Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
25.7.2012 | 17:30
Loksins Frjáls eins og fuglinn...
Þessi söngkona er búin að ná tökum á mér og þetta lag er bara algerlega magnað... og fyrst mér tekst að hlusta á það og njóta án þess að fara hágrenja eins og ég hefði gert ekki svo mjög fyrir löngu...þá veit ég að ég er ready to move on og það er DÁSAMLEGA þægileg tilfinning ...ekki lengur fangi í eigin hjarta eða heilabúi heldur líður eins og ég sé FRJÁLS Say No More ....
en njótið þessarar frábæru rokksöngkonu..skil ekki af hverju hef aldrei heyrt í henni áður ...
Leyfið mér að kynna : DORO gerið svo vel
So much freedom and so much choice
I'm always feeling this void
All those feelings got often burned
Was always bleeding and hurt
But you - you won my love
You won my love
I knew when I looked at you
You won my love, you won my heart
It's true,I know you felt it too
You made me feel like a dream come true
Made me heal all those wounds
Made me feel like I'm lost and found
You make me feel strong and proud
But you - you won my love
You won my love
I knew when I looked at you
You got my love, you won my heart
I knew,and you felt it too
That's why - you won my love You won my heart
I knew,I just looked at you
You got my love,you won my heart
I knew, and that you felt it too
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2012 | 13:25
Á sama tíma að ári :)
Þá er henni lokið ...þessari fyrstu árlegu gönguferð hjá okkur bráðhressu skvísunum í gönguklúbbnum Ein og 8tta. Mjög flottur hópur sem smullum vel saman svo það var ekkert erfitt að ákveða að hafa svona "Á sama tíma að ári..en alltaf á nýjum stað" ... 2 helgum fyrir Versló...eða viku fyrir Mærudagana svo Dollsý komist nú alltaf með ...ég sagði nefninlega að ég fórnaði Mærudögunum ekki fyrir neitt annað
Það var stórmerkilegt að ganga þarna niður í Merkigilið og hugsa sér hvernig hún Monika ásamt öðrum sem þarna þurftu að klöngrast í mismunandi veðrum og vindum og árstíðum...ekki alltaf 18° hiti og logn eins og var hjá okkur þvílíkt veður sem við fengum fyrri daginn ..alveg dásemdin ein takk fyrir takk
Svo var ekið inn að Ábæjarkirju eða svo gott sem þar sem Krúsinn hennar snillINGU minnar kom okkur áfram yfir þokkalega torfæran veg og þaðan eru 9 km. í skálann sem við gistum og eftir aðhafa gengið þangað í þvílíka fallega landslaginu sem var af öllum gerðum og fjöllin fallegri en margt annað í litagleðinni ... var fátt betra að hugsa sér en að geta komist úr gönguskónum ...losna við bakpokana og geta hent sér niður .... ....Allar þurftu nú að pissa fyrir nóttina en ENGIN okkar gerði sér fleiri en eina ferð á kamarinn .... úfff ...þá er nú betra að spræna út á túni og fá vindþurrkun bara ..að vísu erfitt í logninu sem var ...en SHIT fýlan sem fylgir svona kömrum ...NEI takk
En það var þessi fíni krani úti á túni sem var sameiginlegur fyrir gesti og hesta svo við fengum nóg af vatni til að sjóða okkur vatn á gashellunni í stóra pottinum
...uhmmm...heitt kakó var gott að fá sér eftir ða vera komin úr göngugallanum og buið að búa um okkur ..mjög fínar tvíbreyðar kojur 8 stk. svo við gátum allra verið einar í tvíbreyðu nema mæðgurnar deildu einni kojunni ...... og ég svaf mjööög vel ...rumskaði ekki frá ég sofnaði og þar til vaknaði en sú á "efri hæðinni" ofan við mig ..sagði að EIN hefði nú talað uppúr svefni ...og hver skyldi það nú hafa átt að vera ?? Jújú...Dollsý sjálf , hver önnur ..aldrei vitað til ða é gtali uppúr svefni og ég tilkynnti það víst um miðja nótt ..steinsofandi... að við værum fyrirmyndarhúsmæður !!! Bwahahahahahaa... é gog hver það er sem átti að vera með me´r veit ég ekki...en já auðvitað DREYMIR mig um ða verða það ...ehhe...ekki enn tekist það nefninlega..en hver getur verið fullkominn í öllu ? Ekki enn fundið neinn þeim kostum búinn .....
Jæja...algerlega samkvæmt tímaáætlun fórum við að leita að Fagraskógi lengst inn í fagra Austurdal.... sem var í um 5 km. fjarlægð en við gegnum 6 km án þess að finna hann ...þar til við áttuðum okkur á að stundum borgaði sig að fara "efri leiðina" ahhahaha...smá einkahúmor fyrir klúbbinn En ..bæði vegna neðri leiðarinnar og aðallega skyggnisins í þokunni sem kom á fleygiferð aftan að okkur og náði okkur loks...þá sást nú minna en ætlað var ..en fengum magnaðan 12 km. göngutúr sem upphitun fyrir ferðina til baka
... fórum fyrst heim og gengum frá og fengum okkur Gott í kroppinn ... allar saddar og sælar þegar örkuðum af stað og þá var sko komið VEÐUR ...hífandi rok og rigning ...og við flottastar af öllum og þekktum ekki hver aðra fyrir klæðnaði hehe...sást að vísu glitta í augun á okkur en að öðru leyti þekktum við hver aðra á mismunandi skærum litum á yfirbreiðslunum yfir bakpokana ...allir neonlitirnir og engin eins ...snilld ..enda vorum við snillingar alla leið ...og ferðin gekk eins og í sögu...vorum hálftíma fljótari en sömu leið kvöldinu áður..enda vorum við búnar að sjá alla dýrðina þarna í flottu skyggni þá og ekkert að sjá á strunsinu okkar í norðangarra , rigningu og þoku ...
Strax farin að sakna hópsins og hlakka til að mæta á sama tíma að ári !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2012 | 10:34
Enginn er verri þótt vökni í gegn :)
Var að lesa um tjöldin sem fuku og brotnuðu...Asskollans læti eru þetta! ég er nú fegin að ferðinni minni var seinkað um sólarhring...og er ekki alveg á þessum brjáluðu slóðum ...ooog verð EKKI í tjaldi .. En er að fara leggja í hann í magnaða 2ja daga göngu með átta brjáluðum kjéllum...nei gells auðvitað ..eða verðum átta með mér ... kannski sú eina sem er hálf brjal lengst inn í Fagradal ! ... Svefnpokinn og allskyns aukafatnaður komið í bakpokann..búin að pakka bæði upp o gniður og til hliðar og allt um kring...og endaði á að minnka um helming það sem ég tek meðferðis...alveg að verða snillingur að vera ekki með OF mikinn aukabúnað ...en þarf nú að vera þurrt með til skiptanna ef maðru skildi blotna mjööög mikið ...verður víst slatti rigning á leiðinni..en sem sannur skáti ...einu sinni skáti _ ávallt skáti ekki satt.... þá veit ég að enginn er verri þótt vökni í gegn ........ Adíos mi amigos ... heyrumst síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2012 | 16:22
Laugardagsvinirnir
Það er svo gaman að vakna á laugardagsmorgnum og hlusta á þessa sprelligosa ...og ég er ein af þeim sem bíð alltaf mest eftir mömmu hans Simma..henni Gerði sem er mitt uppáhald ...hún er perla þessi kona og svo gaman að hlusta á hana Það kemur fyrir að mér finnist við smá andlega skyldar...því hún greinilega á það til að misskylja "smá" stundum það sem sagt er..eða heyra "aðeins" vitlaust hahaha...eins og í morgun ...veðrið barst í tal og hún var að tala um hvað væri nú gott fyrir gróðurinn að rigningin væri komin ..þó það væri nú líka búið að vera gott að vera með allri sólinni...þeir spurðu hana þá hvort hún væri orðin "hell tan" og hún heyrði bara e-ð með hann Dan alger snilli...
ég verð alltaf svo glöð að heyra um aðra en mig sem misheyra svona og eins mismæla sig ...eins og þegar Simmi spurði hana ... " Heyrðu mamma , hvað var það sem þú sagðir á spáni um árið þegar þú ætlaðir að fá þér Tequila " ? ... Hún var fljót að muna það , því hún hefur örugglega notað orðið síðan ..en hún bað barþjóninn um ..."DRAKÚLA" ...alger snillingur hahahahaa...og þá fór ég aðeins í back to the future gírinn sem ég á til að detta í ...eina sem ég nenni að detta í sko...jú og reyndar elska ég að detta upp í rúm þegar ég er þreytt ..en allavega er ég hætt að nenna "detta í það" ...en ég var semsagt að skemmta mér..greinilega var önnur nenna í gangi þá...því ég var örugglega að detta í það og langaði í lakkríslíkjörinn góða ..sem mér fannst allavega góður þá..ekki smakkað hann í mörg ár...nema hvað að ég bað barþjóninn um einn SWEET & SHORT og fékk nákvæmlega það sem ég ætlaði....sem var notabene..HOT & SWEET hehe...hvað skiptir máli þó helmingurinn af nafninu komi á undan eða eftir og hinn helmingurinn alveg út úr kortinu ...þegar það skilst hvort eð er hvað maður er að biðja um..... hefði örugglega getað beðið líka um hot shot og fengið það sama ...en barþjóninn hitti ég nú aftur á öðrum stað og öðrum tíma og hann fór að segja mér hvað honum þótti þetta fyndið hvað ég bað um og hann sagðist hafa alvarlega hugsað um að hneppa bara niður um sig brækurnar þegar ég bað hann um "einn sweet & short" hehe.......
og af því ég er að tala um Simma og Jóa og þetta með sweet & short er bara viðeigandi að koma með þetta snilldarlag sem ég hafði aldrei spáð í textann fyrr en í vor þegar ég var á góðum stað og þetta lag kom í spilarann ...þá fékk ég fyrirmæli um að hlusta á textann hahaha.... og það var nú engin rækja sem ég var með þá
say no more.....en lagið er gott
og nú er það hinn laugardagsvinurinn sem ætlar að hjálpa mér með tiltekt í íbúðinni "ALLT í DRASLI "
en með nógu miklum stuðlögum og back to the future gír sem lögin leiða af sér...verður tiltektin bara fun Semsagt ..Siggi Hlö á Bylgjunni núna ...
over & out
ÞEtta lag er líka bara eitt af þeim bestu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2012 | 10:45
kannski maður geri líka smá samning við Þorgeirsbola
Nú er heldur betur farið að styttast í gönguferðina sem við ætlum í nokkrar kvennsur ...Ætla bara að vona að Ábæjarskottan láti okkur í friði ..allavega svona haldi aftur af sér í mestu prakkarastrikunum...lætur örugglega aðeins vita af sér samt verð bara góð ef hún gefur okkur svefnfrið
"Ábær, á eystri bakka Austari-Jökulsár, hefur verið í eyði síðan 1941. Steinsteypt kirkja, sem var vígð 1922, stendur þar enn þá. Meðal þekktra drauga í þjóðsögum er Ábæjar-Skotta. Hún var mörgum erfiður ljár í þúfu. Hún drap fé, hræddi fólk og er jafnvel sögð hafa orðið því að bana. Hún var í slagtogi með Þorgeirsbola og settist stundum á húð hans og lét hann draga sig, þegar hún var þreytt."
Ég geri kannski bara eins og hún og geri smá samning við Bola ef verð mjög þreytt ...
"Merkigil er eyðibýli í Austurdal í Skagafirði og var nyrsti bærinn í dalnum austanverðum. Jörðin þótti góð bújörð en hún er umkringd djúpum og hrikalegum gljúfrum og háum fjöllum og aðdrættir því afar erfiðir".
Þar bjó kjarnakellan Monika með barnahópinn sinn og var ekkert að gefast upp eftir að maður hennar dó ..enda var slíkt ekkert í boði ! Sagan um hana "Konan í dalnum og dæturnar sjö" segir kannski meira en ýmislegt annað um hana
Annars hlakka ég mikið til að fara þessar slóðir..fínasta upphitun áður en ég skelli mér í Lonely útileguna mína sem verður fljótlega ...ekki búin ða ákveða hvert ég fer í hana ..enda verður það óvissuferð eins og margt annað sem ég fer og geri eina sem verður vitað fyrirfram að ég fer með gönguskó tjald og smá nesti ..jú ok ipodinn fyrst ég verð ein ...
en meira blogg frá þessum ferðum eftir að ég kem aftur heim... fer nú ekki fyrr en á sunnudag.. vinna nokkrar vaktir og eitt fótboltamót áður og koma örverpinu til pabba síns ...þá get ég farið hvert á land sem er ...flott nokkurra daga frí um helgina fram í miðja næstu viku en nú er ég farin í pallakaffi á einn góðan pall ekki langt í burtu ...svo reyna púsla trimminu inní planið fyrir kvöldvakt ...
Enjoy your day alle sammen munið að lífið er ljúft
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2012 | 13:28
Þögnin getur verið hávær
nafnið á þessu fallega lagi því fékk mig til að spá aðeins í hljóðum þagnarinnar .....
ÞÖGN:
-er þægileg...eftir mikil læti og áreiti (þó það sé jákvætt áreiti) en að fá svo þögnina ...er ÞÆGILEGT
-er ofbeldi...vera með einhverjum sem þegir þó þurfi margt að segjast..bara til að láta manni líða illa...er OFBELDI
- er hávær...að vera með höfuðið fullt af ósögðum setningum sem hefði betur verið tjáðar með orðum ...það hljóð... er HÁVÆRT
-er bergmál ... tengist mjög líklega setningunni fyrir ofan...því þessi ósögðu orð geta ómað aftur og aftur í langan tíma ...það finnst mér að sé BERGMÁL
-er stundum dásamleg.. að geta verið með einhverjum í þögn og líða vel á meðan er svo góð tilfinning svo þannig þögn...er DÁSAMLEG
-er tjáning.... þú segir svo margt með þögninni... maður getur gert sig ótrúlega skiljanlegan í þögn ..fer eftir svipbrigðum..likamstjáningu...snertingu....andrúmslofinu sem myndast ... svo margt hægt að segja ÁN ORÐA ... en samt eru og verða ósögð orð...sérstaklega þar sem þau voru EKKI gerð skiljanleg og ekki allir, líklega fæstir ..sem kunna að túlka hugskeyti og lesa þannig hugsanir.... ( guð veit hvað ég hef oft reynt þessa hugskeytasendingar ..án þess að tenging hafi náðst..en stundum tókst það og það er snilld )
en samt sem áður þó ég geti sko TALAÐ og MALAÐ þá finnst mér ákveðin tegund af þögn gefa mér svo mikið ..það er þögnin sem talar við mig ...þögnin sem segir mér frá mörgu....þögnin sem róar mig.....þögnin sem ég þarfnast og vil...líklega er það þessvegna sem mér líður vel einni með sjálfri mér...þó oftar sé farin að sakna að hafa líka einhvern annan hér......
ps. kæra vinkona mín sem hringdir í mig í gær og hafðir áhyggjur af að ég væri að verða e-ð skrítin þá er ég auðvitað stórskrítin ..og mun alltaf verða hehe.. en Don't worry hon... þannig er ég nú bara ... er góð sko ... er bara í smá uppgjörsgír þessa dagana við sjálfa mig og fleiri ...er einmitt að nota ÞÖGNINA til að tala við mig og gera ýmislegt upp svo ég sé til í að halda áfram án þess að fortíðarperlur séu að trufla mig ... því ég vil halda áfram ..þar sem ekkert og enginn úr fortíðinni verði til að trufla mig..bæði gamalli og "nýrri" ef hægt er ða tala um nýja fortið hehe.... en takk samt fyrir að hugsa svonafallega til mín eins og ég veit ða þú gerir nú oft elsku vinkona þú ert yndisleg .....eins og allar mínar góðu vinkonur eru ... er heppin að eiga ykkur og ég þarf ekkert uppgjör að gera við mig í sambandi við ykkur dúllurnar mínar allar saman
En njótið nú þessa fallega lags sem Emiliana Torrini fer svo vel með knús í öll hús !
-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2012 | 11:30
Ég er bara spontant ..sumir kalla það drama
Svefnpurka dauðans vöknuð GóÐAN DAG Síðasti facedagurinn um óákveðinn tíma er runninn upp en nú er að fara trimmast eftir planinu fína sem gengur svona nákvæmlega eftir áætlun...já..ég sagði NÁKVÆMLEGA ( get alveg gert hluti nákvæmlega sko ) en það þýðir að Skemmtiskokkið er innan rammans og tímaplans og er akkúrat í enda plansins ...Hlakka bara til 18.ágúst !
Ég mun líklega skella inn einu og einu bloggi þegar ég fæ þörfina...bloggin mín koma bara þegar mér finnst ég þurfa segja frá einhverju...en líka þegar mér finnst ég þurfa losa mig við eitthvað ...þó það sé persónulegt sem bloggin mín nú yfirleitt eru ... Þau eru bara það sem kemur upp í huga mér eða er í huga mínum...og oft er gott að skrifa sig frá sumu í lífinu...allavega hefur hjálpað mér oft Ég mun aldrei nafngreyna einstaklinga í frásögum mínum ...nema þar sem ég veit að það mun ekki skipta viðkomandi nokkru máli að vera partur af minni sögu ...en í öllum tilfellum munu þeir sem lesa þekkja sjálfan sig ef þeir koma við sögu í blogginu
Ég er bara svo "spontant" manneskja ( sumir kalla það drama ) ..en ég er og verð tilfinningavera fyrir allan pakkann og ekki alltaf auðvelt að vera ég...en gaman er það nú samt og spennandi ...semsagt ..ég segi frá sumu ef og þegar mér hentar ...en mun aldrei verða með skítköst hér út í einn né neinn á prenti...slíkt skrifa ég frekar á ómerkilegt bréfsnifsi og ríf í tætlur á eftir...( ekki oft gert þetta en komið fyrir) ...oooog vitiði að ....það VIRKAR
Ég er bæði með netfang og síma svo það er alveg hægt ða hafa samband við mig áfram og auðvitað má endilega kvitta í gestabókina hér á blogginu eða skrifa smá komment hér allir saman ... ótrúlega margir suma daga sem skoða síðuna mína...en ég sé bara tölur og súlurit en engin nöfn svo ég veit ekkert hverjir það eru sem nenna að skoða nema þeir fáu sem hafa kommentað þar og á facebook
en nú er það trimmið og svo vinna til 23 .... Eigiði súper sunnudag hvar sem þið eruð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2012 | 08:55
Æm rítörn verý sún
What a Weather ! GÓÐAN DAG
LAngar sko ekki að fara sofa núna í þessu yndi... sé til hvað ég stend við það lengi samt ..... annars var vaktin róleg og góð en sem betur fer aðeins tvær eftir af 7 í þessari törn og þá ætla ég að fara BYRJA lifa lífinu þetta sumarið .... ALDREI...meina ALDREI aftur svona margar næturvaktir í einu ..3 algert hámark ..vá hvað ég finn fyrir þessu... finnst ég búin að vera handónýt og búin á því síðan ég byrjaði á þessum næturvöktum..algerlega bensínlaus og "allslaus" ... eins og draugur bara... en það kom auðvitað að því eftir rúm 10 ár á þessum vöktum að kvótinn væri algerlega uppurinn..mismiklu úthlutað afhonum...þekki nokkrar sem eru búnar að vera í þessu lengur en ég - súper konur ..skil ekki hvernig þær endast ..en eins gott að einhverjir geri það samt ... ÉG hélt bara að þetta væri ekkert mál af því ég var búin að vera í margra mánaða pásu frá þessum vöktum ..en eins og ég sagði..kvótinn kláraðist og ég geng á gufunni úr bensíntankanaum ...semsagt ..svona SLOW MOTION gírinn ..búinn að vera minn gír síðustu vikur .. ( Gott að geta kennt einhverju um ).....
...Nú óska ég eftir almennilegu "sparki"...í minn stóra og FLOTTA ... í það minnsta alvöru klappi svo ég fari að koma mér í rallý gírinn ..sem er nú miklu meira í mínum stíl ... þá verð ég svona Gó gó gó gó gó gó góóóó..... semsagt með öðrum orðum...Dolla returns very soon ...eins gott að vara ykkur við ...þið sem þekkið mig og vitið hverju ég gæti farið að taka uppá hehe... það er bara gaman að því... miklu skemmtilegra en vera þetta dauðyfli sem mér finnst ég búin að vera undanfarnar vikur ..............
Best að fara gera tékklistann fyrir það sem é gætla mér að gera í sumar... ...annars geri ég mjög líklega bara e-ð allt annað ...sem er reyndar stórskemmtilegt líka..fullt af fjöllum og skógarpúkum farin að bíða......þar sem það er meira í mínum stíl..að fara ekki alveg eftri réttri röð endilega...eða að röðin á það til að brenglast e-ð örlítið stundum ef ég stend í henni ... og þá er svo gott að vera ég .... var að horfa á Bridget Jones mynd og búin að sjá að ég er bara ekki svo seinheppin þrátt fyrir allt ..þó við eigum alltof margt sameiginlegt samt vinkonurnar hehehe.... Böt ení hú.... Live the life alive ...SPRELL-alæf ....þá erum við góð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)