Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
22.1.2013 | 18:49
ég elska að elska
No hay nada más hermoso que ojos marrones y una sonrisa encantadora en sus labios besando mi amor
Mikið er þetta stórmerkilegt fyrirbæri sem kallast ást hvað gerist þegar maður er búinn að reisa vegg úr gleri og "leyfir sér" að sleppa takinu á hinu vonlausa sem frekar dró úr manni kraft heldur en styrkja þó maður hafi haldið það á tímabili og hélt dauðahaldi í...ég þorði ekki að sleppa.. ætlaði sko EKKI að leyfa mér að njóta þess sem er það dásamlegasta í heimi... (svona utan við dásemdir sem börnin manns veita manni á ótal vegu )......en fékk hjálp frá hinum enda stálþráðarins að taka loks meðvitaða marghugsaða ákvörðun um að sleppa erfiðu taki á honum, sem var samt svo gott á sinn sérstaka hátt en Ljónið í veginum var of stórt á þessum óslítandi þræði og ég réði ekki við það, sem ég held að hafi opnað fyrir dásemd sem er engu lík eftir að ég sleppti takinu. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Amor að lauma sér innfyrir glervegginn sem áður hafði verið mölbrotinn og opna hann að innanverðu án þess svo mikið sem rispa glerið.... það gerist ekki nema vera stillt á réttri bylgjulengd + dáleiðandi brún augu og fyrir þá sem skilja ekkert í þessu og botna ekki í einu eða neinu þá er ég sjálf enn að reyna skilja þetta en ætla ekki að gera neitt til að breyta því ....því ástin er svo merkileg og beautyful ...sérstaklega þegar hún kemur svona óvænt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2013 | 14:28
Ég var "næstum því hrösuð"
Já góðan dag! Það munar ekki um svellin og hálkuna hér í bæ þó líklega finnst hún víðar
En ég verð bara að segja frá því að það var eingöngu vegna minna óútskýranlegu fimleikahæfileika og "lipurðar" sem mér tókst að enda á fótunum í stað að lenda á hvolfi eftir ótrúlega flottan loftfimleikasnúning áðan á leiðinni heim úr skólanum ( Helga, Guðný og Maren mínar .....ég var "NÆSTUM ÞVÍ HRÖSUÐ"híhíhí En er að spá í að fara nota skíðahjálminn bara í spásseríutúrunum mínum þar til í vor...sýnist að svellbunkarnir séu ekkert að fara fyrr en með sumrinu ...sem er by the way alveg að koma Get varla beðið... hlakka til sumarsins einsog börnin hlakka til jólanna... Sumrin eru sko minn tími, hef smá fyrirframáhyggjur af að geti ekki gert nærri allt sem ég ætla frekar en í fyrrasumar , en mikið sem það verður samt skemmtilegt Þá finnst mér ég frjáls einsog fuglinn fljúgandi og á eftir að "svífa" í mínum skógartrimmum og leiðöngrum sem fara bráðum að skella á aftur Love it ..... Frelsið felst í svo mörgu Elska svo mörg lög með Palla og finnst EKKERT að því ...því ÉG er bara eins og ÉG er my own special creation ......
mörgu ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2013 | 21:52
Örsaga úr lífi Dollu
Hverju skyldi ég hafa lent í áðan meðan ég beið eftir að Inga vinkona myndi sækja mig ?
jerimíjas, hún var svona á síðustu stundu svo ég sagði henni að ég myndi bara labba á móti henni .... og þá byrjar sagan :
Ég fer út og allt í lagi með það...fékk símtal frá Helgu vinkonu og við erum bara að spjalla
..langt síðan heyrði í henni ég segi henni að ég sé gangandi í Skógarlundinn í svelli og kolsvarta myrkri...ekki uppá gangstétt,var bara í kantinum svo Inga mín sæi mig nú örugglega þegar hún kæmi á móti mér... ég í svartri úlpu og buxum í myrkrinu ÁN nokkurs endurskyns nema kannski á íþróttaskónum sem ég var með í fanginu..... Vorum nefninlega á leið í BOTTOMLIFT ...ætlum sko að tæta utanaf okkar flottu bossum á næstu vikunum
jæja... ég er ekki búin að tala lengi við Helgu mína þegar ég sé Ingu koma og gef henni merki, en hún keyrði bara framhjá
.....ég segi þá í símann að það sé ljótt!, ég sjáist bara ekki í myrkrinu
hún bara keyrði framhjá mér..en ég stoppaði og leit á eftir henni...og sá þá að hún stoppaði nú fyrir mér svo ég hljóp til hennar í bílinn og alltaf í símanum á meðan..Helga var með þetta allt í beinni..
..........hehehe.....
híhí...nú fæ ég kast aftur sko... bara af að hugsa um þetta.... ómæ ...
bíllinn stopp og ég komin að honum og opna hurðina og skvera mér inn...og er að fara loka hurðinni þegar ég sé að "Inga" er ekkert Inga!!!
Undir stýri situr brosandi maður og vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið... og ég enn í símanum.. lít á manninn og segi..."JIMINN...ÉG er í kolvitlausum bíl"!
hahaha
og sprakk úr hlátri..en maðurinn hélt ég væri að stppa sig þegar ég gaf Ingu" merkið ...
hehehe...
Næsti bíll sem kom var svo hún Inga og sá þegar ég staulaðist út úr hinum bílnum...og skildi ekkert hvaðan ég var að koma og það líka grenjandi úr hlátri hehe.....skrönglaðist þannig,enn í símanum, upp í bíl til hennar... og ætlaði aldrei að geta byrjað að segja henni frá þessu uppátæki.... en Helgu fannst nú gaman að þessu svona í beinni híhíhí....
Þetta var nú svona örsaga úr lífi Dollu ...pínu típískt ég...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)