Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013
31.7.2013 | 20:41
Pollý mín klikkar ekki !
GLÆSILEGT ! Næsti frídagur minn er einmitt á mánudaginn ...hiti 2-5°
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar
Kaupi mér bara eitt stykki ljósakort og fer í þykjustuleik í huganum ... margt hægt að láta hugann reika í "samlokugrillinu" ...Annars er það bara frk. Polly og hafa sól í hjarta og hætta bara kvarta því ég á ástina mína bjarta sem ég sé ekki eftir að hafa leyft mér að starta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2013 | 17:49
Hver þekkir ekki svona mann?
Sorglega fallegt lag...
get samt hlustað oft á dag...
Bakkus of mörgum í sínar greipar hefur náð...
þeir orrustur saman miklar hafa háð...
sumir þeirra mér afskaplega kærir...
í drykkjunni stundum orðið alltof færir...
Þeim mörgum finnst betra inn'í sér að þegja ...
vilja ekki hlusta hvað aðrir hafa segja...
ég á mér ósk að þurfa aldrei meira ...
um einhvern mér nærri slíkan texta að heyra...
Þeim sem hefur tekist Bakkusinn að vinna...
munu ná að sigra miklu meira en minna...
Í GUÐS BÆNUM FARIÐ VARLEGA Í GLEÐI VERSLUNARMANNAHELGARINNAR HVAR SEM ÞIÐ VERÐIÐ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2013 | 17:46
Ferðalagið ;)
Ég er komin í SUMARFRÍ TRALLALÍ HIHIHÍ DIRRINDÍ
Fæ alveg 2ja vikna frí sem ég ætla að nota til að t.d. ferðast innanlands ...fara á staði sem aldrei hef komið á áður og aðra staði sem sumir aðrir hafa ekki komið á áður ....
Ætla m.a.s. að láta mig hafa það að vera túristi með strætó.is með juniorinn til Rvk.... og kveð hann svo þar eftir nokkra daga þar sem hann er að fara til Deutshland í Kiel-handboltaskóla..... og sjá hvað drengurinn er lukkulegur og spenntur yfir þessu...fara 4 aðrir sem hann þekkir og á sko eftir að kynnast 47 öðrum skemmtilegum unglingum og hressum þjálfurum og fararstjórum ásamt því sem er ekki hvað minnst spennó......en það er þegar Guðjón Valur og Aron mæta til þeirra og heilsa uppá krakkana og Alli Gísla líka auðvitað og DAGURINN sem KIEL liðið verður heimsótt og eytt með þeim heilum degi þar sem þeir fá að sjá hvernig alvöru atvinnumenn þurfa að hafa fyrir þessu ...verður aldeilis upplifelsi jiii...væri svo til í að vera orðin gelgja aftur og á leið e-ð svona...
En ég fer nú aldeilis aðra leið ekki minna spennandi ...Gönguferð í Borgarfirði með hressu stelpunum síðan í fyrra í Gönguklúbbnum "Ein&8" .... Þar mun svo birtast maður sem mun nema mig á brott og verður land lagt undir dekk og felgur og örugglega fætur líka með þessum spennandi ferðafélaga .... Er bara orðin spennt af að hugsa nokkra daga fram í tímann
Fallega Húsavíkin og skemmtilegu Mærudagarnir verða ekki útundan og tala svo ekki um að eiga nokkra daga til góða þar sem ekkert er ákveðið og ég get bara gert það sem mér dettur í hug þegar mér dettur það í hug ...
Ahhhhh.... var búin að gleyma hvað þetta er notaleg tilfinning SUMARFRÍ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2013 | 06:49
Sybbulína aðeins lengur
Róleg í nóttinni rigningin læðist...
Sólin sig felur og að manni hæðist...
ég samt svo mikið vil vita...
hvort sumarið sé búið með sinn hita
Nú "Pollarnir "litlu í dag byrja spila...
næstu dagana má ekkert hjá þeim bila...
þeir margir með boltann eru snillar...
draumur þeirra margra að verða millar
Vaktin mín nú alveg er að klárast ...
yfir því ég nú ekki tárast...
eftir rúman tímann klukkan verður átta...
þá ég kemst undir sæng að hátta
Ég segi samt við ykkur góðan daginn...
hvort sem eruð í bæ eða farið á sæinn...
Eina sem ég mun núna sjálfri mér lofa...
að fara eftir vaktina beint heim og strax að sofa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)