17.6.2011 | 22:43
Lazy Day
Hæ hó jibbijei og jibbiijei, það er kominn 17.júní sem þýðir að ég er komin í sumarfrí trallalí
Alger letidagur, til hálf tvö í dag eftir síðustu næturvaktina mína í laaangan tíma..fer ekki að vinna aftur fyrr en 6.ágúst og þá bara fram að skóla sem byrjar 24.ágúst. Er strax farin að hlakka til að takast á við það verkefni.
En já , skellti í pizzusnúða og leyfði því að hefast í nokkra tíma meðan skrapp til að kaupa fóður í ísskápinn sem var farinn að kvarta allverulega undan kæruleysi eigandans með að sinna þörfum hans um áfyllingu
Fékk svo örverpið heim eftir vikudvölina hjá pabbanum - fullur af gleði og sögum af nýjum vinum héðan og þaðan af landinu og frábærum þjálfurum frá Arsenal skólanum ..fannst þeir "GEÐVEIKT " skemmtilegir - ætlar nú að halda sig við Man.United áfram samt hehe.....og hann er strax búin að biðja um að fá eins jólagjöf næst..semsagt gjafabréf í Arsenalskólann sem mér skilst að sé kominn til að vera hér hjá KA allavega næstu 3 árin sem er frábært því hingað koma krakkar af öllu landinu í viku æfingabúðir og þrátt fyrir Skí..veður tókst þetta mjög vel.
Svo er ekki minni spenningur fyrir næstu viku en þá verður handboltaskóli hér þar sem verða 2ja tíma æfingar í eina viku og munu nokkrar stjörnur úr landsliðinu vera þeim til stuðnings ásamt flottum þjálfurum KA í langan tíma Jóa Bjarna og Sævari Árna. Semsagt nóg um að vera hjá "litla" manninum mínum sem mun líklega verða orðinn hærri en ég fyrir haustið
En nú er best að klára græjast fyrir ættarmótið sem ég beilaði á í kvöld og ætla bara í fyrramálið þrátt fyrir að ég viti að ég mun missa af miklu stuði í kvella og nótt en bæti það upp annaðkvöld
Athugasemdir
Hæhæ
Mér fannst nú skemmtilegra að kvitta fyrir mig, þú segir skemmtilega frá lífinu og tilverunni, njóttu þess að vera í fríi:)
bestu kveðjur Kristín Björk.
Kristín Björk (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 09:49
Hæhæ,
takk fyrir það Kristín :) ÉG er reyni að lifa lífinu frekar í lit en svart/ hvítu ;)
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 20.6.2011 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.