14.7.2013 | 17:46
Ferðalagið ;)
Ég er komin í SUMARFRÍ TRALLALÍ HIHIHÍ DIRRINDÍ
Fæ alveg 2ja vikna frí sem ég ætla að nota til að t.d. ferðast innanlands ...fara á staði sem aldrei hef komið á áður og aðra staði sem sumir aðrir hafa ekki komið á áður ....
Ætla m.a.s. að láta mig hafa það að vera túristi með strætó.is með juniorinn til Rvk.... og kveð hann svo þar eftir nokkra daga þar sem hann er að fara til Deutshland í Kiel-handboltaskóla..... og sjá hvað drengurinn er lukkulegur og spenntur yfir þessu...fara 4 aðrir sem hann þekkir og á sko eftir að kynnast 47 öðrum skemmtilegum unglingum og hressum þjálfurum og fararstjórum ásamt því sem er ekki hvað minnst spennó......en það er þegar Guðjón Valur og Aron mæta til þeirra og heilsa uppá krakkana og Alli Gísla líka auðvitað og DAGURINN sem KIEL liðið verður heimsótt og eytt með þeim heilum degi þar sem þeir fá að sjá hvernig alvöru atvinnumenn þurfa að hafa fyrir þessu ...verður aldeilis upplifelsi jiii...væri svo til í að vera orðin gelgja aftur og á leið e-ð svona...
En ég fer nú aldeilis aðra leið ekki minna spennandi ...Gönguferð í Borgarfirði með hressu stelpunum síðan í fyrra í Gönguklúbbnum "Ein&8" .... Þar mun svo birtast maður sem mun nema mig á brott og verður land lagt undir dekk og felgur og örugglega fætur líka með þessum spennandi ferðafélaga .... Er bara orðin spennt af að hugsa nokkra daga fram í tímann
Fallega Húsavíkin og skemmtilegu Mærudagarnir verða ekki útundan og tala svo ekki um að eiga nokkra daga til góða þar sem ekkert er ákveðið og ég get bara gert það sem mér dettur í hug þegar mér dettur það í hug ...
Ahhhhh.... var búin að gleyma hvað þetta er notaleg tilfinning SUMARFRÍ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.