10.10.2012 | 20:48
"Draumaprins"
Þessi bloggfærsla segir sig sjálf...en í tíma í dag var talað um góða leið að skrifa sig FRÁ hlutum sem eru erfiðir... ég ætla prófa fara eftir góðum ráðum svo ég "þýddi" textann við lagið og set hann fyrir neðan...þetta er ekki bein þýðing en hann á við mig smá private og persónulega.... en enginn þarf að lesa þetta né hlusta sem ekki vill ...ég er að blogga fyrir MIG sjálfa svo það sé móttekið
Við áttum tíma, sem að sigldum við saman
minn draumur var að, við værum á sömu leið
Skjólið, þar sem við okkar stundir áttum
grunaði aldrei að gjaldið yrði svo mikil kvöl
þú skyldir mig eftir, með rýting í hjarta
ég vissi ei heldur að þú varst með allt önnur plön
ég trúði að við, værum ætluð hvort öðru
trúði því líka að hjartað væri öruggt hjá þér
"draumaprins"
Þú vildir framhjá mér
þrátt fyrir allt það sem mér sýndir
hélt við yrðum samferða
draumaprins"
þvílíkur kjáni var
því ég trúði öllu því sem sagðir
nú hugsa ég
af hverju "draumaprins"
þá kom sá tími
þar sem við héldum í burtu
og viðkvæmum sálum
sem þá hent var á bál
Það var á því skeiði
sem mér fannst tilveran hrynja
Stundum í draumum mér finnst
að þú sért hér hjá mér
Draumaprins"
þú vildir burt frá mér
og þrátt fyrir það allt sem sagðir mér
þú mig yfirgafst
þú varst minn draumaprins"
þvílíkur kjáni ég var
því að ég trúði öllu sem þú sagðir
og nú ég hugsa why?
Draumaprins"
svo skín aftur ljós
sem að lýsir upp veginn
Ástin var blind
úr fjarlægðinni
í gegnum mitt hjarta
þá veit ég nú betur
eins töff og það er að standast
ég stend best með mér
draumaprins"
þú vildir burt frá mér
ég sem að trúði öllu sem mér sagðir
var ekki að marka þig?
Ohhhh..."Draumaprins"
þvílíkur kjáni ég var
að trúa öllu sem þú sagðir mér
svo nú ég bara spyr...
draumaprins"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2012 | 13:01
Staðreynd dagsins :
Ég er í Heilsufélagsfræði og fyrir þá sem ekki vissu að þá er hér staðreynd dagsins :
Í nútíma samfélagi er tilgangur fjölskyldunnar oft sagður vera að:
-Fullnægja kynlífsþörfum fullorðinna
-Annast æxlunar- og uppeldisverkefni
greinilega ekki Kjarnafjölskylda til á mínum bæ...en ég er nú búin að axla æxlunarskyldu mína og e-ð af uppeldinu en maður er líklega aldrei alveg útskrifaður þar... en fyrri staðreyndin...hin fullnægjan...nú maður þarf bara nota þau spil sem maður hefur á hendi hverju sinni ... legg nú oftast bara kapal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.10.2012 | 11:25
Rauður KA maður...
Þá er RAUÐI KA maðurinn minn ...með öðrum orðum Þórsarinn á heimilinu lagður af stað í sína fyrstu keppnisferð með The Read Team Svona líka sáttur og spenntur ... En Vestmannaeyjar eru fyrirheitna landið/eyjan og þangað liggur leiðin... hann búinn að fara þangað nokkrar ferðirnar bæði í hand- og fótbolta en fyrsta skipti sem hann þarf bara í hálftíma siglingu... rétt rúmlega einsog að skreppa út í Hrísey bara ...ja... kannski 7 tíma lengri keyrsla samt ...
Pínu skrítið að ég skuli láta þetta útúr mér svona í byrjun...þarf aðeins að venjast hehe.. ..en já áfram ÞÓRSARAR.... bara í handboltanum samt ...Verður nú áfram GULUR og GLAÐUR KA maður í fótboltanum í sumar
Hvað er hinsvegar betra að gera á föstudagskvöldi einsog ég er að fara gera í kvöld á rannsóknardeild FSA...líka aðeins á morgun og sunnudag...annað en að vera skoðandi bakteríur og veirur ...öðru nafni PÖDDUR og KVIKINDI ...svo ég noti nú bara orðin sem kennarinn notar ..algerir skaðvaldar ...or NOT..sem betur fer ekki allt sem drepur mann... ja...hver segir að skóli sé bara á virkum dögum??? Fullt af helgum lagðar undir í vetur ..allavega á þessari önn... En ... er með svo skemmtilegum stelpum að þetta er bara gaman Just lovely...
tala nú ekki um , ef maður fær kannski að sjá önnur skemmtileg andlit þess fyrir utan ...hver veit ... alltaf gaman að láta koma sér óvart...... Say No More annað en góða helgi og har det super BRA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2012 | 16:50
Dótakassinn....
Þrátt fyrir mikið annríki hjá mér þessa dagana..sem er bæði kostur og ekki... þá bíð ég svo spennt eftir nýjasta dótinu í "dótakassann" .... Það er alltaf að verða fjölbreyttara, það sem í honum er...sumt m.a.s. með ljósi á endanum en þetta nýjasta sem er fyrirfram búið að fá nafnið "Lilla" verður sko uppáhalds held að ég eigi eftir að handfjatla það daglega og hugsa að útvaldir gestir fái jafnvel að finna fyrir því...þar sem ég mun verða svo æst... allavega svona fyrstu dagana og vikurnar eftir að ég fæ það til mín... passar mjög vel með öðrum líkamsskoðunum skal samt passa mig að fletta ekki klæðum af hverjum og einum sem hér kemur inn ...allavega ekki svona UN - DOS - TRES .......... heldur frekar....CUATRO - CINCO - SEIS
Say No More ...svo hingað koma sko bara jaxlar með Dug Kraft og Þor ...Jiiiiiííí´.. get ekki beðið eftri að fá það .. "Lillu" dótið mittsko ..alveg saklaust samt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2012 | 00:36
ég kemst aldrei FRAM ÚR mér..en stundum geng ég FRAM AF mér samt
já... loks kom að því að ég hætti að hlusta á skynsemina og fór í staðinn að hlusta á samviskuna.. þessar tvær eru systur ...en eru ekkert endilega alltaf sammála... kannski bara svoltið líkar mér & my Holy sister Love you samt Helga mín ... en eftri ða ég fór á Súlur í byrjun mánaðarins fékk ég FLENSUSKÍT...ég sem verð EKKI lasin ssko... en þetta var svona alvöru... og lagði mig svo í rúmið í tæpa viku og ... svo er ég búin að vera hóstandi og geltandi aðallega útí eitt ... verulega orðin þreytt...en á fimmtudagskvöldið hélt ég að ég myndi kafna og yngsta syninum var ekki orðið sama...svo hann bað mig að lofa sér því að ég myndi fara til læknis daginn eftir..og það gerði ég sem betur fer... með lungnabólgu af einhverri sort og því fékk ég tröllaskammta af penicillíni sem ég hef aldrei áður heyrt nefnt....en það svínvirkar... gelti bara eins og lítill hvolpur núna... í staðinn fyrir að vera eins og grimmur Bolabítur...veit ekkert hvernig þeir eru samt ... hlýt að fara verða kisan sem ég er aftur mjög fljótlega... jæja...þetta varð nú aðeins of langur inngangur ...Ætlaði sko bara að skrifa að ég hafi svo skellt mér uppí Fálkafell til að ná mér í súrefni eftir að sitja við lærdóm allan daginn..og ég get svarið það... ég hélt ég yrði varla eldri ...gekk bara næstum fram af mér við þetta en nú kemru sér vel hvað ég er oft fljótfær...því þá er engin hætta á að ég muni nokkrum sinnum fara framúr sjálfri mér ...næ því aldrei fyrir fröken Fljótfærni .... en sem betur fór dreif ég mig nú í messu með fermingardrenignn tilvonandi... svo ég gat beðið guð um að blessa mig og vera svo vænan og góðan að láta mér ekki slá niður...því það sem ég fann fyrir því í brekkunni stóru og bröttu hvað ég var slöpp eftir þetta laserí ! En hvarflaði ekki að mér að hætta við á miðri leið ..kláraði sko það sem ég ætlaði mér...og það sem lög geta bjargað manni frá ýmsu.... ipodinn minn elskulegi já ég elska þig ipod...var með stillt á random kerfi svo e´g vissi aldrei hvað alag eð ahvernig kæmi næst... bara vingsast í öllum skalanum...þá kom þetta geggjaða stuðlagog ég gat ekki verið lengur þreytt og fór ða baða út öllum öngum og dansaði upp brekkuna meðan lagið var ..var sko alveg ein í heiminum...Vonandi hehe... annars er mér alveg sama... mér myndi finnast frábært að mæta dansandi og syngjandi manneskju sem heldur varla lagi... koma þannig á móti mér upp brekku
Upp komst ég...þökk fyrir "ring my bell" og fleiri lögum..og man núna eftir öðru lagi sem kom þegar ég var alveg að springa hehe...hafði ekki alveg orku í mikið danserí við það... og hugsaði með mér að miðað við textann þá yrði ég sko SOFNUÐ after MIDNIGHT ... og nú er kl. rúmlega það og ég alone á leið í bed..en lagið er gott Kom mér í algert stuð haha
Ætla bara ekkert aðnefna dramalögin sem komu svo allstaðar á milli líka , þar sem ég er DRAMADROTTNING of the world... er best að hafa það fyrir mig eina allt sem var á fleigiferð í hausnum á mér í mörgum þeirra... bæði fortíðar og framtíðardraugar að sveiflast þar sem komu mér til skiptis í hlátur og grát gírinn hehe... neinei..grenjaði ekkert , en fékk smá tár
En þetta var magnað ...takk frk. Samviska , að leyfa mér ekki að hangsa lengur án hreyfingar. Ég var líka svo gáfuð að láta ofninn elda meðan ég var í göngunni og baðinu svo blessaðir synirnir fengu nú mat í magann og svo var það messan sem ég nefndi áðan..verð bara að bæta einu þar við...núna nefninlega er að mæta með fermingarbarninu í messur og ætluðum í morgun , en sá þá að engin messa var á dagskrá, en æðruleysismessa í staðinn í kvöld... jú , fannst það alveg gráupplagt...aldrei mætt í þannig messu áður, en var svo notaleg stund og þægilegt það bara komu alveg nokkrum sinnum tár ...og svo falleg lög sem sungin voru og yndisleg hjón sem sungu svo fallega og spiluðu á gítar og fiðlu.... en við erum nú ekki búin að vera lengi þegar snillingurinn minn , drengurinn segir :" Mamma! Erum við einhverjir alkóhólistar?... við erum nefninlega komin á AA fund " !!! hehe... með fullri virðingu fyrir öllum ..þá var þetta bara eitthvað svo krúttlegt hehe... en ég gat nú útskýrt fyrir honum að þetta væri nú ekki bara fyrir AA fólk ... heldur líka aðstandendur og alla sem þekkja einhvern sem líður illa...fórum líka og kveiktum á bænakertum og þar gat ég sagt honum að t.d. núna...þá gæti hann notað kertið sitt og beðið fyrir kunningja sínum og allri hans fjölskyldu sem á svo mjög erfitt um þessar mundir og það fannst honum vænt um ...og mér líka og gerði það sama..bað fyrir þeim öllum sem hugur minn hefur verið mikið hjá síðustu vikuna og rúmlega það.... OG ... ÉG ÆTLA SKO AFTUR í svona æðruleysismessu....mér leið svo vel þarna ... Say No More Gúdd næt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2012 | 10:30
Þetta má sko birta :)
Ennþá er ég að hlusta á sálfræðifyrirlestur sem ég missti af í gær vegna þessarar SKÍTAPESTAR sem er í mér...URRRRrrrrrrrrr......AAAAATSHJÚÚ.... Enn að hengjast ... hélt ég væriað fá lungnabólgu í nótt þegar mesti hóstinn hélt vöku fyrir mér og örugglega fleirum í BLOKKINNI bara líka... Búin að prufa öll heimsins húsráð og ekkert dugar...er hissa að nefið skuli vera á mér ennþá svei mér þá......en ég var ekki að fara skrifa um þetta heldur bara benda á það sem fyrirlesturinn endaði á, þá benti hún á að það væru nú líka KOSTIR hjá þeim sem kljást við ADHD og einhverra undarlegra hluta vegna flokkast ég nú þar inni og ætla nú ekkert ða koma með og sýna hvað tékklistinn með greiningunni á vel við mig í þeim pakkanum öllum...þetta er ekkert sem er að koma upp núna , en ...það sem mér fannst gaman að sjá og enn skemmtilegra að sálfræðingurinn benti sérstaklega á var um kostina sem fylgir þessum SNILLUM sem við víst erum...þó við förum ekki auðveldustu leiðirnar endilega ...AAAAATSHJÚÚ......úffff.... jahérna, non stop hnerr og snít...
En þá eru það jákvæðnispunktarnir ... og þeir eru bara ansi margir ... og ég get sko hakað við asskolli mikið á honum barasta Það eru ljósu punktarnir í dag.... GEt hvorki látið sjá mig í skólanum né vinnu í dag sem minnir mig á að tilkynna í vinnuna... Þarna sjáiði.... athyglisbrestur í gangi eða ... maður allavega spyr sig SJÁLFAN allavega oft og mikið hehe... en listinn ...hann er hér til vinstri.... AAAATSHJúúúúú búhú......
Þá er best að haska sér næsta fyrirlestur sem passar einmitt vel við mig í dag líka ...hann er um SÝKLA og ÓNÆMISFRÆÐI ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2012 | 10:13
ÚPPSSS!
Það getur verið hættulegt að hlusta á sálfræðifyrirlestur
Ef ég tæki mark á einni glærunni sem er á fyrirlestrinum sem ég er að hlusta á núna...væri ég með geðhvarfasýki ...eða semsagt..er nokkur sem kannast við þetta í mínu fari ? "Hugsanir eru hraðar, talar stöðugt, veður úr einu í annað" hmmmm....
Sem betur fer þurfa dáltið fleiri atriði að fitta inn með en ... ÉG er bara ég...og ...ÞÚ ert bara þú....... Þannig er það, en mikið er þetta áhugavert efni sem fjallað er um samt... elska allt sem viðkemur mannlífsrannsóknum á hinum ýmsustu sviðum svo ég ætla fara halda áfram að hlusta... nú var ég nefninlega nákvæmlega hlaupin úr EINU í ANNAÐ Púffff... eins gott að passa sig og halda huganum við efnið
Hlýtur að koma einhver glæra um ATHYGLISBREST...þá mun ég pottþétt greina mig með hann ... og líklega margt fleira... yrði líklegast mjög erfitt ða flokka mig einn ákveðinn pakka ... Er svoddan bland í poka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.8.2012 | 15:27
Er þetta HÆGT ?
JAHÁ!...
Ég bíð enn eftir svari frá þeim....þessi útreikningur hlýtur að miðast við einstakling..ég er skráð einstæð með eitt barn( þó sé með tvö á heimilinu sem eru í skóla en það eldra of gamalt...Það er miklu ódýrara auðvitað að gefa honum að borða núna í vetur eftir að hann varð 19 ára ).. ok..en þegar ég deili upphæðinni sem ég fæ í lán frá útreiknistofu þeirra hjá LÍN á 9 mánuði...fæ ég 134.400 !!! rétt um 600.000 fyrir hvora önn! Djókið í þessu að það skuli vera hagstæðara að vera á bótum ! ..ÉG er ekkert enn búin að kyngja þessu , bíð eftir svari , þeir þurfa "smá" tíma til að svara, 5-10 virka daga segja þeir ÉG er svo þolinmóð og bíð svo blíð Ég fæ ég ekki námslán yfir sumarið ..eðlilega ekki, en má samt ekki hafa nema 750.000 kr. í árslaun til að skerðist ekki lánin!!! Og það er enginn að segja að þetta sé styrkur eða bætur...mun borga þessi lán með fullum vöxtum og verðbótum Hver getur borgað húsaleigu og það sem henni fylgir fyrir utan allt annað sem þarf að borga fyrir þær krónur?? Ekki ég allavega , þessvegna vann ég meira..ekki til að hafa afgang..nei til ða geta borgað sem ég ÞARF ..og manni er refsað fyrir það.. Ætla að fara tékka á örorkubótum bara... með fullri virðingu fyrir þeim sem eru á þeim með réttu... en legg ekki út í þá sálma meira hér í augnablikinu ...Grrrr...VAr búin að róa mig niður eftir sjokkið á mánudaginn...en skapið rauk aðeins upp aftur við að lesa þetta hehe... OK.. dagurinn ekki alveg ónýtur samt ..gekk super bra í prófinu í morgun og ætla að vera sátt með það a.m.k. meðan bíð eftir svari
www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/30/namslanin_toluvert_laegri_en_baetur/
Og smá promiss... Skal ekki koma með svona tuðablogg aftur ..allavega ekki alveg strax
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2012 | 11:28
Endurfædd og er Betri en ný
Þá er hún komin til mín aftur þessi elska...og það var ekki seinna vænna... þar sem skólinn byrjar á mánudag og þá verðum við báðar að vera ready for djobb
Að vísu var hún pínu fúl við mig eftir svona langan aðskilnað og það að ég skildi ekki bara getað sætt mig við sig eins og hún var svo hún neitaði nú bara að láta "ljós sitt skína" þegar ég tóka hana svona glöð uppúr töskunni og sá hvað hún leit vel út... Búið að pússa hana og shæna svo hún leit út alveg eins og ný, en ég varð auðvitað að fara með hana aftur og þeir skildu nú ekkert menirnir í búðinni..hvað þá blessaði tölvudoktorinn. Þeir fá hrós dagsins frá mér fyrir þjónustulipurð ...örugglega hugsað" er nú kéllingin mætt enn og aftur ..
