Við erum greinilega hálfgerðir "sálufélagar" ... allavega er þetta ansi mikið í stíl við suma dagana mína...
http://www.tiska.is/heilsa/dagbok-eddu-bjorgvins/nanar/5231/edda-bjorgvins-er-konan-ad-grinast?fb_action_ids=10200422456543993,10200421755366464&fb_action_types=og.likes&fb_source=other_multiline&action_object_map={%2210200422456543993%22:10150922151412862,%2210200421755366464%22:203422899802828}&action_type_map={%2210200422456543993%22:%22og.likes%22,%2210200421755366464%22:%22og.likes%22}&action_ref_map=[]
(endilega coperið slóðina og lesið...þá fattiði af hverju ég er ða segj afrá atriðum úr mínu lífi)
Ég hef mætt í sitthvorri tegund af skóm í vinnuna á næturvakt..fattaði það um morguninn þegar ég var á leiðinni heim(þeir voru samt báðir hvítir !)...hef látið bíl stoppa fyrir mér og troðið mér uppí og fattaði ekki fyrr en sá svipinn á aumingjans bílstjóranum að þetta var ekki billinn sem ég ætlaði að fara uppí... hef farið með svartan ruslapoka fullan af gerfigrenilengjum í stað sængur í sumarbústaðaferð með saumaklúbbnum... gramsað í sælgætisrekkanum að leita að "SVÖRTUM GÓAKÚLUM" í sjoppu sem vann einu sinni í og endaði með að ég slengdi "venjulegum" GÓAKÚLUM á afgreiðsluborðið og sagði " Því miður, við eigum bara svona" !!! Aumingjans maðurinn sagðist nú bara hafa beðið um SKÓÁBURÐ...SVARTANN!! ÓMÆ... var með elsta syninum þegar hann var unglingur og var að kaupa sér buxur í herrafataverslun og mig var farið að lengja eftir að hann kæmi úr mátunarklefanum til að leyfa mér að sjá, svo ég þreif í tjaldið og sagði "Má ég sjá elskan" ..þá var þetta allt annar maður á brókinni þar inni ... nýkomin með bílpróf...bakkaði á 2svar sama daginn...Vissi ekki af því í fyrra skiptið, en sást nú til mín og lögreglu gert viðvart...hún hafði uppi á mér heima hjá ma&pa og spurði hvort geti verið að ég hafi bakkað á bíl um þrjúleytið?..."NEI,NEI" svaraði ég ..."það var ekki fyrr en klukkan FIMM"!!! jesús minn...þetta er bara SMÁ sýnishorn af mínum góðu dögum.... og Helga syst. JÁ , það er alveg HÆGT að vera ég hahaha......
Athugasemdir
Þetta er dásamleg lýsing á þér og þínu lífi, ekkert erfitt að elska svona eintak gangi þér vel með kærastanum.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2013 kl. 11:57
hahaha... já Ásdís, hann hefur sem betur fer húmor fyrir mér, enda jákvæðasti maður sem ég hef kynnst ...og sá sætasti sem skemmir nú ekki fyrir
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 5.2.2013 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.