Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

KONA

Oftast hef glaðst og þakkað guði að ég skuli vera kona... InLove

Gæti þó hugsað mér hitt á ferðalögum og svona... Tounge

Menn eiga auðveldar með að standa undan vindi... Wink

meðan kona berar bossann, það er ekkert yndi... Gasp

nema fyrir forvitna sem kíkja og vilja gá...W00t

fá þá líka að heyra"hvað ert‘að reyna sjá" Shocking

svei mér þá....  Cool

En ég veit þó að skipta myndi ekki vilja...Wink

vera karl ég myndi aldrei skilja...Pinch

ég gleðst að vera mamma og móðir minna sona... InLove

mjá! og seinna amma það ég líka vona... Heart

 

Konur..Til hamingju með daginn og NJÓTUM hans...sama hvað við erum að fara gera ..  Kissing


Hátæknideildin í T11og góðu atriðin við að vera net- og sjónvarpslaus

Ég VISSI það hvað ég er mikil SNILLA Tounge þurfti bara smá sönnun fyrir því... Var frekar orðin pissssst á tæknimálum hér á heimilinu sem áttu að vera under control ( allavega finnst manni það fyrir næstum 20.000 á mánuði) ... Málið er semsagt það að bæði sjónvarp og net er búið að haga sér með miklum undarleghietum síðan ég kom heim á föstudagskvöld... með miklum herkjum gat ég klárað verkefni sme ég varð að skila rafrænt  fyrir miðnætti það kvöld.... Týpískt ég að vera á síðustu metrunum með allt svona Cool... En það tókst... svo er ég að vinna alla helgina og var ein heima svo mér var svosem sama hvort sjónvarpið virkaði eða ekki... (helvítis lýgi bara...mér var langt frá að vera sama...langaði að horfa á e-ð bara af því ég gat það ekki....En fór early in bed í staðinn sem var nokkuð sem ég var farin að skulda mér... en eftir að juniorinn minn kom heim á sunnudagskvöldið ..og á mánudagskvöldið...og þriðjudagskvöld...og enn ekkert sjónvarp eða internet nema í óútskýranlegum furðulegheitum sem ekkert gagn né gaman var að...þá lofaði ég að hringja í tæknideild símans strax næsta morgun..semsagt í morgun! ... en í gærkvöldi þegar við stráksi höfðum ekkert annað að gera en horfa á hvort annað og spjalla saman, sem var vissulega gott og gaman í góða stund, og hann örugglega fannst alger snilld að horfa svona lengi á múttu sín aog spjalla hehe...en þá sagði ég við hann annað kvöldið í röð ...að nú yrðum við bara að fara snemma í bed og fara bara að lesa Joyful...eða horfa kannski á video...VIDEO! hváði drengurinn... eigum við einhvejrar videospólur spurði hann svo hehe....,hann fór í sjónvarpsskápinn sem ekki hefur verið tekið til í lengi og fann eina sem á stóð "RockStarSupernova" og við fórum að horfa á þessa snilldarþætti síðan Magnificent tók þátt ... en á þessari fínu VHS -LongPlay upptöku á ég alla þættina og var þetta hin fínasta skemmtun hjá okkur... eiginlega fannst honum ekki síðra að horfa á eldgamlar auglýsingar hehehe... þær voru margar fyndnar og gaman að rifja upp... en yfirleitt spóluðum við yfir þær... honum var samt bara ekki alveg sama um þetta furðulega tæki sem videoið er Happy ... vegna netleysisins tókst mér einnig að gera úrdrátt úr tveimur greinum í sambandi við heljarinnar verkefni sem er í vinnslu af því að ekkert var að trufla mig ...eða ég að leyfa truflun (öðru nafni FACEBOOK) Devil ... en já, eftir að haf ahaft samband við tæknideild og sagt að ég væri að verða brjál yfir þessu veseni á netinu HJÁ ÞEIM og ég vildi NÝJAN router STRAX í DAG!!! Gamla bara farin að vera ákveðin og með sinn rétt á hreinu takk hehe....þeir gátu nú ekki lofað hvenær einvher kæmi, en vonandi í dag... ég ákvað að gefa þeim séns til 3 og hvað gerir maður þá?.... DREIF Í TILTEKT! Búin að vera á leið að ryksuga og skúra ásamt nauðsynlegri tiltekt sem ég hef látið sitja á hakanum  af því það gæti e-ð farið framhjá mér á meðan í netheimum...ER EKKI að djóka !  Kræst hvað ég ætla í meðferð very soon Whistling  ... en þá að SNILLDINNI hjá snillunni  og tækniundrinu MÉR... Þegar ég var að þurrka af í kringum routerinn sá ég einhverja snúru(var margoft búin að skoða allar þessar snúrur um allt þarna ) og ákvað að tékka á því hvað gerðist ef ég skipti þessari snúru út fyrir aðra sem var ekki tengd við neitt... miðsonurinn var með hana tengda inn í sitt herbergi og þar sem hann er farinn með sitt TV þá var ekkert gagn að þessari snúru og það FATTAÐI ég loks meðan beið eftir TÆKNIMÖNNUM til að græja þetta og gera mig að fífli í eliðinni hehehe..W00t Er ekkert smá hamingjusöm að hafa fattað þetta áður en þeir kæmu og sæju auðvitað STRAX hvað væri vesenið og akkúrat EKKERT að routernum  og færu að hlægja að típískri KONU og TÆKNIMÁLUM :) Nú get ég aftur dottið inn í tímaþjófinn sem sjónvarp og netið er Shocking  

hihi... það er bara gaman að vera til og nú bíð ég spennt eftir að sonurinn komi heim og sjái hvað ég er  mikil SNILLA  ...held að við ætlum samt að hafa videokvöld aftur í kvöld og horfa meira á RockStarSupernova InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband