Set þetta bara sér hér handa þér frá mér

 Ætlaði að setja þetta video með blogginu frá í gær en það mistókst svo ég set það bara sér hér Cool


Án þess að vita

 

Án þess að vita ég leitaði  að ÞÉR...Heart

leitaði lengi og byrjaði hér...

En hér var bara LYGIN sem hentaði ekki mér...

hvað heldur þeim sem allt heyrir og sér...

Svo komst þú minn elskulegi...Heart

hittir mig á fallegum degi...

frá því glöð ég nú segi...

InLoveAmor okkur saman leiddi á förnum vegi...

Augun þín brúnu strax dáleiddu mig...

ég í sannleika bara gat hugsað um þig...Blush

mitt hjarta hjá þínu Heart mér finnst ég eiga heima...

eins oft og hægt er til þín ég sveima...

í huganum oft með þér langt út í geima...Grin

 

"Loksins ég fann þig líka þú sást mig

ljóminn úr brúnu augunum skein

haltu mér fast í hjarta þér veistu     

að hjá mér er aðeins þú einn."

                                                           HeartHeartHeart


Hringrás

Vetur-sumar-vor-og haust...

allt hefur sinn sjarma...

veðrahamurinn ber sína raust...

rigningin lekur sem tár niður hvarma...þornar samt í kvöldroðans bjarma.Blush

 

Enn og nýbúið allt fer í hring...

lífið í náttúrunni um lit fer að breyta ...

umhverfið í  skóginum skoða mig í kring...

Litadýrð með haustinu laufin skreyta... hvað gerir til þó komi smá bleyta.InLove

 

Ég er ekki Sporðdreki fyrir ekki neitt...

ef ætti ég arinn myndi upp í honum kveikja...

horfandi á logana dansa svo heitt...

 eldur í  arninum og kertunum reykja...með reyknum má allt sem er fúlt út í buskann feykjaWhistling

 

Ég sjálf eins og veðrið ekki alltaf er eins...

Sumum finnst ég vera tryppi villt...

þó breyti mér einhver það væri ekki til neins...

því ef ég væri alltaf róleg og stillt... myndi ég springa  á endanum og verða tryllt. W00t

árstíðirnar

 

 

 

 

...svo byrjar allt aftur að fara í hring..dingaling 
LoL

 

 

 

 

 

 


Pollý mín klikkar ekki !

GLÆSILEGT ! Næsti frídagur minn er einmitt á mánudaginn ...hiti 2-5° Shocking

http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar

Kaupi mér bara eitt stykki ljósakort og fer í þykjustuleik í huganum Cool ... margt hægt að láta hugann reika í "samlokugrillinu" Whistling ...

Annars er það bara frk. Polly og hafa sól í hjarta og hætta bara kvarta því ég á ástina mína bjarta sem ég sé ekki eftir að hafa leyft mér að starta InLove
Heart


Hver þekkir ekki svona mann?

Sorglega fallegt lag...

get samt hlustað oft á dag...Blush

Bakkus of mörgum í sínar greipar hefur náð...

þeir orrustur saman miklar hafa háð... Shocking

sumir þeirra mér afskaplega kærir...

í drykkjunni stundum orðið alltof færir...Undecided

Þeim mörgum finnst betra inn'í sér að þegja ...

vilja ekki hlusta  hvað aðrir hafa segja...Cool

ég á mér ósk að þurfa aldrei meira ...

um einhvern mér nærri slíkan texta að heyra...Halo

Þeim sem hefur tekist Bakkusinn að vinna...

munu ná að sigra miklu meira en minna...Happy

Í GUÐS BÆNUM FARIÐ VARLEGA Í GLEÐI VERSLUNARMANNAHELGARINNAR HVAR SEM ÞIÐ VERÐIÐ...Wizard 


Ferðalagið ;)

Ég er komin í SUMARFRÍ TRALLALÍ HIHIHÍ DIRRINDÍ LoL

Fæ alveg 2ja vikna frí sem ég ætla að nota til að t.d. ferðast innanlands ...fara á staði  sem aldrei hef komið á áður og aðra staði sem sumir aðrir hafa ekki komið á áður Cool ....

Ætla m.a.s. að láta mig hafa það að vera túristi með strætó.is með juniorinn til Rvk.... og kveð hann svo þar eftir nokkra daga þar sem hann er að fara til Deutshland í Kiel-handboltaskóla..... og sjá hvað drengurinn er lukkulegur og spenntur yfir þessu...fara 4 aðrir sem hann þekkir og á sko eftir að kynnast 47 öðrum skemmtilegum unglingum og hressum þjálfurum og fararstjórum ásamt því sem er ekki hvað minnst spennó......en það er þegar Guðjón Valur og Aron mæta til þeirra og heilsa uppá krakkana og Alli Gísla líka auðvitað og DAGURINN sem KIEL liðið verður heimsótt og eytt með þeim heilum degi þar sem þeir fá að sjá hvernig alvöru atvinnumenn þurfa að hafa fyrir þessu ...verður aldeilis upplifelsi Grin jiii...væri svo til í að vera orðin gelgja aftur og á leið e-ð svona...

En ég fer nú aldeilis aðra leið ekki minna spennandi Wink...Gönguferð í Borgarfirði með hressu stelpunum síðan í fyrra í Gönguklúbbnum "Ein&8" .... Þar mun svo birtast maður sem mun nema mig á brott og verður land lagt undir dekk og felgur og örugglega fætur líka með þessum spennandi ferðafélaga Tounge.... Er bara orðin spennt af að hugsa nokkra daga fram í tímannWhistling

Fallega Húsavíkin og skemmtilegu Mærudagarnir verða ekki útundan  og tala svo ekki um að eiga nokkra daga til góða þar sem ekkert er ákveðið og ég get bara gert það sem mér dettur í hug þegar mér dettur það í hug ... Happy

Ahhhhh.... var búin að gleyma hvað þetta er notaleg tilfinning Heart SUMARFRÍ InLove


Sybbulína aðeins lengur

Róleg í nóttinni rigningin læðist...

Sólin sig felur og að manni hæðist...

ég samt svo mikið vil vita...

hvort sumarið sé búið með sinn hita Cool

 

 

Nú "Pollarnir "litlu í dag byrja spila...

næstu dagana má ekkert hjá þeim bila...

þeir margir með boltann eru snillar...

draumur þeirra margra  að verða millar Wizard

 

 

Vaktin mín nú alveg er að klárast ...

yfir því ég nú ekki tárast...

eftir rúman tímann klukkan verður átta...

þá ég kemst  undir sæng að hátta Joyful

 

 

Ég segi samt við ykkur góðan daginn...

hvort sem eruð í bæ eða farið á sæinn...

Eina sem ég mun núna sjálfri mér lofa...

að fara eftir vaktina beint heim og strax að sofa Sleeping


Skógarpúkar á kvöldgöngu

BESTI í heimsókn og ætlaði ég með hann í Kjarnaskóg að rölta einn hring (20 mín)..en það varð smá óvissuferð eins og mér einni er lagið að "skipuleggja"Cool og enduðum á að vera í 1 tíma og 15 mín í kvöldsólinni sem varð að logandi eldhnetti þegar leið á...Vááá - það var FLOTT ...

Ilmandi Kjarnaskógur-upp Kirkjusteinsbrekkuna uppá hamrana-þar yfir og upp(rosalegt að sjá hvernig snjóþunginn hefur beygt og brotið trénFrown...fannst við stödd í einhverjum ævintýraskóg í teiknimyndabók þar sem ég beið eftir að logandi gyllti eldhnötturinn sem miðnætursólin er á þessum tíma næði að reisa þau við aftur eins og hendi væri veifað....en gerðist ekki ...

Gengum svo  til norðurs ...aðeins lengra en ég hélt að við ætluðum...en sú leið var ófær vegna mýrarbleytuWoundering...þarf aðeins að þorna betur áður en maður getur farið að þræða leiðina niður meðfram læknum  og gilinu...

Komum svo niður rétt sunnan við Hamra-fylgdum stígnum aftur í Skóginn og kláruðum hringinnSmile 

Ekki nema tvær kanínur sem urðu á vegi okkar og önnur þeirra hélt hún væri héri  Tounge  ...Sáum líka skugga frá tveimur skógarpúkum milli trjánnaWink.....

En þvílík dýrð sem veðrið er og lognið og ilmurinn af trjánum og blómunum...Mmmmmmm ...Love is in the air...Love it InLove

Sofna nú sæl og mun sofa vel ..enda early wake-up í fyrramál... Vinnudagar framundaneftir góða helgiSmile

Adios y Buenos noches


Ójá ! Oui, je vais !

 

 

 Vvúúllle -Vúúú Whistling???  

Finnst að maður eigi að eyða sumrunum á Greece...Þar hvorki kroppur né heili frís...Cool Finnst eins og þar ég muni eiga heima...þó víðar ég leiti um alla geima...Tounge Svo margar FALLEGAR strendur...tala nú ekki um heitar hendur...Joyful Margar eru þessar Bjútífúl draumaeyjar...þar allir eru brúnir peyjar og gylltar meyjar...GrinLangar leiðir þar ég sæist glóa...eins og hér heima gera bæði Spói og Lóa...Blush

 

 

 Held að svona fallegan draum ...maður eigi að gefa gaum...Halo Aldrei skal nokkur segja aldrei eða nei... því eftir tvö ár ég mun segja VEI... W00t Í draumi minn smiður byggir á strönd ...setur á verkið sína góðu hönd...Smile undir klettum mun reisa lítið en falleg hús ...og mun að launum fá endalaust knús ......... InLove


 

Hvar væri ég stödd án drauma minna ....meðan þarf vinnunni að sinna.... ósofin í miðju næturvaktaríi...ég bíð eftir mínu fríi...Shocking læt hugann reika...og nota tímann til að leika Heart

ps. Er í sumarfríi frá facebook og kem sjálfri mér skemmtilega á óvart ...er ekki með fráhvarfseinkenni ...C U later...aligeiter Wizard


Stórkostleg upprisa

Það verður að segjast að miðsonurinn kann að endurheimta hin ýmsu heimilistæki frá dauðum Smile í vetur var það blandarinn sem ég get ekki verið lengi án, svo ég fór og keypti nýjan.... en um leið og hann var kominn á heimilið (sá nýji) prufar Bjarki að setja þann úrbrædda í gang og auðvitað rauk hann í gang og hefur virkað síðan Tounge og ég fór með hinn fyrir skilanefnd og fékk inneignarnótu Cool ... Sama gerist í hádeginu í dag eftir að hafa næstum jarðað blessað gamla góða sjónvarpið mitt og Hr. Langflottastur búin að bjarga mér um nýtt og flott...bara eftir að redda fari fyrir það norður...þegar Bjarki spyr af hverju ég þurfi að fá nýtt sjónvarp... ég segi honum og SÝNI að gamli imbinn er game over Blush ... þá dettur nú snillanum í hug að athuga með hvort allt sé tengt og ég segist allavega ekkert hafa tekið neitt úr sambandi ...en samt  hafði nú skarttenginu tekist að mjaka sér aðeins of langt út svo það var nú allt bileríið hehe... er semsagt  að fara horfa á fréttirnar meðan ljúffengur réttur er að marinerast í krydderíi ...Mmmmm , hlakka svo til að fara borða eftir nýja matseðlinum ...sem ég vona að verði til að koma í veg fyrir hausverki og aðra krankleika .... I Believe so Wink

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband