Bloggfærslur mánaðarins, október 2014
29.10.2014 | 20:56
Scanninn og þolinmæðin
Ég hef sagt það áður og segi það enn..... er svo heppin með þessa drengi mína alla saman ...
...eina stundina kenna þeir mér að læra á þolrifin...(en í þennan heim fæddist ég einmitt til að læra ÞOLINMÆÐI og hún þrautir vinnur allar) ..... en þá næstu bjarga þeir geðheilsu minni með snilli sinni....var semsagt að renna út á tíma með að skila ritgerð, átti bara eftir að skanna inn þrjú fylgiblöð svo gæti sent hana....
...var í 1 1/2 tíma eftir miðnætti í gær að reyna fá þráðlausa flotta scannann í flotta þráðlausa bleklausa prentaranum mínum til að virka (hvað er málið að láta blek kosta næstum það sama og nýr prentari? ...munar 3000 kr.) ... jæja, ætlaði að njóta þess að skríða undir sæng eftir góða sturtu í gærkvöldi, bara rétt svo að scanna þessi blöð inn fyrst svo ég gæti sent þetta frá mér í dag.... ómæ...eftir að vera orðin héluð í gegn, brasandi á handklæðinu í þennan 1 1/2 tíma að reyna fá prentarann og scannann til að tengjast tölvunni gafst ég upp og fór undir sæng...
...ekki tók nú betra við þá þvi ég var svo héluð og enginn lifandi miðstöð undir sænginni þannig að ég varð að fara fram og skella hitapoka í örrann og vefja honum svo utanum mig þegar skreið uppí.... jú...það lagaðist mikið, en hefði þurft að eiga enn stærri grjóna -eða hefði þurft að vera enn minni sjálf svo hann gæti hlýjað mér allri í einu ...neita því ekki að ljúft væri að skríða uppí ból sem væri búið að hita upp ... en loks sofnaði ég og kíkti á þetta aftur í morgun...
...en nóttinni hafði ekki tekist að fá þetta drasl til að virka frekar og því brá ég á það snilldarráð að gera það sem ég allavega kunni..en það var að uninstalla bara drallinu og setja inn upp á nýtt...... ÚPPSSSSS...þá kemur að því hvað ég er heppin ... Bjarki minn sem skildi reyndar ekki af hverju mér datt í hug að henda þessu úr tölvunni því það hafði víst ekki verið svo gott að setja þetta inn síðast ....En snillinn minn....auðvitað tókst honum það eftir smá pælingar og þolinmæði hans sem mig skortir í svona málum hehe... og scanninn virkar nú sem aldrei fyrr...
...nú er ég semsagt ready to SEND þessa ritgerð frá mér og þar með laus við hana degi áður en tíminn rennur út.... og get farið að einbeita mér að því næsta..... Fékk að vísu fúlasta tölvupóst sem hef fengið í dag .... en ætla ekki að tjá mig um hann nánar þar sem ég TRÚI að það verði hægt að leysa úr því ...
...spyr mig nú samt stundum sömu spurningu og var spurð einu sinni: "Dolla mín...hvernig er hægt að vera þú?" Jaaa...svarið er einfalt: Það er ekki hægt -það er HRATT...tíminn flýgur frá mér og ég reyni að hlaupa á eftir og narta í hælana á honum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2014 | 09:44
Ert þú pabbi minn?
Þegar ég var stelpa var pabbi að vinna við þá iðn sem hann lærði sem er múrari. (Man þegar ég ætlaði að feta í fótspor föðurins og verða fyrsta múrarakonan á Íslandi)! Sá gamli þurfti þó ekki að hafa mikið fyrir að snúa mér við með þá hugsun og óskaði þess ekki beint sem framtíðarstarf fyrir dótturina..Takk fyrir það pabbi minn.
Hann var oft og iðulega að vinna úti og á veturna var hann ævinlega alskeggjaður eins og virðist tíska hjá ungum mönnum í dag hver sem skýringin er .... og á vorin var eitt af verkefnum fyrir sumarið að klæðast nýjum og léttari búning þegar hann afhjúpaðist vetrarhamnum. Þetta þýddi það að ef pabbi sem á skilið að fá orðu fyrir að hafa sloppið tiltölulega heill á frá því að búa með 5 kvenskörungum, þar af ÞREMUR Sporðdrekum ...Já SÆLL! ...já, áfram með söguna...þegar sá gamli var LENGI inni á baði, þýddi það að hann var að raka sig fyrir sumarið. Eins og þeir sem vita hvað menn breytast mikið þegar hafa verið alskeggjaðir í langan tíma verða allt í einu "allsberir" í framan þá getið þið skilið viðbrögð hjá annarri hvorri af "litlu" systrunum eða tveimur yngstu, man ekki hvor þeirra það var....en pabbi byrtist í holinu frammi og þær verða svona líka feimnar við þennan mann..... Önnur þeirra var samt aðeins áræðnari, ákvað að ávarpa þann ókunnuga og segir varlega:"Ert ÞÚ pabbi minn?" hehe.... Datt þetta í hug þegar ég sá þetta dásamlega myndband hér...
Kannski álíka var þegar ég lét án nokkurs fyrirvara klippa mig knallstutt um árið !!! omg, viðbrögðin hjá karlpeningunum mínum stóðu ekki á sér.... Ég mæti í klippingu og segi að ég vilji alveg stutt! ... Hvað meinar þú sagði hárgreiðslukonan?....Jú segi ég :"ég ætla að fá alveg stutt hárið, drengjakoll...." Já...ha??? Ertu alveg viss? er ég spurð aftur. Jú, mín var aldeilis ákveðin sko og þurfti ekki að sannfæra klipparann frekar en hún fór í skógarhöggshaminn og byrjaði ..."Má ég nota hnífinn?" spurði hún svo ...já, alveg eins og þú vilt og hvernig sem þú vilt sagði ég... Jiiii...en gaman segir hún...það er svo sjaldan sem maður fær að gera e-ð svona....
Jæja, stuttu seinna er ég orðin "sköllótt" eða því sem næst en svona líka agalega ánægð með spegilmyndina...borga með glöðu geði og sæki svo yngsta soninn í leikskólann þá var hann tæplega tveggja ára... Þegar hann sér þessa ókunnugu konu sem ætlaði að taka hann með sér bilaðist hann og ríghélt sér í leikskólakennarann og ætlaði sko EKKI heim með þessari konu en leikskólakennarinn fékk hann til að sættast á að jú...líklega væri það óhætt og mamman væri bara "aðeins " með nýtt útlit....ok, við erum rétt komin heim þegar sá næsti í röðinni kemur heim úr skólanum þá átta ára... Hann var ekki vanur að skafa utan af hlutunum (hvaðan sem hann hefur það nú ) og segir um leið og hann sér mig..... "Ojjjj mamma...þú ert illa ömurleg!" Jahá... það er einmitt það...smám saman er dásamlega líðanin hvað ég var fín með nýja lúkkið farin að breytast...og ég ekki alveg jafn örugg með þetta.... en bíðum nú við....kemur þá sá elsti að verða tíu ára heim úr skólanum. Hann kemur inn....snarstoppar þegar hann sér mig og segir EKKI NEITT... ég verð nú vongóð að þarna sé nú einn sme kunni flott að meta og spyr hann því hvort ég sé ekki FÍN? "NO KOMMENT" segir hann sem var heldur dannaðari en hinn hehe.... en með þessu kemmenti sagði hann nkl. það sem hann meinti og það var að ég var illa ömurleg eins og bróðirinn orðaði svo pent hehe.....
Þá er komið að því að húsbóndinn sem þá var kom heim úr vinnu og sér frúnna...hann þreifaði aftan á hnakkann á mér (var að vona að þar væri rosahnútur bara í leyni ) ...finnur ekkert og segir:"Það var ekki verið að biðja um leyfi" !
hahaha....omg, get sagt ykkur það að ég sá mynd af mér frá þessu tímabili og ég skil fullkomlega viðbrögðin hjá þeim ÖLLUM ... say no more annað en að hár í framan...hár á höfði eða hár everywere þá er sko misjafnt hvernig fólk þau ber
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)