4.8.2011 | 17:25
klapp á rassinn eða spark í rassgatið !!!
Mikið er ég fegin að mér dettur ekki mjög oft í hug að baka Því þá fara einhverjir átvaglspúkar í mér í gang án þess að spyrja mig hvort ég ætli að hleypa þeim af stað eða ekki..væri svosem gott og blessað að hleypa þeim þá bara alla leið út og loka fyrir að þeir komist inn í mig aftur en þeir eru lúmskari en það og kunna halda sér á "réttum stað"
En líklega hefði mér ekki dottið í hug að fara baka þessa fínu súkkulaðiköku í dag nema af því að ég þurfti að baka Heimsins bestu Skúffuköku og senda hana með fótboltarútu á Selfoss í dag! já..Litlinn minn að fara keppa á fótboltamóti þar og fór af stað suður í gær og mér fannst þá einum of snemmt að græja helgarhressingu á þriðjudegi ..svo ég sendi það með þeim gaurum sem fara/ fóru með rútunni í dag ...þeim finnst svo gott að fá sér góða skúffuköku og pissusnúða og kleinur í kvöldhressingu þessum guttum svo allir lögðu e-ð slíkt í púkkið ..sýndist rútan vera vel lestuð af allskyns kræsingum innanum allar dýnurnar og sængurnar
En ég verð fjarri góðu gamni ( allavega fjarri fótboltagamninu ) um helgina þar sem sumarfríið mitt er á enda og fer að fara að taka næstsíðustu næturvaktatörnina mína í laaaangan tíma..Er samt að spá í að kíkja á Dalvík í fiskisúpu annaðkvöld og taka út þá menningu og svo er Hrafnagils handverkssýningin alla helgina og ég meir en vís að kíkka á hana allavega á laugardaginn eftir vinnu ...
svo bara fer skólinn að byrja ! Og þá er ekkert nema setja í sig teygjur fyrir tíkaspenana og setja upp námsmannalúkkið og læra 12 tíma á dag ..( eins og góður "þjálfari" sagði við mig hehe) ...Eins gott að hann standi sig vel á hliðarlínunni og hvetji mig með klappi á rassinn( aðeins penna orðað en að fá spark í rassgatið!)...svona allavega fyrstu mánuðina svo ég geti skrifað um hvað gengur vel Er nefninlega búin að missa út úr mér að VIÐ séum bara 50 sem höldum áfram ( af 135) þannig að ég verð að standa við það
ÉG VIL-ÉG SKAL -ÉG GET !
En ég greinilega er fljót að hlaupa úr einu í annað og þarf heldur betur að hlaupa af mér þann hluta kökunnar sem ofan í mig fór í gegnum þessa PÚKA sem ég talaði um og vona að elsti prinsinn minn komi fljótlega heim úr vinnunni til að gæða sér á henni áður en mammsan klárar allt ...ER reyndar búin með skammtinn og meira en það í dag og SKAL EKKI leyfa fleiri bitum að detta ofan í mig - frekar út að trimma
Jei..Prinsinn mættur heim og voða glaður að sjá kökuna ..ísköld mjólk og nammi súkkulaðikaka - Toppurinn hjá sumum Maður verður nú aðeins að dekra sína menn meðan tækifæri er ..hann fer alveg að hverfa að heiman og í Borgina til að fara í HR meðan mammsan verður skólastelpa hér heima
Athugasemdir
þú ert nú ekki venjuleg Dolla, mér finnst nú ekki sérstaklega fallegt að senda blessaða drengina með Pissusnúða hahaha pizzasnúðar hefðu örugglega verið vinsælli :D
Inga Maren Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 20:21
Bwahahahaha... já essku litlan mín...þú veiost nú hvað ég er klár að skrifa ;) gott að einhver hafi vit á að leiðrétta mig :))
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 4.8.2011 kl. 20:28
Það hefði verið gaman að sjá þig hér á Selfossi skvís, en skemmtu þér vel á Dalvík.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2011 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.