Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
12.12.2013 | 23:37
Lítil jólastelpa á Húsavík
Svona gat maður setið og staðið í kringum mömmuna og fylgst með henni við kökubaksturinn....
Nokkrum dögum fyrir jól vorum við Helga systir látnar taka allt fína postulínið og gömlu bollastellin hennar mömmu, öskubakkana sem voru sumir hin mesta prýði og alla glerstjaka sem fundust. Þetta máttum við nú vaska upp og fórum í sérstakar svuntur til þess og svo var þvegið ...yfirleitt ég sem fékk það í gegn að vera þvottavélin og Helga þá fékk það hlutverk að þurrka og múttan setti aftur hvern hlut vandlega inn í skápana sem voru ekki einu sinni í gleri og ekkert af þessu fíneríi sást ...fyrr en það var tekið út fyrir næstu jól og skellt í jólabaðið og upp í skáp aftur ... á meðan við vöskuðum upp voru pabbi og mamma að bera tekkolíu á húsgögnin svo að handrið á sófum , stólum og borð urðu háglansandi og ilmuðu þvílíkt vel... Pabbi sem alltaf hefur verið svo sniðugur í höndunum og góður föndrari bjó til kirkju úr frauðplasti sem hann málaði svo fallega með rauðu þaki og gerði glugga og setti ljós inn í ...mamma breiddi síðan úr bómull undir hana og bjó til snjókirkjugarð sem var svo skreyttur með Mjallhvít og Dvergunum Sjö... Þetta var svo fallegt og skemmtilegt og hátíðlegt að aldrei hvarflaði að manni að leika með þetta fínerí , heldur bara dáðst að.
En þá er allt í einu komin Þorláksmessudagur og hann var sko tekinn snemma... Maður vaknaði við að komið var inn til að taka af rúmum og allt þvegið og sett utanum nýtt og strokið alveg spes fyrir jólin. Þarna sá pabbi alfarið um ryksugið í öllu húsinu, enda voru TEPPI allstaðar nema í herbergjum og inn á baði og eldhúsi..... Hann fór líka á háaloftið og sótti kassana
en hér er annað lag sem kemur manni í back to the future gírinnog auðvelt að láta hugann reika svona afturábak :
https://soundcloud.com/ing-lfurj-hannsson/j-l-upps-lum
Nú er þetta lengsta blogg sem ég hef skrifað og má alveg lesast í mörgum hlutum ...en aðallega var ég að skrifa niður þessar hugleiðingar fyrir mig sjálfa þar sem þær birtust mér í huganum ... ekki hugsað svona um gamla tíma í mörg ár ... Gleðileg jól til allra sem hver eru með sínu sniði... mitt snið er að það er engin regla á neinu né einu .. en það er líka regla hehe... það er svo efni í annað blogg síðar ...
Bloggar | Breytt 24.12.2022 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.12.2013 | 20:30
Greina greiningar sem greinast í greind í reynd...
Eftir að vera búin að lesa allt mögulegt og ómögulegt um geðrof, geðklofa, borderline, bipolar I og II, allskyns raskanir,bresti, þunglyndi, vöðvagigt, síþreytu og ég veit ekki hvað og hvað ...og alltaf verið sannfærðari um hvað ég hljóti að vera með góðar taugar, því miðað við hvað ég uppfylli marga skilmála fyrir greiningar í þessu í sambandi við álag og tendens til að blossi upp veikindi.... þá ætti ég að vera margbúin að greina mig með þetta meira og minna alltsaman... ..þokkalega nóg að díla við athyglisbrestinn...er núna jafnvel við það að fríka út, en þrátt fyrir allt er alltaf e-ð sem kippir mér aftur á jörðina ...ég þakka fyrir það og bið um að það haldi í 1 1/2 ár í viðbót...
Verð að nota öll stig bjargráða sem er búin að læra og tek ofan hattinn (þegar ég er búin að fá mér einn flottan) fyrir snillingunum sem ég þekki og komust óskaddaðar í gegnum þetta ...styttist í að ég þurfi að fá mér annan svo ég geti tekið ofan af fyrir mér sjálfri og hinum snillingunum sem eru með mér í þessu og veit að nokkrum líður ekki alveg ósvipað mér... anda iiiinnnn.....anda úúúút ...hlusta á Rólegt Lag, Glas af Ísköldum Kristal og Slaka á:
ok, tilbúin að halda áfram ...skrifaði þetta bara svona svo þið hin sem hafið ekkert að lesa getið farið að googla allt um þetta sem ég nefndi og reynt að finna greiningu sem passar við MIG....... (Það mun þurfa mjög sértækt teymislið af öllum tegundum til bjargar ef greining finnst )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2013 | 11:21
Í rauðan kjól en ekki sokka
Þessi "jafnréttisbarátta" er komin út í svo miklar öfgar að ég hef alveg skammast mín stundum fyrir að vera kvk.... ekki það að fullt af því sem hefur verið gert á rétt á sér og verður alltaf ...og því miður ekkert öðruvísi með okkur mannfólkið (bæði kyn) heldur en kindurnar okkar að misjafn er sauðurinn í mörgu fé og svörtu sauðirnir verða alltaf til ... en þegar hlutirnir eru orðnir þannig með svo margt að sumar konur ætlast bara til að þær séu í fyrsta sæti í hverju sem er og gangi fyrir í mörgu þrátt fyrir að það sé ekkert sem styðji það annað en að þær séu kvk ...þá er ekki lengur verið að tala um jafnrétti heldur yfirgang. Einnig finnst mér SORGELGT svo ekki sé meira sagt þegar staðan er orðin þannig ða fólk þorir ekki orðið að brosa til náungans og barna hans af hættu á að geta verið litinn óhýru auga og næstum kærður fyrir ... Hvert er þetta þjóðfélag komið ...eða farið? Veit bara það að ekki gæti ég nú hugsað mér lífið án skemmtilegra kk,... þó þeir vissulega hafi stundum reynt á þolrifin sumir hverjir hehe... (á 3 syni... hef nú stundum sagt að ég hafi eignast þá til að læra þolinmæði ;) ... En aldrei mun ég verða rauðsokka þó oft sé gaman í vinkvennahóp, jafnvel í rauðum buxum eða kjól! og ég mun sko halda áfram að brosa framan í hvern þann sem mér sýnist...því ég veit hvað bros á dag kemur mörgu í gott lag
Góða helgi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2013 | 10:53
Heimskir letingjar
Las smá komment áðan sem stuðaði mig smá þar sem kona var að fjalla um heimska letingja sem eiga ekki fyrir skuldunum sínum...og hún eigi að fara borga fyrir það með sínum fjármunum...Ég veit ekkert hvort hún á einhverjar eignir or not, kemur kannski ekki málinu við..
Ég hef einu sinni verið í þeim sporum, þegar ég átti ekkert og skuldaði ekkert og aldrei fundist ég eins rík! ... nú á ég heldur ekkert en skulda frekar slatta, og borga samt mína reikninga og læt þá ganga fyrir en ekki kemur þessi "snilld" mér til bóta samt...kannski samt einmitt þessvegna veit ekki, en...
Ég segi það og stend við það..sama hvort maður eigi e-ð eða ekkert, en Skuldlaus maður er Ríkur maður Talandi um heimsku og leti...jamm...no komment best að segja, en get ekki hamið mig með að segja hvað voða margir sjá bara í einum lit.... ég er sem betur fer litríkur persónuleiki og get séð frá mörgum hliðum...Er bara eins og google earth sem hægt er að snúa allan hringinn til að sjá sem best og FLEST .
Held líka að væri hægt að segja flest um mig nema að ég sé heimsk eða löt ...þó ég hafi þurft að selja ofan af mér fyrir 0 kr og þurft að leysa út séreignarsparnaðinn minn til að geta borgað of hátt leiguverð í langan tíma ...og tekið námslán til að komast í skóla og eiga betri möguleika á að geta framfleytt mér ..og strita með náminu vegna þess hve "GÓÐ" námslánin eru sem notabene eru ekki STYRKUR heldur lán sem ég mun borga með vöxtum ...ja, best að segja no more ...
Nú kveiki ég á fyrsta kertinu og fer að lesa ...Njótum aðventunnar, það geri ég í próflestri og próftökum...
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)