Eitt af því sem kemur BARA fyrir MIG

Á eina frábæra vinkonu ( reyndar á ég nokkrar frábærar vinkonur, en bara ein sem ég á við hér Halo ) En málið er að ég var að hjálpa henni smá í fyrrakvöld og hún vissi að ég var að fara á næturvakt  í nótt ( er semsagt á vakt núna) og bauð yngsta mínum að gista hjá sér , sonur hennar mjög góður vinur míns svo það var nú bara mjög vel þegið..þar sem ég þarf að sofa vel  fyrripartinn á morgun , því EFNAFRÆÐIN bíður mín kl.4 ..Dagur 3 í henni , tala um hana síðar Shocking 

ÓKEI! Hún sendir mér skilaboð á facebook þar sem hún spyr hvort það henti BH ekki bara vel að koma  í gistinguna og að skólastelpunni sé boðið í mat kl.19.05 ( var í skólanum til kl. 19 ) með guttana sína Wink mjög vel boðið, ástarþakkir  Heart Inga mín hehehe...  Jú , ég hélt það nú og tilkynnti drengjunum þetta , bara gott mál...

Jæja ég kem út úr efnafræðinni enn ringlaðri en eftir 1sta daginn og fegin að þurfa ekki að  fara beint í að elda þar sem  við vorum að fara í matarboð , dríf mig heim og sæki drengina og segi þeim nú að drífa sig því það sé kurteisi að mæta á réttum tíma þegar manni er boðið svona nákvæmlega!  ..sæng, koddi, tannbursti -tékk...ok koma svo...jújú, við  mætum á svæðið en enginn bíll heima svo ég sendi nú þann yngri til að tékka á hvort einhver væri heima og jú, húsmóðirin var í NUDDI! Cool  ..Þetta fannst mér nú undarlegt þar sem hún átti von á okkur kl. 19.05 og kl. orðin rúmlega það þarna...svo ég fór og spurði börnin hennar nánar út í þetta...hvenær hún fór í nuddið?.. kl.18:00 . ókei  það tekur nú lágmark klukkutíma með öllu að fara í einn nuddtíma og enginn matarilmur í loftinu svo ég spurði börnin hvort þau vissu að hún hefði verið búin að bjóða mér í mat með drengina  - Nei , þau vissu  ekkert um það en sögðu okkur að koma bara inn því hún  hefði ætlað að koma við og kaupa pizzu á heimleiðinni...Fannst það nú ekki alveg líkt vinkonunni að bjóða okkur í pizzuveislu en  vissi að strákarnir yrðu nú himinsælir með það og fannst þetta bara gott hjá henni ...

Dóttirin á heimilinu var búin að reyna hringja..en mamman í nuddinu og  auðvitað ekki með símann á sér þar en svarar svo símanum um kl. 19:30 á leið á pizzustaðinn og ég heyri að hún spyr .." mamma varstu búin að gleyma að þú bauðst Dollu og strákunum í  mat ? "

Mamman svarar ," neinei...þau koma  annaðkvöld! "  Grey stelpan segir þá " Nú en ég bauð þeim að koma inn..þau eru hér og halda að þú hafir bara gelymt þessu "Já einmitt...ég talaði svo við hana og hún sagði mér að vera bara áfram og  hún keypti bara aukapizzu  Tounge  Kemur svo heim með pizzur og brauðstangir  og  við borðuðum auðvitað öll með bestu lyst...  hlógum svo að þessu þegar ég fór svo heim og sagði að ég yrði sko að byrja á að lesa skilaboðin aftur  til að vita hvor okkar væri að misskilja hina eða hvað hafi eiginlega staðið í spjalltextanum! OMG! Þá stóð það alveg svart á hvítu...Skólastelpunni boðið í mat kl.19:05 á MIÐVIKUDAG ásamt guttunum sínum...sem er notabene í kvöld þá ..

 

Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um það sem kemur BARA fyrir MIG ...Veit að þegar vinkonur mínar (aðrar góðar) heyra af þessu fá þær kast og segja  að þetta sé nú einmitt típískt ÉG !  En TAKK fyrir okkur Inga mín Kissing .....skal tvítékka næsta boð hehe...

Kannski komin góð sparnaðarleið þarna ..mæta bara til skiptis núna á næstunni með familyuna til vina og vandamanna á matartíma og segja svo bara...æææ, varstu búin að gleyma að þú bauðst okkur í mat ..........W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dolla þú ert algjört met! Nú spyr ég.......ertu boðin í mat í kvöld eða ekki?? veistu það?? kannski á hún von á ykkur þrátt fyrir pizzuna!!

Helga (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 09:40

2 identicon

Dolla!  Þú ert yndisleg.............er í kasti hérna hahaha LOL ROFL:)

Inga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 10:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2011 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband