STIMAMJÚKUR og VIÐKUNNANLEGUR við nánari kynni

Rauðnefjaður og veðurbarinn...Innblásinn heilagleika belgískra bruggmunka...en stimamjúkur og viðkunnanlegur við nánari kynni Wink

Hverjum er svona skemmtilega lýst ...væri alveg til í að kynnast honum aðeins nánarTounge en læt stutt kynni mín af honum duga...allavega í kvöld en  þau voru bara góð...Aldrei að vita nema ég bjóði honum til mín aftur ............ En mér dugar einn í einu svo ég  fæ mér ekki annan strax allavega.......honum tókst m.a.s. að hita mig aðeins upp en ég vildi ekki hleypa honum lengra en það ..ekki svona  við fyrstu kynniWhistling

a.m.k.  snerti ég ekki á honum stútinn með vörunum... heldur sá til þess að hans innihald kæmist í mig í á annan hátt og ég naut þess að  finna af honum lyktina á meðan ég lék mér að því að láta renna úr henni ..þeirri sem umlykur hann ....yfir í gott glas.....Joyful

Þetta er reyndar lýsing á honum Stekkjastaur  sem kominn er í bjórflöskur og þegar tappinn er tekinn af kemur andi hans úr flöskunni W00t....og stoppaði hjá mér góða stund...meðan ég leyfði honum að renna úr flöskunni  í glas....sagði hann mér ýmsar sögur úr fjöllunum og sveitunum... og eina ef ekki tvær héðan úr bænum.....líklega flestar  lognar en góðar samt svona við eldhúsborðið Cool

já ELDHÚSBORÐIÐ mitt sem ég er búin að vera í næstum allt kvöld að laga til á..án djóks.....þar var kominn heill heimur útaf fyrir sig .....eeen

ég settist svo við borðið FÍNA sem  kom bara býsna vel undan önninni en ég var að sjá það í fyrsta skipti eiginlega síðan í lok ágúst þar sem það hefur verið þakið bókum, möppum, blöðum og tölvu... Það er enginn lygi sem ég var búin að halda fram að það yrði "næstum "því nóg að ganga frá öllu skóladótinu og þá væri jólahreingerningin afstaðin!  En allavega er kominn jólalöber á borðið..búin að kveikja á kerti án þess að  eiga á hættu að bækurnar fuðri upp  og ég þarf ekki einu sinni að horfa á þær  aftur  á næstunni... wúppwúpp = hjúkk....Og nú verður bara gaman að leggja á borð fyrir mig og mína syni  á matartímum..ekki bara skverað frá einu horni og við troðum okkur á auða blettinn sem myndast FootinMouth

Ótrúlega ánægð með mig samt  að komast sæmilega heil á geði frá þessum lestri öllum saman ...og nú er bara að bíða...og bíða... eftir að fá að vita...eina sem ég veit samt er að ég ætla njóta næstu daga í að dúllast með BH mínum og búa til jól hér heima....................................................................

Adios amigos = gúdbæ my friends 

Hasta La Vista...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært að törnin er búin, veit þú hefur staðið þig vel.  Njóttu nú frídaganna vel, skilaðu kærri kveðju til mömmu þinnar þegar þú hittir hana næst. 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2011 kl. 11:21

2 identicon

Já Ásdís..Takk, geri það sko..og skila kveðjunni

dolla (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband