Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
3.6.2011 | 13:39
All kind of musik
- Gaman að því hvernig lög hafa hin ótrúlegurstu áhrif á mann....
- þannig að maður dettur bara inn í lagið og er kominn á allt annan stað á allt öðrum tíma...semsagt maður fer í eitthvert tímaflakk og finnur ákveðna lykt, er komin í önnur föt, rifjast upp heilu samtölin og þar fram eftir götunum ...
- svo eru önnur lög sem ég bara verð að spretta upp og fara að dansa og syngja ( eins gott að þá séu ekki margir heima hehe...) og drífa mann áfram í trimminu gegnum ipodinn og stjórna hvernig maður hleypur eða gengur....
- enn önnur lög koma mér í hálfgerða hugleiðslu..gera mig alveg hljóða og rólega svo ég sit bara og vil njóta endalaust og finnst lagið alltof stutt.....
- svo auðvitað þau sem eru alltof löng og næstum ganga frá manni af leiðindum svo maður er kominn með hroll ( ekki af unaði samt ) en þá getur maður reyndar slökkt á því eða skipt um stöð eða disk ............
- bara ótrúlega gaman að því að pæla í mismunandi áhrifum hinna ýmsu laga... alveg endalaus fjölbreytni ........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2011 | 09:23
SUMARFRÍ
Hvert á að fara ...hvað á að gera.....
...algengar spurningar og eðlilegar alveg hreint en ég er farin að hlakka svo til sumarfrísins þar sem EKKERT er skipulagt löngu áður.... uuu, jú reyndar, 2 ættarmót ,fótboltamót, elsku Mærudagarnir og BLEIKA hverfið ( þarf að fara hugsa fyrir því í ár )...
...en svona utan þessara helga ætla ég ekki að gera neitt sérstakt heldur að NJÓTA þess að vera í FRÍI...fara út í YNDISLEGU Naustaborgirnar og Kjarnaskóg að trimma og anda að mér mismunandi lyktinni af öllum trjánum og leyfa sólinni að sleikja mig og skoða sundlaugarnar hér á svæðinu ....
...Læt mig kannski hverfa í 2-3 daga , ákveða ekki fyrr en verð lögð af stað hvert ferðinni verður heitið og vera algerlega Dolla var ein í heiminum ( bara tjald(já þó ótrúlegt sé ..ætla að vera í tjaldi , svefnpoki og góðir gönguskór! )en það er e-ð sem ég held að geti verið alger Paradís ....... og bara til að toppa alltsaman yrði nú spennandi að "Dreki" verði einhversstaðar á vegi mínum, Say No More
...Já styttist í FRÍ-TRALLALÍ-JIBBEDIRÍ.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2011 | 12:28
The NOTEBOOK
Var búin að gleyma hvað þetta er yndislega góð mynd..... Ætla að taka hana með mér á næturvaktina í nótt.....ER svo komin í vikufrí , Jibbedirí !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2011 | 12:11
Af hverju.....
verður maður svona hissa þegar hlutir sem maður veit að munu gerast GERAST Líklega vegna þess að innst inni veit maður að maður lifir í Dreamworld...sem getur verið gott en er samt not REAL heldur a DREAM og meðan maður býr í alvöru heimi má maður ekki gleyma sér í Draumaheiminum þó það sé gott að detta inn í hann um stund...Bara MUNA að það er um STUND og DRAUMARNIR just a FANTASY ........................................................................................
Varð að koma þessu skriflega frá mér til að losa mig úr Draumaheiminum - var að byrja festast þar .........
SAY NO MORE !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)