25.8.2012 | 11:28
Endurfædd og er Betri en ný
Þá er hún komin til mín aftur þessi elska...og það var ekki seinna vænna... þar sem skólinn byrjar á mánudag og þá verðum við báðar að vera ready for djobb
Að vísu var hún pínu fúl við mig eftir svona langan aðskilnað og það að ég skildi ekki bara getað sætt mig við sig eins og hún var svo hún neitaði nú bara að láta "ljós sitt skína" þegar ég tóka hana svona glöð uppúr töskunni og sá hvað hún leit vel út... Búið að pússa hana og shæna svo hún leit út alveg eins og ný, en ég varð auðvitað að fara með hana aftur og þeir skildu nú ekkert menirnir í búðinni..hvað þá blessaði tölvudoktorinn. Þeir fá hrós dagsins frá mér fyrir þjónustulipurð ...örugglega hugsað" er nú kéllingin mætt enn og aftur ..
en ég sagði þeim að það væri bara svona svaka gaman að koma þarna til þeirra ..gæti bara ekki slitið mig frá þeim og þeir bara brostu sínu ljúfasta og dr.opnaði tölvuna og kveikti...og hvað haldiði??? Jú, það var ekkert annað en að hún startaði sér á no time..aldrei séð hana svona hraða áður... svo ég sagði að það væri greinilega ekki sama hver klappar henni...(skil það reyndar vel því ég er reyndar þannig líka...mér er ekkert sama og vil ekkert að hver sem er klappi mér eða strjúki ) en síðan er hún ekkert nema blíðan og gerir allt sem hún á að gera og þarf ekki einu sinni að hugsa sig um ...svo eins og ég sagði..hún er sko miklu betri en ný þessi elska ...þar sem hún var aldrei í lagi þegar hún var það ...ný semsagt
En meira af viðgerðinni.... ÖLL gögnin mín sem voru allar myndirnar mínar...öll gögnin úr skólanum síðan í fyrra...ljóðin mín sem ég hef dúllast við en ekki komið frá mér enn....lögin og það sem fylgir ipodinum og just name it...allt bara ...þeir afrituðu það og settu í tölvuna aftur án þess að ég þyrfti að borga krónu fyrir... Svo NÝHERJI fær sko hrós dagsins fyrir Alemnnilegheit, þjónustulipurð, sanngirni, ábyrgð sem er ALVÖRU( ný 3ja ára ábyrgð á harða diskinum t.d. ) ...á mörgum stöðum þarf að borga aukalega nokkur þúsund fyrir klukkutímann til að fá afrit af gögnum sínum
Takk strákar mínir ég mun halda áfram að versla hjá ykkur hér eftir ef þarf á tölvubúnaði að halda
En svo alveg að allt öðru..þá átti ég svo notalegt spjall í gærkvöldi og leið svo vel fyrir svefninn o genn betur þegar ég vaknaði enég steinsvaf og man ekki einu sinni brot úr draumunum mínum, sem yfirleitt eru svo ÝKTIR og FYRIRFERÐARMIKLIR að ég er oft útkeyrð þegar ég vakna... en some friends are friends forever ..sama hvað langt líður milli .. Takk fyrir spjallið
Athugasemdir
Æ hvað er gott að dúllan er komin heim betri en áður. Veit að þið eigið góðan vetur framundan og þar munt þú brillera snillingurinn minn. Ég er eins og þú, dreymi svo hrikalega fyrirferðarmikla og stóra drauma að ég er oft fegin að fara á fætur, shit skil bara ekki hvað heilinn í mér getur brallað. Knús yfir heiðar og skemmtu þér vel í afmælisboðinu um helgina. :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2012 kl. 11:41
Hahahahhaa..Góð Ásdís..það er einmitt það sem ég hef líka hugsað stundum...HVAÐ er það sem getur fengið heilann í manni til að framkvæma allt það sem mi ghefur dreymt..... en é gbíð spennt eftri Draumaupptökuvélinni þegar kemur á markað..verð sko kúnni númer eitt að eignast hana...langar svo oft og finnst næastum nauðsyn ða fá að sjá draumana aftur í vöku hehe... OMG! Það verður eitthvað En takk takk og knús til baka... þú notar da´ltið sömu orðin og ég ...segði þetta stundum líka..kveðja yfir heiðina og skarðið allavega ef e´g er að tala austur Þeta verður flott helgi og njóttu hennar sömuleiðis
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 25.8.2012 kl. 11:58
Spurning hvort draumaupptökuvél gæti myndað þetta hjá okkur, stundum þegar ég reyni að segja frá þeim þegar ég er vöknuð, endar það allt í tómri steypu :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2012 kl. 12:47
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 25.8.2012 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.