Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
30.3.2013 | 12:04
BINGÓ!
Skemmtilega fengið páskaegg
í fermingarveislu hjá yngri dóttir hans Varða á Skírdag var bingó á meðan gestir fengu sér kaffi og tertur eftir matinn...bara gaman að því, allir komnir með spjöld og í þriðju umferðinni erum við Varði bæði með eina tölu eftir og það var sama talan N 46...ég lít á spjaldið hans og sé að við eigum sömu töluna eftir og segi við hann að ef "Nói" 46 kæmi næst , þá værum við bæði með BINGÓ...og hvað gerist? jújú...Nói 46 og við bæði í einu BINGÓ hahaha...það var pínu funny og veislugestir höfðu gaman af hehe... en samkvæmt reglum bingóstjórans varð að draga ef sú staða kæmi að tveir eða fleiri fengu bingo í einu og Ásinn væri hæstur .....af 52 spilum úr einum stokk...HVAÐA spil haldiði að við drögum?.. Nei...vitlaust svar..ekki voru það tveir Ásar sko.. heldur KÓNGUR og DROTTNING Skemmtileg tilviljun allt saman og vakti aftur smá hlátur hjá gestunum, en nú er páskaeggið komið með okkur í T11 og bíður eftir að verða rifið upp á morgun ...hlakka mest til að sjá málsháttinn ..ef ég mætti ráða væri hann : "Ástin er snilld..langbest með Varða"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2013 | 21:57
Stoltur hjúkrunarnemi :)
Fjögurra vikna starfsnám lokið á yndislegri deild með frábæru starfsfólki og ég get ekki annað en verið stolt af að vera tilvonandi hjúkrunarfræðingur með allri þeirri þekkingu og færni sem þeir búa yfir...það er ekkert smáræði sem þarf að standa klár á á svo mörgum vígstöðvum og ALDREI sá ég allan tímann að það kæmi upp atvik sem hjúkrunarfræðingarnir á deildinni kæmust í opna skjöldu þrátt fyrir margskonar tilfelli sem upp komu...og samvinna lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ræstitækna til fyrirmyndar, teymisvinna af bestu gerð
En ég stóðst auðvitað klínískt nám með ágætum og einsog klíníski leiðbeinandinn sagði við lokamatið í gær : Betra en er ætlast til af nema á öðru ári... Stendur sig mjög vel. Er dugleg að nýta sér námstækifæri, óhrædd að takast á við verkefni, er mjög áhugasöm, hefur góða samskiptahæfileika og sýnir frumkvæði en þekkir sín takmörk og leitar ráða ef er ekki viss. Er róleg, hefur þægilega viðveru, kemur fram við skjólstæðinga af mikilli kurteisi og virðingu, er þroskuð og yfirveguð. Er vinnusöm, nákvæm og athugul. Fer vel fram í verklegri færni.........
.......svona ÁÐUR en þetta fer að hljóma sem mont...þá er þetta auðvitað ekkert annað en maður má alveg vera það stundum. Veit reyndar að nemar á öðru ári í HA eru snilldarhópur og að öllum hefur gengið mjög vel..Til hamingju við öll með þennan áfanga...og gangi okkur vel í því sem er framundan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)