6.5.2016 | 17:22
Ekki nóg að vera með extra mjúkan afturenda þó hann sé flottur
Skellti mér í hjóltúr dagsins og kveikti smaviskusamlega á endomondo í símanum og setti jafn samviskusamlega á pásu í þau 3 skipti sem ég stoppaði ...þegar ég kom heim sá ég að GPS-ið var ekki kveikt svo það er engin leið að sjá leiðina né vegalengdina sem ég fór, en tíminn skráður nkl. 1:09:15
...ég varð allavega jafnbleik í framan og eftir síðasta túr
og talandi um hann..... þá fann ég um leið og ég settist á hnakkinn að það er ekki nóg að vera með MJÚKAN og STÓRAN afturenda þó hann sé flottur því ég ætlaði varla að geta hjólað sitjandi og var á leið í þennan fína hjóltúr.... ákvað þó að láta ekki eftir mér að snúa við heldur byrjaði ferðina á að hjóla niður í Ármúla í hjólabúðina og kaupa mér gelsæti.... spurning hvort sé betra að láta setja slatta silicon í bossann frekar ?...Best að sjá fyrst hvernig þessi sem ég keypti reynist...strákurinn í búðinni vildi þó fyrst selja mér frekar bara nýjan hnakk og einhverja stöng til að dempa frekar ....en ég ákvað að halda mig við gelið og sjá til með hitt ef það verður ekki nóg
Jæja...keypti líka brúsastatíf sem strákurinn var svo almennilegur að setja á fyrir mig og svo bruna ég af stað með gelpúðann undir mínum æðri enda og FANN STRAX MUN svo ég fann að ég gæti farið smá rúnt og endaði á að fara upp í Elliðaárdal sem er endalaust fallegt svæði og maður dettur inn á nýjar slóðir í hvert sinn ..kanínur, gæsir og aðrir skrautfuglar á sveimi...og FLUGUR þar sem mér hefndist fyrir að anda djúpt að mér með munninum því það flaug upp í mig brjáluð fluga...og hún er enn að sprikla við að reyna komast úr hálsinum á mér ....ég er svoleiðis búin að ræskja mig en ekkert dugar...arrrrg ...hvað eru flugur legni að drepast og drukkna í munnvatni og magasýrum ... Mætti líka fallegum brúðhjónum í fullum skrúða sem voru að ganga með ljósmyndara og vá hvað þau eru heppin með veððrið..LOGN og blíða í fallegu umhverfi ...verð aflottar myndir...ég rétt gat hamið mig að stökkva ekki af hjólinu og skella í mynd af þeim hehe.... kann mig alveg stundum sko....
Hjólaði svo á mjóum stíg meðfram ánni þar til hann endaði og varð að leiða hjólið upp smá stall og kom þá að stað sem ég vissi ekkert um .... en flott umhverfi þarna og stoppaði þar í smá stund að mynda ...ekki meira að frétta af mér á þessum fína föstudegi...gangið vel um helgina og njótið alls sem hægt er að njóta á jákvæðan hátt ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.