið.. 30.júlí fer ég á Kerlingu 1538 m. 7 tinda ganga.

Kerling er hæsta fjall í byggð á Íslandi - þetta fjall ætla ég að fara með leiðsögn , skilst að maður reyni helst ekki við það öðruvísi svona í fyrsta skipti allavega, en byrjað er við Finnastaði í Eyjafirði og komið niður í Glerárdal niður af Súlum.. verður gaman að fara bara niður Súlurnar, hef klöngrast upp þær  áður  hehe...Smile

 

En verð að fara plana hvaða fjall ég tek  fljótlega, kannski það verði bara að fara yfir Vaðlaheiðina og  inn í Fnjóskárdal í búsatað til Brynju vinkonu- en only ef hún verður á svæðinu  ..annars þarf ég að ganga strax til baka aftur  Tounge

Búin að ákveða hvað verður í dag en  þá ætla ég að ganga upp á klettana ofan við Kjarnaskóg og þaðan lengra upp í gamlan skála þar uppfrá ( skálinn heitir örugglega GAMLI..skemmtileg leið sem er farin frá Hömrum og meðfram læknum .. fór þangað 2svar í fyrra , fín ganga.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband