þá þarf að fara dusta af heilasellunum....

Hér skartaði veðrið sínu fegursta í morgun og ekkert smá magnað að sjá hvernig sólin náði að snerta hjartastrenginn í fólki út um allt...allt i einu lifnaði yfir bænum og allir komnir út í göngu og eða trimm og brosandi í allar áttir,  ..en líklega var þetta veður eingöngu í tilefni  útskriftarnema í Háskólanum á Akureyri  ..Innilega til hamingju þið sem voruð að fagna þeim flotta áfanga Heart og því miður er þokan komin og kuldinn sem henni fylgir situr sem fastast ...en ylur í mínu hjarta ennþá því að -Jibbí jei...var loks að fá að vita að umsóknin mín í Unak..Háskólann á Ak. var samþykkt Grin en ég þurfti að bíða aðeins lengur en ég hafði þolinmæði til hehe, en nú er það staðfest að ég verð skólastelpa næsta vetur ...þá er bara að takast á við áskorun ársins og standa sig betur en margir og ná  topp 50 , þar sem bara 50 komast áfram eftir klásus...í fyrra byrjuðu 100 og skilst að ekki færri séu núna Frown

En þetta verður ansi skemmtileg áskorun fyrir mig þar sem ég held að ég verði aðeins að byrja á að læra að læra og þurrka af heilasellunum ,þar sem ég hef ekki verið í skóla í 23 ár Whistling..já sæææælllll!  Nema tók reyndar nokkra áfanga í spænsku fyrir nokkru , bara gaman að því.....

Og það sem er líka spennandi við þetta er að nú kveð ég næturvaktirnar mínar sem hafa verið mínar vaktir síðustu 10 árin! Kem líklega ekki til með að sakna þeirra mikið, kveð þær allavega ekki með sorg og trega  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til lukku stóra systir :) þú rúllar þessu upp eins og öðru sem þú gerir. Glæsilegt og spennandi

Helga (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 00:45

2 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Knús

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 12.6.2011 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband