Breytti veðrinu :)

Jæja jæja ok...þetta er bara hugarfar.. en ég skoraði veðrið á hólm áðan og vann Smile Fór í trimm út í Kjarnaskóg og Naustaborgir og trimmaði 8 km. og hvað gerist þegar ég er varla lögð af stað ?  Bara eins og Barbabrella...fer sólin , uppáhaldsvinkona mín að skína Cool og hitinn varð "næstum " of mikill, allavega var ég OF MIKIÐ klædd svo næst þegar veðrið fer í skapið á mér er bara að fara út að trimma , verður örugglega strax á mrg........... Sem er bara frábært þvi það er svo gott að hreyfa sig úti í GÓÐA veðrinu og munið : Það er ALLTAF gott veður - allavega verð ég að muna það og minna mig á - Njótið dagsins !

Er ekki að verða komið nóg?

ÉG get svarið það, mér getur ekki fundist þetta sniðugt lengur og er ég þó með ansi hreint frekar góðan húmor svona dags daglega, en BOY Ó BOY ! Þetta er einum of mikið af  ekki því góða...já ég er semsagt að tala um veðrið ... líklega ekki margt annað sem ég leyfi að hafa svona áhrif á mig og sveiflar manni allan skalann frá A-Ö í tilfinningastöðinni! 

Segi bara eins og ein flott sagði hér um árið " ER ALDREI KOMIÐ NÓG " !    Nei ,bara spyr sko. Shocking


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 16. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband