12.11.2013 | 17:16
Vetrartíð
Ég sit við gluggann og horfi á myrkrið taka yfir svo snjókornin verða ekki jafn sýnileg í gegnum glerið.... Ljósið kveikt og tendra á kerti því nú er maraþonvika í ritgerðarvinnu..... Jamm, er lifandi Didda veit ég var búin að lofa smá bloggi meðan var i burtu ...sorry.
Búin að vera í sumarfríi síðustu sex vikurnar í 100% vinnu í verknáminu sem var afskaplega lærdómsríkt á báðum stöðunum sem ég var á , bæði sá, upplifði og heyrði svo margt sem ég hef ekki séð , upplifað og jafnvel ekki heyrt áður og mun alltaf búa að sjálf sem mín eigin persóna og ekki síður sem hjúkrunarfræðingur .....
Var í dekri hjá mínum kærasta og besta allan tímann...það sem þessi maður gerir mikið fyrir mig bara með því að vera til og vera hann sjálfur er heppin og veit af því ....er samt strax farin að sakna hans.... En var nú sko líka farin að sakna sonanna tveggja heima og var gott að sjá þá þegar sóttu mig á völlinn og koma heim til þeirra...Fékk samt að hitta þann elsta nokkrum sinnum Það er semsagt "Back To Real Life Now" með ritgerðarvinnu , fyrirlestrum , vinn, heimilishaldi og mjög áríðandi vinkonuhittingi very soon, en ekki samt fyrr en eftir næstu helgi þegar verð búin að losa mig við stóru ritgerðina og ekki byrjuð í prófalestrinum...Líka mikilvægar vinkonur aðrar sem ég verð að fara hitta og sjá....
En já, heyrði lagið Vetrarsól með Bó og fannst það í stíl við veðrið á Íslandi þessa dagana ...alltaf verið mikið uppáhalds hjá mér síðan ég heyrði það fyrst og fann í tölvunni hjá mér nokkarar vetrarmyndir frá Akureyri , aðallega síðan í fyrra og hittifyrra, en líka nokkrar gamlar og góðar ....
Blogga ekki næst fyrr en eftir próf nema e-ð stórkostlega "Dollulegt" komi upp.... sem reyndar er alltaf að gerast ehemm...brussu og seinheppnisgangurinn hefur ekkert yfirgefið mig svo ég hef ekkert breyst og er ennþá þessi asni sem skrapp aðeins frá ... kannski kem með söguna frá augnbrúnalituninni ... eða þegar fór með "gallaða" kvittun í World Class til að fá nýja hehehe.... kræst Sjáum til about that ... Over & Out...Hasta la vista...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.