Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Hvert flaug AMOR ?

Mætti halda að ég hefði ekkert verið að gera í 10 daga en það er einmitt öðru nær Cool Veðrið loks  komið með sumarhita og yljar manni að utan sem innan og maður ekki mikið hangandi heima við Cool

Mærudagarnir voru alveg hreint eins og þeir áttu að verða ..FRÁBÆRT veður  og mikið mannlíf og á föstudeginum og sunnudeginum  fékk ég mér  frábæra göngu og trimmtúra upp að vatni og hringinn þar og sund á eftir  en það hef ég ekki gert síðan ég var stelpa á Húsavík að fara í sundlaugina þar og lá við að ég þyrfi leiðsögumann í gegnum sturtuklefann hehehe..dáltið mikið búið að taka þá í gegn og breyta Wink( sem veitti ekki af) ótrúlega notalegt að "dorma" í heitu pottunum og  hlusta á með öðru eyranu hvað fólk er að spjalla ...þar eru sko fjölbreyttar umræður í gangi úr öllum áttum.

"Litla " örverpið mitt búinn að vera  hjá pabba sínum undanfarið og  kemur heim  nú í dag eða mrg. og  verður nú gaman að fá ferðasöguna hjá honum þar sem hann er búinn að vera og  er  í fjórhjólaferð  sem er ekki það sem honum leiðist ...en fumburðurinn  kominn heim og verður þar til hann fer suður í HR um miðjan ágúst og þessa vikuna hef ég vaknað kl.7 og elda hafragraut fyrir hann áður en hann fer í vinnu og  fæ mér auðvitiað líka ( namminamminamm) finnst hann svo góður og syninum líka og svo er ég bara ekkert syfjuð  á eftir og er bara komin á fætur  ..hvað er málið með það! í sumarfríii og vakna  svona early (  hugsa mér alltaf gott  og  ætla aftur uppí að kúra en ekki enn gert það ) Sé nú samt aldeilis ekki eftir  þessu  fyrir stóra strákinn hennar mömmu sín Heart Finnst bara gott að geta stjanað pínu við hann þessa dagana  ...ekki svo margir aðrir sem ég get verið að stjana við  Blush þó ég vildi !

Fór í trimm í Kjarnaskóg í gærkvöldi og hljóp 2 hringi sem er ekki í frásögur færandi  nema það var óvenju mikið af lífi í skóginum  ...mætti nokkrum sætum kanínum sem eru  búnar að gera skóginn að sínum heimkynnum Wink og eru í öllum litbrigðum..margar svo fallegar , hljóp framúr konu með hund og þar rétt hjá hljóp ég framhjá stelpum sem voru að róla sér í risadekkjarólu með annan "hund"  pínupínu stýri sem hélt að hann væri Lion King því hann fór svoleiðis að gelta og urra  ( á hinn hundinn  auðvitað) hélt fyrst  hann væri að kalla á mig litla Ljónið Cool   en þeir héldu svo örugglega báðir að þeir væru orðnir að ljónum því  eigendur þeirra voru ekkert alveg að geta fengið þá til að slaka á aftur hehe... en Þetta voru nú ekki réttu urrin til að geta kallað sig ljón sko  !  SVo  tala ég ekki um fuglana sem sungu fallega fyrir mig ( nema þeir hafi verið að syngja fyrir ástföngnu hjónin sem leyddust í rómantískum göngutúr í skóginum )  Þó það eigi kannski ekki eftir að liggja fyrir mér  þá finnst mér svo fallegt og frábært að sjá fólk sem er búið að vera lengi saman og gift í mörg ár að sjá að þetta er til.... maður sér stjörnublikið í augunum þeirra og  ósýnilega hjartað sem umvefur þau allan hringinn InLove  ÉG reyndi að tala til Amors og biðja hann að fljúga með HeartBogann sinn og ástarörvarnar Heart í leiðangur fyrir mig  en veit ekki enn hvort hann fann rétta staðinn...það verður að koma í ljós.. a.m.k. varð ekkert LJÓN á vegi mínum í skóginum bara litlir hundar og kanínur í þykjustuljónaleik en hvað er ekki sagt ?  ÖLL DÝRIN Í SKÓGINUM EIGA AÐ VERA VINIR !

 

En þá er Versló að koma einu sinni enn ( fattaði það í gærkvöldi eftir að var komin heim í skógarferðinni að það var að koma myrkur og kósý kertakvöldin að fara byrja))  Happy það er nokkuð sem ég elska , þó ég vilji hafa bjart á morgnana sem allra lengst , þá elska ég rökkurkvöld á haustin jafnmikið og björtu sumarnæturnar á sumrin því allt hefur sinn sjarma Kissing

 

 

 

 


grrrrr...............

arrrg! Þetta á að vera bannað svona snemma morguns Angry...ég ákvað að blogga þar sem langter um liðið síðan ég gerði það síðast og er á fótum svona snemma í fríinu þar sem búið er að skella á tækniæfingum fyrir litla fótboltakallinn minn og hans lið kl. 8 á morgnanaGasp þessa viku og svo aftur venjulegar æfingar um hádegi...en já, ég er ekki betur vöknuð en það að ég gleymdi að vista uppkastið og þar með strokaðist allt út og ég var búin að skrifa þessa fínu ritgerð frá Húsavíkurdögunum mínum..Kanski þetta hafi ekki verið fyrir viðkvæma og þessvegna einhver stjórnað því að allt þurrkaðist útWhistling en nú nenni ég ekki að skrifa  það allt aftur , nema hvað það er gott  að koma á Víkina fögru  og þar eru  góðar  göngu og trimmleiðir sem ég hef ekki farið áður eins og að hlaupa kringum Botnsvatn sem var svo gaman og falleg leið .. og gaman að hitta "gamla" Húsvíkinga til að knúsa og spjalla Kissing

Annars var lesturinn aðallega um okkur systur  sem höfum stundum verið kallaðar "skvetturnar " hans Bróa.. líklega vegna þaess að þar sem við komum 4 saman er ævinlega mikið gaman LoLog  hvort sem við vorum á kaffihúsum út í bæ eða heima hjá múttu eða hver annarri , þá er hlegið og fíflast út í eitt  og brandararnir hver öðrum fyndnari og merkilegri en yfirleitt skilur þa´enginn nema við þar sem þeir eru yfirleitt búnir til jafnóðum heheheTounge... Bara snilld hjá okkur  The Syst.  

Svo var líka þetta skemmtilega ættarmót þar sem við vorum 70 manns sem erum komin af langömmu og langafa  ..en þeir sem voru á ættarmótinu voru börn  þeirra ( bara einn á lífi af 3 en hann er ættarhöfðinginn!) og þeirra afkomendur ..tókst rosalega vel og  gaman að hitta alla sem eru svo löngu brottfluttir í allar áttir og maður sér örsjaldan og suma aldrei , nema á ættarmótum ..............Cool

Jæja, ætlaði að gera e-ð við daginn annað en vera í tölvunni  fyrst er komin á fætur svona snemma...var rétt farin að njóta þess að geta sofið út hehee.. Wink

 

En fljótt fer ég aftur til elsku Húsavíkur og þá eru það Mærudagarnir sem kalla og verður  gaman gaman, bara verst að verðum þá einni systur fátækari þar sem hún verður rétt farin heim til sín til Noregs .Sakna hennar strax .. 

InLove 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Niðurgangurinn óneitanlega þægilegri ;)

Þá var hann loksins heimsóttur elsku Kaldbakur sem er búinn að bíða lengi eftir mér Grin...Veðrið gat ekki verið mikið betra , því þá hefði það næstum verið verra...Er nógu sólbrennd í framan  eftir  snjóbyrtuna Cool en smástund á nokkrum stöðum fór sólin og það hvessti og  þá kom hrollur í mann en vááá..þessi ferð var þess virði - við gengum 12,7 km. fórum upp í 1167 m.y.s. byrjuðum m.a.s.  næstum við sjóinn og vorum nokkuð sprækar Smile Héldum  ( eiginlega sem betur fer) að þetta væri ekki alveg jafn bratt  og langt   en reyndar var 1. hlutinn langerfiðastur ..löng og mjög brött brekka beint upp  ...og eins og maður hefur orðið var við í fleiri fjallaferðum er fleiri en einn staður sem maður er næstum viss um að nú sé maður loks að komast á toppinn Bwahaha...þvílíkar sjálfsblekkingar þar á ferð hehe..Errm 

Verð svo að segja frá einu frekar fyndnu sem við sáum á leiðinni niður en það var miði sem lá á jörðinni   og á honum stóð : Hlíðarfjall Akureyri LoL

Svo skemmtum við okkur ekkert smá vel þegar við hlupum niður brekkurnar sem voru þaktar í snjó og skríktum eins og smá krakkar en það var bara svoooo gaman  að hlaupa þar niður Cool 

Við vorum 3klst.15mín upp með nokkrum öndunar og drykkjarstoppum + 1 nestispása Wink  en niðurgangurinn tók 1 klst.40mín  ...stoppuðum góða stund á toppnum þar sem útsýnið var FRÁBÆRT og  veðrið gott þannig að við vorum 5 klst og 15 mín frá bíl í bíl Whistling

