1.12.2013 | 10:53
Heimskir letingjar
Las smá komment áðan sem stuðaði mig smá þar sem kona var að fjalla um heimska letingja sem eiga ekki fyrir skuldunum sínum...og hún eigi að fara borga fyrir það með sínum fjármunum...Ég veit ekkert hvort hún á einhverjar eignir or not, kemur kannski ekki málinu við..
Ég hef einu sinni verið í þeim sporum, þegar ég átti ekkert og skuldaði ekkert og aldrei fundist ég eins rík! ... nú á ég heldur ekkert en skulda frekar slatta, og borga samt mína reikninga og læt þá ganga fyrir en ekki kemur þessi "snilld" mér til bóta samt...kannski samt einmitt þessvegna veit ekki, en...
Ég segi það og stend við það..sama hvort maður eigi e-ð eða ekkert, en Skuldlaus maður er Ríkur maður Talandi um heimsku og leti...jamm...no komment best að segja, en get ekki hamið mig með að segja hvað voða margir sjá bara í einum lit.... ég er sem betur fer litríkur persónuleiki og get séð frá mörgum hliðum...Er bara eins og google earth sem hægt er að snúa allan hringinn til að sjá sem best og FLEST .
Held líka að væri hægt að segja flest um mig nema að ég sé heimsk eða löt ...þó ég hafi þurft að selja ofan af mér fyrir 0 kr og þurft að leysa út séreignarsparnaðinn minn til að geta borgað of hátt leiguverð í langan tíma ...og tekið námslán til að komast í skóla og eiga betri möguleika á að geta framfleytt mér ..og strita með náminu vegna þess hve "GÓÐ" námslánin eru sem notabene eru ekki STYRKUR heldur lán sem ég mun borga með vöxtum ...ja, best að segja no more ...
Nú kveiki ég á fyrsta kertinu og fer að lesa ...Njótum aðventunnar, það geri ég í próflestri og próftökum...
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.