24.6.2011 | 18:10
Arnór og Hreiðar að gifta sig
Verð nú að þakka þeim Arnóri Atla og Hreiðari Leví Guðmunds fyrir að vera gifta sig um helgina hér fyrir norðan
Því þessvegna í og með var haldinn þessi skemmtilegi handboltaskóli í KA heimilinu hér á Akureyri núna þessa vikuna..Þar hefur juniorinn minn ásamt fullt af öðrum strákum og stelpum verið á 2ja tíma æfingum og fræðslufyrirlestrum af ýmsu tagi og hitt nokkra af leikmönnum Akureyrar liðsins ásamt Arnóri Atla 1.daginn og svo komu Guðjón Valur, Björgvin Páll, Ásgeir og Oddur Grétars í dag á lokadeginum
Eintóm gleði hjá krökkunum við þá heimsókn þar sem þeir gáfu sér góðan tíma að leiðbeina þeim og fékk minn sérstaka markmannsæfingu hjá nafna sínum sem tilkynnti að hann yrði ánægður að fá hann sem arftaka síðar , þá gæti hann loks komist í frí Svo var safnað eiginhandaráritunum á allt sem tiltækt var... eins og bolinn ( þannig að hann verður ekki þveginn oftar ), handboltaskóna ( sagði honum að hann mætti þá ekki vaxa upp úr þeim ) og síðast en ekki síst mynd sem hefur verið í miklu uppáhaldi á mínu heimili í 11 ár!, Þar sem allir gaurarnir mínir eru með Guðjóni Val Þessi mynd er búinn að vera í miklu uppáhaldi á heimilinu og fær sérstaka stöðu á góðum stað í öllum leikjum hjá Strákunum okkar og hefur hún líka beðið bíða eftir Guðjóni síðan til að fá áritun og bara aukabónus að fá hana frá fleirum . Minn prins alveg hreint í skýjunum með þetta...og þá er hægt að snúa sér aftur að fótboltanum , þar sem N1 mótið byrjar í næstu viku Meira um það síðar.
ÉG ætla hinsvegar í skemmtilegan vinkonuhitting í kvöld að njóta skemmtilegs félagsskapar og drekka rautt Ætla samt ekkert að mála bæinn rauðan
Hasta la vista !
Athugasemdir
af fyrirsögninni að dæma hafa þeir verið að gifta sig hvor öðrum hehe:)
Helga (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 21:05
Hahaha... :) Já það er rétt, hægt að misskilja ýmislegt ;)
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 25.6.2011 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.