8.3.2014 | 16:23
Ekki gera ekki neitt...Þurfum ekki að láta okkur kveljast
Ég vissi ekki að ég væri með endometriosis eða legslímuflakk fyrr en vaknaði af svæfingu eftir legnám fyrir þremur árum og læknirinn kom og óskaði mér innilega til hamingju með að vera laus við þetta líffæri!!! MIKIÐ sem ég er þakklát fyrir að vera laus við mitt leg, það get ég aldrei sagt af nógu mikilli sannfæringu því ég eignaðist NÝTT LÍF ! Er ekki að meina að hver sem er fari í svo róttækar aðgerðir sem legnám er, en KÆRU KONUR sem eruð að drepast úr þessu...Við þurfum EKKI að láta okkur kveljast og það hefði ég verið til í að vita fyrr kannski, því til eru fleiri leiðir sem hægt er að prófa fyrst.
Í mínu tilviki voru þessir mánuðir sem tók að jafna mig þess virði og miklu meira en það.... Get grátið þegar hugsa um hve mörg ár í hörmung þetta var og ég hélt þetta fylgdi því bara að vera kona á túr...þó sumar vinkonur mínar segðust bara vera í nokkra daga og þyrftu ekki að taka verkjalyf!!! Hélt stundum að þær væru að ljúga
Það versta sem mér fannst við að verða einstæð, var að geta ekki vakið manninn á næturna eins og ég þurfti stundum að gera þegar ég var verst ef ég gleymdi að setja verkjalyf og vatnsglas á náttborðið fyrir nóttina...ég komst ekki framúr til að ná mér í og gat bara skriðið fram en ekki staðið upp til að teygja mig upp í skáp. Í hverjum einasta mánuði var ég að engjast úr krampaverkjum í 2-3 daga, var á blæðingum í 10 daga til tvær vikur, oft sturtblæðingum ...og byrjaði svo strax að kvíða fyrir næsta tímabili sem kom mesta lagi 10 dögum til tveimur vikum seinna. Þá byrjaði allt aftur! ..ég gat ekki keyrt bíl þessa daga þegar var verst, var stórhættuleg í umferðinni og sinnti engum umferðarreglum! Gat ekki talað við fólk, svaraði t.d. ekki síma , því ég hafði ekki kraft til að tala. Man einu sinni þegar ég staulaðist út í apotek , lagðist fram á afgreiðsluborðið og bað um allt sem hægt væri að fá til að lækna túrverki og það strax...rétt gat hvíslað þessu svo skildist...Veit ekki hvað aumingja afgreiðslukonan hefur haldið um mig en sagði slíka töfralausn ekki vera til því miður svo ég fékk það sama og vanalega og dugði yfirleitt ef ég náði að taka áður en verkirnir urðu óbærilegir, þá varð lítið við ráðið meðan mestu krampaverkirnir gegnu yfir. Lýstu sér sem verstu samdráttarverkir.
Vegna fáfræðslu þá hvarflaði Ekki að mér að um endometriosu væri að ræða...eða réttara, jú, kannksi hvarflaði það að mér, en e´g vissi ekki að hægt væri að gera e-ð við því...hélt ég bara væri ein af þessum óheppnu sem væri með svona mikla túrverki" alveg frá því ég byrjaði 11 ára gömul, en fannst verst að það varð bara verra með árunum ...og þegar ég komin á fimmtugsaldur var enn að drepast vegna túrvandamála, þá fannst mér nóg komið ... hefði svo löngu fyrr viljað vera búin að láta gera e-ð við þessu og hefði gert það ef ég hefði vitað betur.
Konur ...Það er EKKI eðlilegt að vera Á FLOTI"þegar blæðingar eru...það er EKKI eðlilegt að vera með verki við samfarir og jafnvel hreinlega bara ekki þola slíkar athafnir ...það er EKKI eðlilegt að vera með svo mikla verki að maður orkar ekki annað en liggja í hnipri og rugga sér fram og aftur og grenja af verkjum...það er EKKI eðlilegt að vera á blæðingum í hálfan mánuð og byrja aftur jafnlengi eftir nokkra daga...
Talið við samtökin enometriosis eða farið til læknis , það er hægt að bæta ástandið og tala ekki um ef þið eruð hættar og alveg ákveðnar að eignast ekki fleiri börn ...Get sagt að legnám breytti lífi mínu og ég varð eins og upprisin... kvíði ekki lengur að fara í ferðalög , kvíði ekki að fara sofa og eiga á hættu að vakna í krampakasti og því að þurfa eiga þetta vofandi yfir mér í tíma og ótíma ...Ég er FRJÁLS og ...
... Nú elska ég lífið og lífið elskar mig
http://www.visir.is/dagur-hinna-slaemu--turverkja-/article/2012702239987
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.