en ég sagði þeim að það væri bara svona svaka gaman að koma þarna til þeirra ..gæti bara ekki slitið mig frá þeim og þeir bara brostu sínu ljúfasta og dr.opnaði tölvuna og kveikti...og hvað haldiði??? Jú, það var ekkert annað en að hún startaði sér á no time..aldrei séð hana svona hraða áður... svo ég sagði að það væri greinilega ekki sama hver klappar henni...(skil það reyndar vel því ég er reyndar þannig líka...mér er ekkert sama og vil ekkert að hver sem er klappi mér eða strjúki ) en síðan er hún ekkert nema blíðan og gerir allt sem hún á að gera og þarf ekki einu sinni að hugsa sig um ...svo eins og ég sagði..hún er sko miklu betri en ný þessi elska ...þar sem hún var aldrei í lagi þegar hún var það ...ný semsagt
En meira af viðgerðinni.... ÖLL gögnin mín sem voru allar myndirnar mínar...öll gögnin úr skólanum síðan í fyrra...ljóðin mín sem ég hef dúllast við en ekki komið frá mér enn....lögin og það sem fylgir ipodinum og just name it...allt bara ...þeir afrituðu það og settu í tölvuna aftur án þess að ég þyrfti að borga krónu fyrir... Svo NÝHERJI fær sko hrós dagsins fyrir Alemnnilegheit, þjónustulipurð, sanngirni, ábyrgð sem er ALVÖRU( ný 3ja ára ábyrgð á harða diskinum t.d. ) ...á mörgum stöðum þarf að borga aukalega nokkur þúsund fyrir klukkutímann til að fá afrit af gögnum sínum
Takk strákar mínir ég mun halda áfram að versla hjá ykkur hér eftir ef þarf á tölvubúnaði að halda
En svo alveg að allt öðru..þá átti ég svo notalegt spjall í gærkvöldi og leið svo vel fyrir svefninn o genn betur þegar ég vaknaði enég steinsvaf og man ekki einu sinni brot úr draumunum mínum, sem yfirleitt eru svo ÝKTIR og FYRIRFERÐARMIKLIR að ég er oft útkeyrð þegar ég vakna... en some friends are friends forever ..sama hvað langt líður milli .. Takk fyrir spjallið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2012 | 10:15
"fæðingargalli"
Þá er ég búin að fá fréttir af "sjúklingnum" mínum sem er búin að vera í rannsóknum og í ljós kom að hún er með "fæðingargalla" sem útskýrir af hverju hugsunin í henni var alltaf svona slow...very slow ...og þeir sem þekkja mig vita að þá er ekki von á góðu, þar sem ég þarf að láta hlutina gerast NÚNA eða ekki ...eins og stundum í skólanum í fyrra..þá tók hún uppá því að ræsa sig annaðhvort ekki nema láta skjóta sig niður fyrst eða vera hálfan tíma að vakna ...þá var nú orðið lítið gagnið af henni þann hluta fyrirlestursins ...og tæknivædda ég sem aldrei áður hafði átt fartölvu og varla snert slíka hélt bara að ég kynni bara ekki nógu vel á hana og væri sálf e-ð BILUÐ!
ÉG!!!! ónei...það er ég nú aldeilis ekki og svo langt í frá En nú hlakka ég til að fá hana eldspræka og til í allt...sérlega þar sem ég verð líka miklu sprækari en í fyrra svo við verðum að haldast í hendur og það verður þá frekar hún sem mun skjóta mig niður þennan veturinn heeh...
kemur í ljós..en ég ætla að vera frk. ofvirka núna..Já Komiði blessuð og Góðan Dag
En semsagt..þá kemur alltaf að því að maður sé heppin og í þessu tilviki er ég það þar sem þessi sjúkdómsgreining gerir það að verkum að "sjúkratryggingarnar " ná yfir heilaígræðsluna ...en hefði þurft að skipta um hjartað þá þyrfti ég sjálf að borga þessa sjúkrahúsdvöl og viðhald og uppihald.... og við verðum aftru saman verý sún ...Virkilega farin að sakna hennar Lenovo minnar
Þá er bara að fara gera tékklista og merkja við fleiri Lucky atriði sem þurfa að gerast hjá mér núna á næstunni ...Frestunaráráttan búin að fá að stjórna AÐEINS of lengi eins og stundum áður ....En þá tek ég í taumana og fer af stað..gobbedígobbedígobbedígobb......with no horse samt...Ííííhaaa !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)