AF HVERJU...
...Þarf maður að eiga kreditkort?
...Þarf maður að nota kreditkort?
...Er ekki hægt fyrir landsbyggðarfólk að kaupa sér miða á tónleika á netinu nema eiga kreditkort?
...Er það eitthvað verra að staðgreiða vöru /þjónustu sem maður er að kaupa?
Ég bara spyr vegna þess að ég hef oft lent í því að geta ekki borgað fyrir það sem ég ætla að kaupa þó ég eigi fyrir því ....af því ég er ekki með kreditkort sem virðist hljóma sem eitthvað töfraorð ..bara spurning hvort sé Euro eða Visa?
Ég lagði og skilaði inn kreditkortinu mínu fyrir bráðum 4 árum þegar ég byrjaði mitt nám í HA, þar sem ég sá fram á að ýmsu yrði að fórna fyrir námið, sem er ekki beint sniðið fyrir fjárhag einstæðra foreldra eða réttara sagt þar sem LÍN er ekki að taka tillit til þess hvort maður sé í sambúð eða ekki. Ég skilaði því inn kreditkortinu mínu á 1.árinu svo ég gæti ekki eytt nema því sem til væri sem sjaldnast var annað en að borga húsaleigu, matvöru og íþróttastarf sonarins. Annað árið var um tvennt að velja í stöðunni...hætta í skólanum eða hætta að vera bíleigandi og mér fannst síðari kosturinn vænlegri fyrir mig þar sem ég vildi klára það sem var byrjuð á og get ekki sagt að ég hafi oft saknað þess, þó auðvitað sé ótrúlega þægilegt að geta skroppið hingað eða þangað, en með hjálp góðra vina og vinkvenna, barna og fjölskyldu sem hafa getað skutlað mér ef á þarf að halda hefur það gengið upp Nú er ég að ljúka námi og útskrifast sem hjúkrunarfræðingur og mun bankareikningurinn ekki fitna mikið við það svo ég mun því hvorki kaupa mér bíl aftur í bráð, né fá mér annað kredidkort, því áfram þurfa launin að duga fyrir því sem verður að borga og hitt má bíða.... ...eeeeen, þó verður maður að fá að njóta einstaka tilbreytingar og fara á góða tónleika, eða það finnst mér þrátt fyrir að vera ekki með kreditkort.
Upphafið af þessari romsu byrjaði einmitt nú í morgun þegar ég ætlaði að kaupa miða á tónleika á midi.is sem verða um miðjan ágúst og búin að finna fínustu sæti...neinei...hvað gerist í síðasta skrefinu? ...Borgaðu með kreditkorti eða enginn miði-Þú ræður .... Ég sendi póst hvort ekki væri hægt að millifæra eða borga með netgíró og fékk þetta svar:
Sæl, Því miður er ekki hægt að kaupa á netinu nema með kreditkorti en þú getur komið á afgreiðslustaði okkar og keypt þar með debit og pening"
Bestu kveðjur / Best Regards xxx-xxx Þjónustuver Midi.is Skaftahlíð 24
Ps. Það verður í besta falli búið að selja bestu sætin þegar ég fer næst suður, eða orðið uppselt...hvað þá fyrir fólk sem er ekki jafnoft á ferðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar eða annarstaðar á landsbyggðinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.