21.1.2013 | 14:28
Ég var "næstum því hrösuð"
Já góðan dag! Það munar ekki um svellin og hálkuna hér í bæ þó líklega finnst hún víðar
En ég verð bara að segja frá því að það var eingöngu vegna minna óútskýranlegu fimleikahæfileika og "lipurðar" sem mér tókst að enda á fótunum í stað að lenda á hvolfi eftir ótrúlega flottan loftfimleikasnúning áðan á leiðinni heim úr skólanum ( Helga, Guðný og Maren mínar .....ég var "NÆSTUM ÞVÍ HRÖSUÐ"híhíhí
En er að spá í að fara nota skíðahjálminn bara í spásseríutúrunum mínum þar til í vor...sýnist að svellbunkarnir séu ekkert að fara fyrr en með sumrinu ...sem er by the way alveg að koma
Get varla beðið... hlakka til sumarsins einsog börnin hlakka til jólanna... Sumrin eru sko minn tími, hef smá fyrirframáhyggjur af að geti ekki gert nærri allt sem ég ætla frekar en í fyrrasumar , en mikið sem það verður samt skemmtilegt
Þá finnst mér ég frjáls einsog fuglinn fljúgandi og á eftir að "svífa" í mínum skógartrimmum og leiðöngrum sem fara bráðum að skella á aftur
Love it ..... Frelsið felst í svo mörgu
Elska svo mörg lög með Palla og finnst EKKERT að því ...því ÉG er bara eins og ÉG er
my own special creation ......
mörgu ...
Athugasemdir
allt í lagi að hrasa smá ef maður meiðir sig ekki og stendur aftur upp með bros á vör, sem ég veit að þú gerir
Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2013 kl. 16:56
Já Dolla, annað hvort dettur maður eða hrasar..... Ég hugsaði með mér í morgunblaðsburðinum í morgun að það væri ekki alvitlaust að vera með einhverskonar verjur á höfðinu.
Helga Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 18:05
hehe... þetta slapp, en vííí hvða ég fékk mikið í magann í snúningnum meðan e´g beið eftri að vita hvor endinn væri þyngri hehe... Bossanova þyngdaraflið náði að koma mér á réttan kjöl
Helga mín, já...hahaha... verjur á hausinn... það er sko ekki það vitlausasta sem maður gerði þessa dagana
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 21.1.2013 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.