Fréttum svo í Sjoppunni á Grenivík af mönnum sem fóru upp í fyrrakvöld og voru nákvæmlega jafnlengi og við upp en nokkrum mín fljótari niður svo þá urðum við bara ansi ánægðar með okkur aftur..vorum það náttl. fyrir Tounge

ÞAð voru semsagt frekar rauðleitar, dasaðar og smá þreyttar vinkonur sem brunuðu  til Akureyrar  eftir flottan dag InLove    Vonandi hafa aðrir notið dagsins vel líka HeartHeartHeart Luv...........


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sló MITT met um 1/2 tíma

Það var bara algert æði  þessi ganga og  ég var  bara á hlírabol þar til ég var næstum komin  up on the TOP!  Slatti snjór  með mismunandi miklu öskulagi ...sem var skemmtileg blanda við móana , mýrarnar ,mosann, kindastígana , grjótið og allt hitt . En einhverra hluta vegna rifjast alltaf fyrir mér   ljóðið " Urð og grjót " þegar maður er kominn á efri part leiðarinnar . Og ekki má gleyma því að Mr. Bigfoot er til ...Enginn efi , sá spor hans og  tók mynd til sönnunar sem hægt er að sja´hér  í viðhengi Wink

Var samt 1/2 tíma fljótari nú en í haust þegar ég fór síðast  og er mjög sátt með það og enginn þurfti að kalla í 112  

2klst. 45 mín Cool 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

úr Salsadans í Súludans

Skrapp til Siglufjarðar í gær og  þetta er eins og lítill bær einhverstaðar í útlöndum í svona dásamlegu veðri Coolog  fjöldi fólks  á ferðinni og  stemmningin skemmtileg Wizard Tala nú ekki um hvað þetta er orðið  örskotsfæri að skreppa í gegnum Héðinsfjarðar göngin..Ólsafsfjarðargöngin samt alltaf frekar lítið skemmtileg..dimm-blaut-þröng allvega í aðra áttina og ég sem verð svo fjarlægðavillt í svona myrki þegar er að keyra , er alltaf að spá hvar er næsta M til að komast í þegar mæti bíl..Mikil umferð bæði í dag og gær. 

 

En já aftur að Sigló..fór að heimsækja vini mína sem eru þar í orlofsíbúð..yndisleg hjón sem hægt væri að skrifa margar skemmtilegar og frábærar sögur um hehe...á von á útgáfu frá bóndanum eftir einhver ár LoLen hann er sem betur fer búinn að halda dagbók í 30ár svo  maður á von á góðu þegar hún kemur út ...en  þau þekkja önnur yndisleg hjón á Sigló og var boðið þangað í mat í gærkvöldi og ég gesturinn  þvílíkt boðin velkomin með  og vááá...það var þá eins og ég hefði þekkt þetta fólk alla ævi  og ekkert tilsparað í frábærri veislu , bæði mat og drykk og tala ekki um  skemmtilegheit Grin..fórum svo á uppskeruhátið Þjóðlagadanshátíðarinnar (sem er búin að standa yfir  í einhverja daga ..)um kvöldið sem stóð í nokkra tíma og bara gaman  og endaði með hörku Salsa bandi að sunnan sem stóð fyrir Salsaballi á eftir og það var aldeilis tekin  suðræn sveifla þar...Sideways

 

er svo komin heim og  fjallasýnin dásamleg á heiðskýrum himninum  svo ég heyri Súlurnar kalla á mig og ætla því að skella mér sem sneggvast í Súludans ...Búin að biðja soninn að hringja í neiðarlínuna ef ég verð meira en 4 tíma Tounge ..Kvitta hér aftur ef ég lifi ferðina af sem er ekki víst því þetta er fyrsta fjallgangan síðan í haust ! Ekki beint verið skyggni í slíkar ferðir fyrr en nú ..en þá legg ég í Súludansinn þetta sumarið Wink

Hasta la vista  


spenningur

Jæja, þá er pottþétt ekki aftur snúið að ég verði skólastelpa í vetur þar sem ég var að enda við að borga skólagjöldin Wink og ekki laust við að smá fiðringur og  pínu spenna sé komin í heimsókn.

...úfff...allt í einu er þetta svo raunverulegt og stutt í að allt byrji ...þarf að fara kaupa mér fartölvu og kanna hvaða bækur ég get reddað mér notuðum og  kaupa hinar á amason ( það er m.a.s.  myndband inni á háskólavefnum fyrir fólk sem  hefur ekki þurft að brasa í svona áður sem kennir manni að kaupa frá t.d. amason ) Tounge Það hefur verið gert spes fyrir mig örugglega  hehe....

en ég er reyndar hvorki sú eina né elsta sem er að fara í háskólann svo ég get verið alveg róleg með það, bara pínu skrítið en skemmtilegt að byrja um leið og elsti sonurinn Heart....Þarf bara fljótlega að fara setja mig í gírinn í sambandi við ýmislegt sem ég þarf að gera áður en fjörið hefst ..ath. hvað bankinn verður góður við mig og ýmislegt í þeim dúr skemmtilegt...er búin að segja upp næturvöktunum svo þær verða ekki hindrun í veginum...Spurning um 1 Ljón í veginum en það kemur í ljós  Blush hvernig  það gengur Cool það verður þá  bara skemmtilegt og spennandi... 

Say No More.......... 

 


SólarGuðinn þolir ekki að sjá mig bera

 

ÉG get svarið það ..

maður er greinilega aldrei ALVEG ánægður Errm..nú er hiti og næs veður en engin sól búin að vera nema  mjööög takmarkað síðan á laugardag ..hún hefur samt látið sjá sig  nokkrum sinnum, og mín rokið út á svalir og í sólbaðsuniformið Cool Hvað gerist þá ? Jújú, um leið og  ég er mætt  fer hún aftur...glennir sig aftur og kæfir allt úr hita og mín út aftur og nú man ég eftir að bera á mig redskinnavörnina...hvað gerist ? Jújú, nú er hún farin áður en ég kemst út Woundering...hvað er málið - eina sem mér dettur í hug er að sólarguðinum verði svona um að sjá mig hálfbera, hann þurfi bara að kreysta aftur augun og þar með loka fyrir sólskynið - skil það nú bara ekki Blush !

En Polly  á þetta eins og  margt annað ..fæ þá ekki sortuæxlin á meðan ...Wink

En til að njóta nú samt góða veðursins  ætla ég að drífa mig í skógargöngu - meira en time komið á það  -

 Heart VIVA LA VIDA  Heart


ஜ ஜ hver krókur og lykkja þess virði ஜ ஜ

Þá er að ljúka skemmtilegri helgi sem er búin að vera full af spennu og dramatík -Cool fótboltinn sér manni algerlega fyrir slíku ef hún kemur ekki á öðrum vígstöðvum...hefði ekki trúað fyrir nokkrum árum ef einhver hefði sagt mér að ég myndi standa hin æstasta  á hliðarlínunni  yfir FÓTBOLTA- hvað þá að horfa á HEILAN leik í sjónvarpinu  og m.a.s. hafa gaman af Smile Þá manneskju hefði ég úrskurðað sem ekki alveg í lagi en þetta er samt að gerast með mig og það bara oftar en einu sinni ..svo spurningin er kannski hvort það sé  ÉG sem er ekki ALVEG í lagi ? Sideways okok..ég veit , ég er ekkert ALVEG í lagi en svona næstum því og það dugar Cool

 

En nóg um boltann í bili- það tók nú ekki langan tíma í dag fyrir DUGLEGT fólk að hreinsa svæðið og ganga frá eftir  þessa daga og svo grillveisla á eftir ...

Eini gallinn við þessa helgi er að ég hef ekki hreyft mig neitt ( er þá að meina almennilegar göngur eða hlaupatrimm) síðan á fimmtudag og dottið í það í sykurlegri merkingu..búin að úða í mig óhollustu  í dag og í gær ansi ótæpilega svo það mætti segja mér að ég verði "timbruð" á morgun og langar örugglega í "afréttara" semsagt eitthvað sæææætt og goooott Blush, en það má ekki , bara allllls ekki...þannig að ég ætla stilla vekjarann early in the morning og fara í dásemdar trimm og  borða gómsæta ávexti og grænmeti allan morgundaginn ÁN þess að þar laumist súkkulaði, kex eða annað gúmmelaði í MÆRUlíki inn fyrir mínar varir ! skammskamm... maður er ekki lengi að eyðileggja fyrir sér margra vikna árangur með nokkurra daga svindli ...Crying

En hvað er sagt ...aldrei of seint að snúa við  og fara til baka, manni seinkar bara aðeins en stoppar ekki...

 

ÉG held áfram minn veg sem er oft ansi hlykkjóttur og skrykkjóttur en kemst að lokum á leiðarenda og  þá verður hver krókur og lykkja þess virði ... Say No More InLove 


 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband