Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015
20.8.2015 | 15:22
Vegabréfsumsókn og leið eins og ég væri eftirlýst
Ég var í tæpa tvo tíma hjá sýsló í Kópavoginum.... var farið að líða eins og ég væri eftirlýst hjá interpol eða e-ð.... Úfff...en loks virkaði þetta hehe... veit ekki hvað þurfti oft að gera allt ferlið uppá nýtt og fékk að prófa alla básana held ég sem voru í boði...allavega 3 þeirra og nokkrum sinnum í hverjum fyrir sig nema einum.... þá loks virkaði allt kerfið og þetta rann í gegn heehhe
Fyrst eftir að ég komst loks að, tók strákur á móti mér sem skráði mig í kerfið, lét mig tilkynna glatað vegabréf þar sem mitt finnst ekki eftir flutningana tók mynd , vísifingrafaraskanninn og undirskriftin... þá fór það ekki í gegn...þurfti að gera allt aftur...ok! ...nei, rann ekki í gegn hann varð eitt spurnignarmerki og sagði þetta e-ð skrítið....Gerði allt einu sinni enn og alltaf neitaði kerfið að hleypa ér í gegn!
Ég spurði hvort þetta væri því að kenna að ég væri í leiðinni að tilkynna glatað vegabréf...en nei, það var ekki skýringin...ok... hann gafst upp á mér gaurinn fékk konu á næsta bás til að taka við mér....hún ekkert nema liðlegheitin (eins og hann var reyndar líka þrátt fyrir allt ), en ekki tók nú betra við því nú náðist ekki einu sinni að taka mynd af mér hjá henni...kerfið gersamlega fraus þegar hún smellti af mér mynd ...hahaha...vissi ekki hvað var í gangi... hún reif allt úr sambandi og prufaði aftur ...hvað gerðist þá annað en að um leið og hún smellti af myndinni sem ég var endalaust að stilla mér upp fyrir ...þá FRAUS kerfið enn og aftur og ekkert virkaði hún kemur aftur á bakvið til að rífa allt úr sambandi og gafst svo upp þegar allt saman endurtók sig...þá segi ég...mér heyrist nú strákurinn vera að hóa í fullt af fólki hér fyrir framan svo það hlýtur að vera virka kerfið hjá honum núna...
jú, ég aftur þangað..... og viti menn?!Æ/&%$#!....... Sama gerðist og hjá honum í hin skiptin...Hann var orðin hálf vandræðalegur og sagðist ekkert botna í þessu, því þetta virtist bara láta svona þegar ég væri skráð í kerfið .... hahaha...omg! þá fór hann með mig á annan bás og mér var farið að líða eins og óþægri eftirlýstri belju á bás..... en loks virkaði systemið rétt og þrátt fyrir hryllingsmyndina sem byrtist á skjaínn sagði ég bara, JÁ, NOTUM ÞETTA! FÍNT! Get ekki verið þarna lengur inni ... Nú þarf ég einnig að fara endurnýja ökuskýrteinið mitt og er strax komin í viðbragðsstöðu...veit allavega hvað bás ég ætla að benda á ef lendi í veseni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)