Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014
29.11.2014 | 12:06
Hræðslupúkinn ég
OMG! Verð alltaf svo hrædd e-ð í svona veðri... man svo vel eftir þessu í feb."91 en þá var ég með frumburðinn agnarlítinn og þorði ekki að láta hann sofa inni í herbergi...hélt að rúðurnar myndu springa í húsinu og rimlarúmið var flutt í holið þar sem engir gluggar voru, allar hurðir lokaðar og við mæðginin bara vorum þar já kræst , say no more... jamm...alltaf verið pínu dramaqueen... en án gríns, þá var fólk að líma X í gluggana hér á Akureyrinni allavega til að minnka líkur á að þeir brotnuðu í látunum sem voru...En ... núna get ég hvergi falið mig nema á wc-herbergi... það verður kannski bara fínn staður til að að dvelja í í prófalestrinum...Allavega eitt á tæru...verð að fara á stúfana á eftir og redda mér þessum appelsínugulu vinum mínum eyrnatöppunum...þá þarf ég ekki að hlusta á rokið allavega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2014 | 14:01
Fantasía
Fantasía -
Ég lifi í mörgum heimum...
Draumaheimurinn á "Bleika Skýinu" þar sem allir draumar geta ræst...
Draumaheimurinn sem maður heimsækir í svefni án þess að hafa nokkra stjórn á hvert leiðir mann, milli martraða og ljúfra drauma sem oft skilja eftir stór spurningarmerki þegar maður vaknar...
Raunheimur þar sem maður lifir í til að þroskast og læra... ég er alltaf að læra meira í dag en í gær ...en gæti þurft að fæðast í hann nokkrum sinnum í viðbót til að ná þeim markmiðum sem ég verð að ná...
Fantasíuheimurinn er einn þeirra sem eru mér jafn nauðsynlegur öllum hinum... allavega fylgir hann mér og mínum ofvirka, hvatvísa huga sem er eins og fiðrildi sem flögrar á milli heima, með því að sveima um alla geima... oftar en ekki fylgir hann hjartanu en ekki heilanum ...
Say no more... nema að Friðrik Karlssyni tekst oft að hjálpa mér að komast aftur á "réttan stað" eða með öðrum orðum á Jörðina með sinni fallegu tónlist í slökunardeildinni sem mér finnst gott að hlusta á (fyrir utan fallegu lögin og textana hans Bubba, og margra annarra íslenskra og erlendra perla, þungarokk, popp og..og..og.... og þá er ég komin aftur í flögrið... (Vildi bara leyfa fleirum að njóta þessa slökunar ef fólk gefur sér tíma og takk Friðrik að spila þessa fallegu og róandi tóna)...Ást og friður sé með mér og yður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2014 | 15:18
Skyndiákvörðun og þessir appelsínugulu...
Ég tók skyndiákvörðun´.. reyndar búin að vera ígrunda þá ákvörðun í dálítinn tíma... en greinilega ekki ígrundað hana nóguvel þar sem ég sá ekki fyrir afleiðingarnar... Er reyndar ekki og hef aldrei verið sleip að sjá fram í tímann...enda lifi ég sem betur fer að mestu leyti fyrir daginn í dag..nema núna er ég að lifa fyrir morgundaginn og læra fyrir sérhæfða endurlífgun, en verð á slíku námskeiði á Sak allan morgundaginn... og þarf reyndar líka að flytja tvo fyrirlestra í vikunni og leggja lokahönd á þá ásamt hópunum sem er í...en já, þá kem ég einmitt að byrjuninni....
Hver segi að ég vaði úr einu í annað...Ég semsagt lokaði facebókinni minni á mánudagskvöldið og ætlaði að hafa hana lokaða a.m.k. þar til í prófatíðinni.... þá er facebook nefninlega ómissandi hjálpartæki í flokknum "Spurt og Svarað" þar sem við bekkjarsystkinin gefum hvort öðru pepp og stuðning í allskonar formi....
En já... ég VARÐ að opna feisið aftur útaf verkefnavinnu...hóparnir sem ég er í eru dreifðir hingað og þangað um landið svo þá er spjallgrúppa á feisinu okkar samskiptaleið.... ok, ég lokaði aftur...en opnaði aftur ... því ég varð að komast upp í skóla núna´til ða prenta út og komast í þögn til að geta einbeitt mér að lestri bókarinnar sem ég þarf að klára fyrir morgundaginn... og mundi þá að aðgangskortið mitt er ekki að virka á útihurðina hér um helgar ...svo fésbókaropnunin bjargaði mér þar sem ég gat spurt hvort einvher væri upp í skóla og gæti hleypt mér inn.
Nú er ég búin að prenta og koma mér fyrir á bás í bókasafninu...til að fá ÞÖGNINA ....Er þá ekki ein manneskja hér malandi í SÍMANN að leysa úr fjölskylduvandræðum sínum....og ég er búin að komast að því að þolmörk þolinmæðinnar minnar eru alveg að nálgast...sem hefur ekki verið sú allra besta síðustu viku vegna ýmissra atriða sem koma kannski út í ævisögunni en ekki fyrr.... en anywho! Ég veit ekki hvar ég væri án APPELSÍNUGULU eyrnatappanna minna sem eru mínir bestu vinir í tilfellum eins og eþssu...(nú ma´hún blaðra eins og hún vill án þess ða ég heyri eða pirrist ) og einnig sumar nætur eins og t.d. í nótt, sem var eins og ég byggi í Dýragarði með eintómum villidýrum á neðri hæðinni lætin voru slík.....Þangað til ég fann þá APPELSÍNUGULU..
Eigið magnaða viku framundan..veit að mín verður full af skemmtilegu fólki og brjálaðri vinnu í skúlenn fram á kvöld ... until.... Later aligater.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)