Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Toppaði sjálfa mig núna held ég

 

22096195_10212392331675238_2128393023287744027_o

Ég hefði betur verið í náttfötunum allan daginn í gær!  ...klæddi mig þó úr þeim seinnipartinn til þess að fara í Hot Yoga sem ætti ekki að vera í frásög færandi NEMA!!! ég get varla sagt frá þessu...ég mæti með góðum fyrirvara, tek spjaldið mitt (maður þarf helst að sækja spjaldið 10 mín fyrir tímann) og fer að velja mér fataskáp...bara það tekur nú smá tíma þar sem ég þarf að muna númerið á skápnum svo mér takist nú að opna hann aftur :P Ekki alltaf á lausu skápur með flottu númeri en það tókst nú í gær jájá..skápur 150 tékk! Fer upp og stilli mér í RÖÐINA sem var næstum engin, mjög ólíkt því sem ég er vön, yfirleitt löng röð eftir að komast inn...ég hugsa með mér..ok, flott, fólk er bara komið inn í salinn og var þar að týnast inn...

Það var þó e-ð við andrúmsloftið þarna sem var ekki eins og venjulega...en ég finn mjög flott dýnu stæði og legg yoga handklæðið yfir dýnuna og fer að koma mér í stellingu (legst á dýnuna í heitum salnum og ætla að bara bíða róleg eftir ljúfum tónum og notalegri rödd kennarans.... Hrekk upp með andfælum við karlmannsrödd sem var ekkert á lágum nótum og hann segir , allir að drífa sig og ná í lóð þar sem við verðum með lóðaæfingar í dag...það útskýrði af hverju ég horfði á fólk taka með sér allskonar lítil lóð með inn í salinn sem ég hafði aldrei tekið eftir áður fyrir þessa tíma!

Fer nú að horfa kringum mig á hópinn að þá verð ég e-ð full efasemda og spyr því hvort við séum ekki að fara í HOT YOGA?? "NEI" ekki aldeilis, þarna var ég komin inn í tíma sem var lokaður tími (Námskeið í gangi sem ég var ekkert skráð í) ... og var mætt klukkutíma of snemma í Yoga OMG! já, típískt ég...ok, nennti nú ekki heim í millitíðinni en var ekki heldur með neina skó svo ég fór ekkert að fara í æfingasalinn á táslunum, heldur fór bara í setustofuna og kíkja á blöð og borga eitthvað af reikningum í heimabankanum og svonna.......

Jæja, leit nokkrum x á klukkuna og fannst tíminn frekar lengi að líða meðan ég beið eftir að komast í Yogatímann ...Var alltaf með spjaldið mitt góða svo þurfti ekki að ná í það...fer svo upp rétt fyrir kl.19.30 og þá er salurinn lokaður og ENGIN RÖÐ heldur fyrir framan núna... ég hugsaði með mér að þetta væri e-ð skrítið...en fæ mér bara sæti þarna við endann framan við salinn og ætla að fylgjast með þegar strollan myndi mæta bara allir í einu rétt fyrir tímann! Sé þegar kl. er rétt að verða hálf að ein stelpa kemur og ég ákvað að elta hana...myndum örugglega mæta hópnum sem var á einkanámskeiðinu í dyrunum... ÓNEI! hvað sé ég innan við dyrnar...Fullur salurinn af Yogafólkinu og allir að gera HUNDINN!

Tíminn semsagt byrjaður og það fyrir 10 mínútum ...byrjaði semsagt kl.19:20 en ekki 19:30 og salurinn fullur surprised 

Ég fór þá bara í sturtu og myntugufuna og heita pottinn og smá innigufu til að ná hita og svita í kroppinn áður en ég fór heim og fékk mér ÍS til að kæla mig niður tongue-out 

Finnst þetta nú með því betra að vera 2 tíma í ræktinni án þess að gera neitt HALLÓ DOLLA! EINHVER HEIMA??? Ég bara spyr...Held ég verði að byðja doktorana á taugadeildinni að panta CT og MRI af heilanum á mér...en veit ekki hvort væri til í að sjá niðurstöðurnar ... Best að taka lífið ekki of alvarlegaembarassed Say no more

Góðar stundir cool 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband