22.6.2011 | 18:25
Verndarengill
Minn verndarengill ert þú Dolla amma
Þú dóst svo ung við að verða mamma
stjórnar mér ekki en reynir mig að leiða
Gerir eins og getur brautina mína greiða
Þó aldrei hafi séð þig oft ég þín sakna
úr draumunum langar mig stundum ekki að vakna
Oft hefur verið með mér á mínum næturvöktum
kannski ég hafi eitthvað erft af þínum töktum
Elsku amma ég veit þú ert hér
áfram þú verður og fylgir mér
Þó lengi millinafninu ég vildi hafna
get ég stolt sagt að ég sé þín nafna
Athugasemdir
Já, þú getur svo sannarlega verið stolt af nafni þínu og borið stolt nafnið Dolla, amma þín var hreint út sagt yndisleg og þó ég hafi verið svona ung þegar hún dó, man ég margar stundir með henni og mömmu í eldhúsinu, ég man meira að segja röddina hennar ennþá svo þú getur ímyndar þér hvort hún var ekki eftirminnileg.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.6.2011 kl. 12:21
Æ en dásamlegt að heyra þetta :)
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 23.6.2011 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.